SI mótmæla viðbótarsköttum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2016 10:14 Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega viðbótarsköttum og segja það ákaflega veika aðgerð að hækka eldsneytisgjöld til að draga úr þenslu. Þess í stað verði áhrifin auknar byrðar á fyrirtæki og heimili og að hækkunin fari beint út í verðlag. Þá mótmæla samtökin að tryggingagjald skuli ekki vera lækkað eins og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar kvað á um. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,2 prósenta hækkun á krónutölusköttum og gjaldskrám. SI gera ekki athugasemd við það að halda raunsköttum óbreyttum. Hins vegar setja samtökin út á sérstaka 2,5 prósenta hækkun á bensín, áfengi og tóbak til að slá á þensluáhrif. „Ef ætlunin er að beita ríkisfjármálum með það að markmiði að draga úr þenslu væri árangursríkara að gera það á útgjaldahlið ríkisfjármála eða með almennum hætti í skattkerfinu. Skatttekjur ríkissjóðs eru þegar að vaxa umtalsvert vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og það eru engin rök til þess að hækka þessar vörur sem bera krónutöluskatta sérstaklega umfram aðrar vörur,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI í tilkynningu. Hann segir hækkunina þar að auki byggja á veikum forsendum. Ríkið áætlar að hækkunin skili ríkissjóði 3,2 milljörðum króna. „Í fyrsta lagi fer hækkun á þessum gjöldum beint út í verðlag. Reikna má með að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% bara vegna þessarar hækkunar og eykur þannig verðbólgu sem því nemur og dregur úr kaupmætti. Verðbólga er einn þenslumælikvarði og þessi skattahækkun eykur á hana. Í öðru lagi er um að ræða viðbótarskattahækkun á vörur sem þegar bera mjög háa skatta svo sem áfengi, bensín og olíu. Áfengisskattar á Íslandi eru nú þegar með því hæsta sem þekkist í heiminum og hafa hækkað mun meira en almennt verðlag síðustu ár.“ Samtök iðnaðarins mótmæla því einnig að tryggingagjald skuli ekki lækkað líkt og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar 2016 kvað á um. Þá var samþykkt að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um hálft prósentustig á þessu ári, eitt og hálft á því næsta og sömuleiðis árið 2018. Í tilkynningu SI segir að tryggingagjald hafi verið lækkað á þessu ári um hálft prósentustig og fyrirheit um frekari lækkanir á næstu árum til að mæta auknu framlagi í lífeyrissjóði. „Sameiginlegur skilningur aðila var að gjaldið færi niður í 4,5% árið 2015. Samtökin leggja því mikla áherslu á að staðið verði við samkomulagið og tryggingagjald verði lækkað um 0,5% stig 1. júlí 2017 og aftur 1. júlí 2018,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega viðbótarsköttum og segja það ákaflega veika aðgerð að hækka eldsneytisgjöld til að draga úr þenslu. Þess í stað verði áhrifin auknar byrðar á fyrirtæki og heimili og að hækkunin fari beint út í verðlag. Þá mótmæla samtökin að tryggingagjald skuli ekki vera lækkað eins og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar kvað á um. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,2 prósenta hækkun á krónutölusköttum og gjaldskrám. SI gera ekki athugasemd við það að halda raunsköttum óbreyttum. Hins vegar setja samtökin út á sérstaka 2,5 prósenta hækkun á bensín, áfengi og tóbak til að slá á þensluáhrif. „Ef ætlunin er að beita ríkisfjármálum með það að markmiði að draga úr þenslu væri árangursríkara að gera það á útgjaldahlið ríkisfjármála eða með almennum hætti í skattkerfinu. Skatttekjur ríkissjóðs eru þegar að vaxa umtalsvert vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og það eru engin rök til þess að hækka þessar vörur sem bera krónutöluskatta sérstaklega umfram aðrar vörur,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI í tilkynningu. Hann segir hækkunina þar að auki byggja á veikum forsendum. Ríkið áætlar að hækkunin skili ríkissjóði 3,2 milljörðum króna. „Í fyrsta lagi fer hækkun á þessum gjöldum beint út í verðlag. Reikna má með að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% bara vegna þessarar hækkunar og eykur þannig verðbólgu sem því nemur og dregur úr kaupmætti. Verðbólga er einn þenslumælikvarði og þessi skattahækkun eykur á hana. Í öðru lagi er um að ræða viðbótarskattahækkun á vörur sem þegar bera mjög háa skatta svo sem áfengi, bensín og olíu. Áfengisskattar á Íslandi eru nú þegar með því hæsta sem þekkist í heiminum og hafa hækkað mun meira en almennt verðlag síðustu ár.“ Samtök iðnaðarins mótmæla því einnig að tryggingagjald skuli ekki lækkað líkt og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar 2016 kvað á um. Þá var samþykkt að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um hálft prósentustig á þessu ári, eitt og hálft á því næsta og sömuleiðis árið 2018. Í tilkynningu SI segir að tryggingagjald hafi verið lækkað á þessu ári um hálft prósentustig og fyrirheit um frekari lækkanir á næstu árum til að mæta auknu framlagi í lífeyrissjóði. „Sameiginlegur skilningur aðila var að gjaldið færi niður í 4,5% árið 2015. Samtökin leggja því mikla áherslu á að staðið verði við samkomulagið og tryggingagjald verði lækkað um 0,5% stig 1. júlí 2017 og aftur 1. júlí 2018,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira