Gagnrýna ófyrirsjáanleika Seðlabanka Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 07:15 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti um stýrivaxtahækkun í gær. Vísir/GVA „Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
„Við erum á því að það hefði mátt standa betur að þessu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósent. Um var að ræða þriðju vaxtaákvörðunina af fjórum frá miðju ári þar sem vaxtaákvörðun Seðlabankans er þvert á flestar spár og telur Ingólfur þetta vekja upp spurningar um fyrirsjáanleika peningastefnunnar. „Þessar forsendur sem þeir eru að leggja til grundvallar þessari vaxtaákvörðun nú lágu fyrir síðast. Að minnsta kosti hefði framsýn leiðsögn, sem er þeirra leið til að segja hvers sé að vænta næst, átt að gefa í skyn að nefndin væri ekki sammála og að þá væru því meiri líkur á að þeir myndu lækka vexti frekar en halda þeim óbreyttum. Þetta gerðu þeir ekki síðast, þá var framsýn leiðsögn óbreytt og hlutlaus,“ segir Ingólfur. Hann segir fyrirsjáanleika auka virkni peningastefnunnar. „Það gerir hana bitmeiri, það er almennt viðurkennt og seðlabankastjóri viðurkenndi það líka að það er ekki markmið í sjálfu sér að Seðlabankinn eða peningastefnunefndin eigi að koma á óvart með sínum ákvörðunum. Þeir eiga að vera tiltölulega fyrirsjáanlegir í því sem þeir eru að einblína á og að peningastefnan sé gegnsæ og skiljanleg öllum,“ segir Ingólfur.Ingólfur BenderFrá áramótum hafa stýrivextir lækkað um 0,75 prósent. Í yfirlýsingu vegna vaxtaákvörðunarinnar segir nefndin að kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Segir hún að þetta gefi henni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Ingólfur segir vaxtalækkunina skila sér með töf en að hún hafi komið fram í útlánavöxtum strax eftir lækkun í ágúst. Þá hafi verið hraðar breytingar í óverðtryggðum útlánavöxtum bankanna. Þetta hafi áhrif á heimilin og snúi einnig að fyrirtækjum sem eru að fjármagna sig innanlands. „Það kemur fram í því að þá er ódýrara að fjármagna sig, sem myndi ýta undir fjárfestingu og einhverja neyslu líka og fjölga störfum.“ Stýrivextir hér á landi eru þrátt fyrir lækkanir enn með þeim hæstu innan Evrópu. Greining Íslandsbanka telur að svigrúm verði til frekari lækkana á fyrri helmingi næsta árs og spáir því frekari lækkun þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira