Listmenntun Sigrún Hrólfsdóttir skrifar 17. október 2016 00:00 Í ávarpi sínu á Háskóladeginum þann 5. mars síðastliðinn hvatti menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, nemendur til þess að læra það sem þeir hefðu áhuga á. Ég get tekið undir þessi orð ráðherrans og tel að þetta sé lykilatriði. Því eins og hann sagði, þá er líklegt að maður nái árangri í því sem maður brennur fyrir. Og sem betur fer erum við ekki öll eins og margir vilja verða listamenn. Það ríka menningarsamfélag sem þrífst hér í fámenninu á kletti í Norður-Atlantshafi er ekki síst tilkomið vegna þess að við höfum ákveðið að fjárfesta í menntun á fjölbreyttu sviði. Sem þjóð höfum við tekið þá ákvörðun að það sé heillavænlegt að styðja ungt fólk í því að mennta sig í því sem hugur þeirra stendur til. Burtséð frá því hvort námið sé ávísun á há laun síðar á ævinni eða ekki. Það er því mikilvægt að bjóða upp á sem flesta möguleika og að jafnrétti ríki milli námsgreina og háskóla. Svo er ekki í dag. Aðsókn að Listaháskólanum er mikil og mun færri en vilja fá inngöngu í skólann á ári hverju. Það er erfiðara að komast inn í Listaháskólann en nokkurn annan háskóla á Íslandi. En auk þess að berjast um sæti við skólann, búa þeir nemendur sem vilja stunda listnám á Íslandi við það að þurfa að greiða há skólagjöld og hafa ekki aðra kosti. Skólagjöld við skólann eru nú 490.000 kr. ári í bakkalárnámi, samanborið við 75.000 kr. skrásetningargjald í Háskóla Íslands. Listaháskólinn býr auk þess við það ójafnræði að fá langtum rýrari fjárveitingu til rannsókna en aðrir háskólar á Íslandi. Til samanburðar má nefna að hlutfall rannsókna af heildarframlagi ríkisins var 5,7% hjá Listaháskóla Íslands árið 2015, þegar hlutfallið var 37,8% hjá Háskóla Íslands og 42,8% hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Auk þess er skólinn starfræktur á fjórum stöðum í borginni, í bráðabirgðahúsnæði í mismunandi ásigkomulagi með tilheyrandi fjárhagslegu óhagræði og tímasóun fyrir nemendur og kennara.Ójafnréttið verði leiðrétt Þetta er sláandi í ljósi þess að ráðherra sjálfur og ríkisstjórnin, sem og alþjóðlegar stofnanir, hafa löngu áttað sig á því að efla þarf þátt hinna skapandi greina innan skólakerfisins til þess að mæta þeim breyttu aðstæðum sem ríkja í heiminum í dag og framtíðin ber í skauti sér. Skapandi hugsun, gagnrýnin hugsun, mannleg samskipti, tilfinningagreind, það að geta tekið ákvarðanir, unnið úr vandamálum og brugðist hratt við nýjum aðstæðum, eru meðal þeirra þátta sem taldir eru vera hvað mikilvægastir í menntun komandi kynslóða. Alla þessa þætti þroska nemendur í listum með sér í ríkum mæli, samhliða því að dýpka skilning sinn á hinum mismunandi miðlum og aðferðum til tjáningar og sköpunar. Í aðdraganda kosninga er því nauðsynlegt að huga að því hver sé stefna þeirra sem ætla sér að setjast í ríkisstjórn, í mennta- og menningarmálum. Þar eru málefni Listaháskóla Íslands stór þáttur. Því er það krafa okkar sem vinnum að þessum málum að komandi ríkisstjórn leiðrétti það ójafnrétti sem nemendur í listum búa við í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ávarpi sínu á Háskóladeginum þann 5. mars síðastliðinn hvatti menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, nemendur til þess að læra það sem þeir hefðu áhuga á. Ég get tekið undir þessi orð ráðherrans og tel að þetta sé lykilatriði. Því eins og hann sagði, þá er líklegt að maður nái árangri í því sem maður brennur fyrir. Og sem betur fer erum við ekki öll eins og margir vilja verða listamenn. Það ríka menningarsamfélag sem þrífst hér í fámenninu á kletti í Norður-Atlantshafi er ekki síst tilkomið vegna þess að við höfum ákveðið að fjárfesta í menntun á fjölbreyttu sviði. Sem þjóð höfum við tekið þá ákvörðun að það sé heillavænlegt að styðja ungt fólk í því að mennta sig í því sem hugur þeirra stendur til. Burtséð frá því hvort námið sé ávísun á há laun síðar á ævinni eða ekki. Það er því mikilvægt að bjóða upp á sem flesta möguleika og að jafnrétti ríki milli námsgreina og háskóla. Svo er ekki í dag. Aðsókn að Listaháskólanum er mikil og mun færri en vilja fá inngöngu í skólann á ári hverju. Það er erfiðara að komast inn í Listaháskólann en nokkurn annan háskóla á Íslandi. En auk þess að berjast um sæti við skólann, búa þeir nemendur sem vilja stunda listnám á Íslandi við það að þurfa að greiða há skólagjöld og hafa ekki aðra kosti. Skólagjöld við skólann eru nú 490.000 kr. ári í bakkalárnámi, samanborið við 75.000 kr. skrásetningargjald í Háskóla Íslands. Listaháskólinn býr auk þess við það ójafnræði að fá langtum rýrari fjárveitingu til rannsókna en aðrir háskólar á Íslandi. Til samanburðar má nefna að hlutfall rannsókna af heildarframlagi ríkisins var 5,7% hjá Listaháskóla Íslands árið 2015, þegar hlutfallið var 37,8% hjá Háskóla Íslands og 42,8% hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Auk þess er skólinn starfræktur á fjórum stöðum í borginni, í bráðabirgðahúsnæði í mismunandi ásigkomulagi með tilheyrandi fjárhagslegu óhagræði og tímasóun fyrir nemendur og kennara.Ójafnréttið verði leiðrétt Þetta er sláandi í ljósi þess að ráðherra sjálfur og ríkisstjórnin, sem og alþjóðlegar stofnanir, hafa löngu áttað sig á því að efla þarf þátt hinna skapandi greina innan skólakerfisins til þess að mæta þeim breyttu aðstæðum sem ríkja í heiminum í dag og framtíðin ber í skauti sér. Skapandi hugsun, gagnrýnin hugsun, mannleg samskipti, tilfinningagreind, það að geta tekið ákvarðanir, unnið úr vandamálum og brugðist hratt við nýjum aðstæðum, eru meðal þeirra þátta sem taldir eru vera hvað mikilvægastir í menntun komandi kynslóða. Alla þessa þætti þroska nemendur í listum með sér í ríkum mæli, samhliða því að dýpka skilning sinn á hinum mismunandi miðlum og aðferðum til tjáningar og sköpunar. Í aðdraganda kosninga er því nauðsynlegt að huga að því hver sé stefna þeirra sem ætla sér að setjast í ríkisstjórn, í mennta- og menningarmálum. Þar eru málefni Listaháskóla Íslands stór þáttur. Því er það krafa okkar sem vinnum að þessum málum að komandi ríkisstjórn leiðrétti það ójafnrétti sem nemendur í listum búa við í landinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar