SI mótmæla viðbótarsköttum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2016 10:14 Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega viðbótarsköttum og segja það ákaflega veika aðgerð að hækka eldsneytisgjöld til að draga úr þenslu. Þess í stað verði áhrifin auknar byrðar á fyrirtæki og heimili og að hækkunin fari beint út í verðlag. Þá mótmæla samtökin að tryggingagjald skuli ekki vera lækkað eins og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar kvað á um. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,2 prósenta hækkun á krónutölusköttum og gjaldskrám. SI gera ekki athugasemd við það að halda raunsköttum óbreyttum. Hins vegar setja samtökin út á sérstaka 2,5 prósenta hækkun á bensín, áfengi og tóbak til að slá á þensluáhrif. „Ef ætlunin er að beita ríkisfjármálum með það að markmiði að draga úr þenslu væri árangursríkara að gera það á útgjaldahlið ríkisfjármála eða með almennum hætti í skattkerfinu. Skatttekjur ríkissjóðs eru þegar að vaxa umtalsvert vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og það eru engin rök til þess að hækka þessar vörur sem bera krónutöluskatta sérstaklega umfram aðrar vörur,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI í tilkynningu. Hann segir hækkunina þar að auki byggja á veikum forsendum. Ríkið áætlar að hækkunin skili ríkissjóði 3,2 milljörðum króna. „Í fyrsta lagi fer hækkun á þessum gjöldum beint út í verðlag. Reikna má með að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% bara vegna þessarar hækkunar og eykur þannig verðbólgu sem því nemur og dregur úr kaupmætti. Verðbólga er einn þenslumælikvarði og þessi skattahækkun eykur á hana. Í öðru lagi er um að ræða viðbótarskattahækkun á vörur sem þegar bera mjög háa skatta svo sem áfengi, bensín og olíu. Áfengisskattar á Íslandi eru nú þegar með því hæsta sem þekkist í heiminum og hafa hækkað mun meira en almennt verðlag síðustu ár.“ Samtök iðnaðarins mótmæla því einnig að tryggingagjald skuli ekki lækkað líkt og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar 2016 kvað á um. Þá var samþykkt að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um hálft prósentustig á þessu ári, eitt og hálft á því næsta og sömuleiðis árið 2018. Í tilkynningu SI segir að tryggingagjald hafi verið lækkað á þessu ári um hálft prósentustig og fyrirheit um frekari lækkanir á næstu árum til að mæta auknu framlagi í lífeyrissjóði. „Sameiginlegur skilningur aðila var að gjaldið færi niður í 4,5% árið 2015. Samtökin leggja því mikla áherslu á að staðið verði við samkomulagið og tryggingagjald verði lækkað um 0,5% stig 1. júlí 2017 og aftur 1. júlí 2018,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira
Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega viðbótarsköttum og segja það ákaflega veika aðgerð að hækka eldsneytisgjöld til að draga úr þenslu. Þess í stað verði áhrifin auknar byrðar á fyrirtæki og heimili og að hækkunin fari beint út í verðlag. Þá mótmæla samtökin að tryggingagjald skuli ekki vera lækkað eins og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar kvað á um. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2,2 prósenta hækkun á krónutölusköttum og gjaldskrám. SI gera ekki athugasemd við það að halda raunsköttum óbreyttum. Hins vegar setja samtökin út á sérstaka 2,5 prósenta hækkun á bensín, áfengi og tóbak til að slá á þensluáhrif. „Ef ætlunin er að beita ríkisfjármálum með það að markmiði að draga úr þenslu væri árangursríkara að gera það á útgjaldahlið ríkisfjármála eða með almennum hætti í skattkerfinu. Skatttekjur ríkissjóðs eru þegar að vaxa umtalsvert vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og það eru engin rök til þess að hækka þessar vörur sem bera krónutöluskatta sérstaklega umfram aðrar vörur,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI í tilkynningu. Hann segir hækkunina þar að auki byggja á veikum forsendum. Ríkið áætlar að hækkunin skili ríkissjóði 3,2 milljörðum króna. „Í fyrsta lagi fer hækkun á þessum gjöldum beint út í verðlag. Reikna má með að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% bara vegna þessarar hækkunar og eykur þannig verðbólgu sem því nemur og dregur úr kaupmætti. Verðbólga er einn þenslumælikvarði og þessi skattahækkun eykur á hana. Í öðru lagi er um að ræða viðbótarskattahækkun á vörur sem þegar bera mjög háa skatta svo sem áfengi, bensín og olíu. Áfengisskattar á Íslandi eru nú þegar með því hæsta sem þekkist í heiminum og hafa hækkað mun meira en almennt verðlag síðustu ár.“ Samtök iðnaðarins mótmæla því einnig að tryggingagjald skuli ekki lækkað líkt og samkomulag stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í janúar 2016 kvað á um. Þá var samþykkt að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um hálft prósentustig á þessu ári, eitt og hálft á því næsta og sömuleiðis árið 2018. Í tilkynningu SI segir að tryggingagjald hafi verið lækkað á þessu ári um hálft prósentustig og fyrirheit um frekari lækkanir á næstu árum til að mæta auknu framlagi í lífeyrissjóði. „Sameiginlegur skilningur aðila var að gjaldið færi niður í 4,5% árið 2015. Samtökin leggja því mikla áherslu á að staðið verði við samkomulagið og tryggingagjald verði lækkað um 0,5% stig 1. júlí 2017 og aftur 1. júlí 2018,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira