Umfjöllun tífaldaðist eftir skráninguna Sæunn Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2016 15:00 Jim Carlson er framkvæmdastjóri sænska tæknifyrirtækisins Clavister. Vísir/Anton Brink Skráning á First North getur verið kostnaðarsöm, en þetta er ferli sem margborgar sig. Það er mat Jim Carlsson, framkvæmdastjóra sænska tæknifyrirtækisins Clavister. Carlsson hélt erindi á morgunverðarfundi Nasdaq Iceland, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Icelandic Startups þann 4. febrúar síðastliðinn. Þar fór hann yfir skráningu fyrirtækisins á First North, kosti og galla þess og lærdóminn sem hægt er að draga af skráningunni. Yfir 200 félög eru skráð á First North markaðinn, þar af voru 63 skráð í fyrra. First North virðist vera góður stökkpallur inn á Aðalmarkað, en frá árinu 2007 hafa 38 fyrirtæki færst yfir á Aðalmarkað. Einungis þrjú félög eru skráð á First North á Íslandi. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur ítrekað lýst yfir áhuga fyrir því að sjá fleiri skráningar á First North. Ákveðið var að skrá Clavister, sem stofnað var árið 1997, á markað árið 2014. Carlsson segir undirbúningsferlið hafa tekið sex til níu mánuði. Hann segir að ef eitthvað er hefði hann viljað skrá fyrirtækið á markaðinn fyrr. Að mati Carlssons eru kostir og gallar við skráningu. Hann segir það erfiðasta við að vera skráð félag að geta ekki sagt frá því sem fyrirtækið er að gera. Skráning flæki samskipti bæði innan og utan dyra hjá fyrirtækinu. Aukinn kostnaður hafi líka áhrif.Jim Carlsson segir bæði kosti og galla við skráningu á First North, hans reynsla er þó mjög jákvæð.Vísir/Anton Brink„Það margborgaði sig þó fyrir okkur að skrá okkur á First North,“ segir Carlsson. Hann bendir til að mynda á að tíu sinnum meiri umfjöllun sé um fyrirtækið í fjölmiðlum eftir skráningu. Auk þess auðveldi skráning það að ná sér í fjármagn og byggi upp traust í kringum vörumerkið. Carlsson segir skráningu líka auðvelda það að ná í og halda í góða starfsmenn. Carlsson segist hafa verið hissa á þeim fjölda sænskra fyrirtækja sem hafa verið skráð á markaðinn síðustu tíu ár. „Ég held að aukinn sýnileiki sé ein ástæða þess að Svíar sæki inn á markaðinn, aukin fjölmiðlaumfjöllun er markaðsvél fyrir okkur.“ Carlsson mælir með að þeir sem séu að huga að skráningu hitti forsvarsmenn fyrirtækja sem hafa skráð sig áður á markað og spyrji þá hvað þeir myndu gera öðruvísi. Clavister gerði þetta og lærði mikið af því. Einn lærdómur sem Clavister dró af skráningarferlinu var að mikilvægt væri að allt fyrirtækið tæki þátt á fyrstu stigum skráningar. „Við vorum einungis með tíu manns í því, því hefði ég breytt.“ Clavister stefnir nú á skráningu á Aðalmarkað á þriðja eða fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það ferli tekur svipaðan tíma og skráning á First North. Carlsson segir að hann myndi hiklaust fara í gegnum skráningarferlið á First North aftur og hvetur fleiri fyrirtæki til að nýta sér þennan fjármögnunarkost. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Skráning á First North getur verið kostnaðarsöm, en þetta er ferli sem margborgar sig. Það er mat Jim Carlsson, framkvæmdastjóra sænska tæknifyrirtækisins Clavister. Carlsson hélt erindi á morgunverðarfundi Nasdaq Iceland, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Icelandic Startups þann 4. febrúar síðastliðinn. Þar fór hann yfir skráningu fyrirtækisins á First North, kosti og galla þess og lærdóminn sem hægt er að draga af skráningunni. Yfir 200 félög eru skráð á First North markaðinn, þar af voru 63 skráð í fyrra. First North virðist vera góður stökkpallur inn á Aðalmarkað, en frá árinu 2007 hafa 38 fyrirtæki færst yfir á Aðalmarkað. Einungis þrjú félög eru skráð á First North á Íslandi. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur ítrekað lýst yfir áhuga fyrir því að sjá fleiri skráningar á First North. Ákveðið var að skrá Clavister, sem stofnað var árið 1997, á markað árið 2014. Carlsson segir undirbúningsferlið hafa tekið sex til níu mánuði. Hann segir að ef eitthvað er hefði hann viljað skrá fyrirtækið á markaðinn fyrr. Að mati Carlssons eru kostir og gallar við skráningu. Hann segir það erfiðasta við að vera skráð félag að geta ekki sagt frá því sem fyrirtækið er að gera. Skráning flæki samskipti bæði innan og utan dyra hjá fyrirtækinu. Aukinn kostnaður hafi líka áhrif.Jim Carlsson segir bæði kosti og galla við skráningu á First North, hans reynsla er þó mjög jákvæð.Vísir/Anton Brink„Það margborgaði sig þó fyrir okkur að skrá okkur á First North,“ segir Carlsson. Hann bendir til að mynda á að tíu sinnum meiri umfjöllun sé um fyrirtækið í fjölmiðlum eftir skráningu. Auk þess auðveldi skráning það að ná sér í fjármagn og byggi upp traust í kringum vörumerkið. Carlsson segir skráningu líka auðvelda það að ná í og halda í góða starfsmenn. Carlsson segist hafa verið hissa á þeim fjölda sænskra fyrirtækja sem hafa verið skráð á markaðinn síðustu tíu ár. „Ég held að aukinn sýnileiki sé ein ástæða þess að Svíar sæki inn á markaðinn, aukin fjölmiðlaumfjöllun er markaðsvél fyrir okkur.“ Carlsson mælir með að þeir sem séu að huga að skráningu hitti forsvarsmenn fyrirtækja sem hafa skráð sig áður á markað og spyrji þá hvað þeir myndu gera öðruvísi. Clavister gerði þetta og lærði mikið af því. Einn lærdómur sem Clavister dró af skráningarferlinu var að mikilvægt væri að allt fyrirtækið tæki þátt á fyrstu stigum skráningar. „Við vorum einungis með tíu manns í því, því hefði ég breytt.“ Clavister stefnir nú á skráningu á Aðalmarkað á þriðja eða fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það ferli tekur svipaðan tíma og skráning á First North. Carlsson segir að hann myndi hiklaust fara í gegnum skráningarferlið á First North aftur og hvetur fleiri fyrirtæki til að nýta sér þennan fjármögnunarkost.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira