SI mótmæla viðbótarsköttum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2016 10:14 Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega viðbótarsköttum og segja það ákaflega veika aðgerð að hækka eldsneytisgjöld til að draga úr þenslu. Þess í stað verði áhrifin auknar byrðar á fyrirtæki og heimili og að hækkunin fari beint út í verðlag. Þá mótmæla samtökin að tryggingagjald skuli ekki vera lækkað eins og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar kvað á um. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,2 prósenta hækkun á krónutölusköttum og gjaldskrám. SI gera ekki athugasemd við það að halda raunsköttum óbreyttum. Hins vegar setja samtökin út á sérstaka 2,5 prósenta hækkun á bensín, áfengi og tóbak til að slá á þensluáhrif. „Ef ætlunin er að beita ríkisfjármálum með það að markmiði að draga úr þenslu væri árangursríkara að gera það á útgjaldahlið ríkisfjármála eða með almennum hætti í skattkerfinu. Skatttekjur ríkissjóðs eru þegar að vaxa umtalsvert vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og það eru engin rök til þess að hækka þessar vörur sem bera krónutöluskatta sérstaklega umfram aðrar vörur,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI í tilkynningu. Hann segir hækkunina þar að auki byggja á veikum forsendum. Ríkið áætlar að hækkunin skili ríkissjóði 3,2 milljörðum króna. „Í fyrsta lagi fer hækkun á þessum gjöldum beint út í verðlag. Reikna má með að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% bara vegna þessarar hækkunar og eykur þannig verðbólgu sem því nemur og dregur úr kaupmætti. Verðbólga er einn þenslumælikvarði og þessi skattahækkun eykur á hana. Í öðru lagi er um að ræða viðbótarskattahækkun á vörur sem þegar bera mjög háa skatta svo sem áfengi, bensín og olíu. Áfengisskattar á Íslandi eru nú þegar með því hæsta sem þekkist í heiminum og hafa hækkað mun meira en almennt verðlag síðustu ár.“ Samtök iðnaðarins mótmæla því einnig að tryggingagjald skuli ekki lækkað líkt og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar 2016 kvað á um. Þá var samþykkt að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um hálft prósentustig á þessu ári, eitt og hálft á því næsta og sömuleiðis árið 2018. Í tilkynningu SI segir að tryggingagjald hafi verið lækkað á þessu ári um hálft prósentustig og fyrirheit um frekari lækkanir á næstu árum til að mæta auknu framlagi í lífeyrissjóði. „Sameiginlegur skilningur aðila var að gjaldið færi niður í 4,5% árið 2015. Samtökin leggja því mikla áherslu á að staðið verði við samkomulagið og tryggingagjald verði lækkað um 0,5% stig 1. júlí 2017 og aftur 1. júlí 2018,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega viðbótarsköttum og segja það ákaflega veika aðgerð að hækka eldsneytisgjöld til að draga úr þenslu. Þess í stað verði áhrifin auknar byrðar á fyrirtæki og heimili og að hækkunin fari beint út í verðlag. Þá mótmæla samtökin að tryggingagjald skuli ekki vera lækkað eins og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar kvað á um. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,2 prósenta hækkun á krónutölusköttum og gjaldskrám. SI gera ekki athugasemd við það að halda raunsköttum óbreyttum. Hins vegar setja samtökin út á sérstaka 2,5 prósenta hækkun á bensín, áfengi og tóbak til að slá á þensluáhrif. „Ef ætlunin er að beita ríkisfjármálum með það að markmiði að draga úr þenslu væri árangursríkara að gera það á útgjaldahlið ríkisfjármála eða með almennum hætti í skattkerfinu. Skatttekjur ríkissjóðs eru þegar að vaxa umtalsvert vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og það eru engin rök til þess að hækka þessar vörur sem bera krónutöluskatta sérstaklega umfram aðrar vörur,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI í tilkynningu. Hann segir hækkunina þar að auki byggja á veikum forsendum. Ríkið áætlar að hækkunin skili ríkissjóði 3,2 milljörðum króna. „Í fyrsta lagi fer hækkun á þessum gjöldum beint út í verðlag. Reikna má með að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% bara vegna þessarar hækkunar og eykur þannig verðbólgu sem því nemur og dregur úr kaupmætti. Verðbólga er einn þenslumælikvarði og þessi skattahækkun eykur á hana. Í öðru lagi er um að ræða viðbótarskattahækkun á vörur sem þegar bera mjög háa skatta svo sem áfengi, bensín og olíu. Áfengisskattar á Íslandi eru nú þegar með því hæsta sem þekkist í heiminum og hafa hækkað mun meira en almennt verðlag síðustu ár.“ Samtök iðnaðarins mótmæla því einnig að tryggingagjald skuli ekki lækkað líkt og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar 2016 kvað á um. Þá var samþykkt að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um hálft prósentustig á þessu ári, eitt og hálft á því næsta og sömuleiðis árið 2018. Í tilkynningu SI segir að tryggingagjald hafi verið lækkað á þessu ári um hálft prósentustig og fyrirheit um frekari lækkanir á næstu árum til að mæta auknu framlagi í lífeyrissjóði. „Sameiginlegur skilningur aðila var að gjaldið færi niður í 4,5% árið 2015. Samtökin leggja því mikla áherslu á að staðið verði við samkomulagið og tryggingagjald verði lækkað um 0,5% stig 1. júlí 2017 og aftur 1. júlí 2018,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira