Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2016 16:03 Vísir/Ölgerðin Samkomulag hefur náðst um kaup á 69% hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Seljendur eru Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf., F-13 ehf og Lind ehf. Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. „Ölgerðin Egill Skallagrímsson er afar spennandi fyrirtæki og það er með mikilli tilhlökkun sem við bætumst í hóp eigenda félagsins. Ölgerðin, sem er í hópi öflugustu fyrirtækja landsins, hefur alla burði til að vaxa frekar og nýta þau sóknartækifæri sem til staðar eru á markaði,“ segir Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III. Núverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson og forstjóri félagsins, Andri Þór Guðmundsson eru ekki þátttakendur í sölunni og munu því áfram eiga stærsta einstaka hlutinn í félaginu í gegnum félag sitt, OA Eignarhaldsfélag ehf. Í kjölfar viðskiptanna stefna eigendur að því að auka hlutafé Ölgerðarinnar til að styðja við innri vaxtaráform félagsins. „Við fögnum nýjum aðilum í eigendahóp Ölgerðarinnar. Þetta er 103 ára gamalt fyrirtækisem er vel rekið og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna, með sterk vörumerki og mikil tækifæri, ekki síst á sviði útflutnings,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, í tilkynningu vegna málsins. Auður I, fagfjárfestasjóður í rekstri Virðingar, hefur farið fyrir stærsta hluthafa Ölgerðarinnar frá því árið 2010 þegar Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf. keypti hlut í félaginu. Félagið hefur nú selt allan sinn eignarhlut. „Auður I fjárfestingasjóður fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu hlut í Ölgerðinni fyrir sex árum en yfirlýst markmið frá upphafi var að selja eignarhlutinn á þessum tíma. Félagið hefur, á undanförnum árum, vaxið og styrkst mikið og ávöxtun af fjárfestingunni fyrir Auðar I sjóðinn og meðfjárfesta okkar hefur verið afar góð. Við göngum stolt frá þessu verkefni,“ segir Margit Robertet, framkvæmdastjóri framtakssjóðasviðs Virðingar. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hafði umsjón með söluferli Ölgerðarinnar fyrir hönd hluthafa og var ráðgjafi seljenda. BBA Legal veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Ráðgjafar kaupendahópsins í fyrrgreindu söluferli og í viðskiptunum voru Íslandsbanki og Lagahvoll. Stærsti hluthafi Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar er Auður I fagfjárfestasjóður með yfir 60% hlut. Samkvæmt ársreikningi frá 2015 eru aðrir eigendur ET sjón ehf, í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, og Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. F-13 er félag í eigu nokkurra lykilstjórnenda Ölgerðarinnar. Samkvæmt ársreikningi eiga Ólafur Kristófer Guðmundsson, Kristján Elvar Guðlaugsson, Friðjón Örn Hólmbertsson og Pétur Kristján Þorgrímsson fjórðungshlut hver. Lind er í eigu fyrrverandi aðaleigenda Ölgerðarinnar hjónanna Einars F. Kristinssonar og Ólafar Októsdóttur. Þau seldu megnið af hlut sínum í Ölgerðinni árið 2007 en Einar hefur setið í stjórn Ölgerðarinnar frá 2002. Þau hverfa nú endanlega frá rekstri Ölgerðarinnar með þessari sölu. Kaupsamningur sem nú hefur verið undirritaður er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um kaup á 69% hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Seljendur eru Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf., F-13 ehf og Lind ehf. Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. „Ölgerðin Egill Skallagrímsson er afar spennandi fyrirtæki og það er með mikilli tilhlökkun sem við bætumst í hóp eigenda félagsins. Ölgerðin, sem er í hópi öflugustu fyrirtækja landsins, hefur alla burði til að vaxa frekar og nýta þau sóknartækifæri sem til staðar eru á markaði,“ segir Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III. Núverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson og forstjóri félagsins, Andri Þór Guðmundsson eru ekki þátttakendur í sölunni og munu því áfram eiga stærsta einstaka hlutinn í félaginu í gegnum félag sitt, OA Eignarhaldsfélag ehf. Í kjölfar viðskiptanna stefna eigendur að því að auka hlutafé Ölgerðarinnar til að styðja við innri vaxtaráform félagsins. „Við fögnum nýjum aðilum í eigendahóp Ölgerðarinnar. Þetta er 103 ára gamalt fyrirtækisem er vel rekið og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna, með sterk vörumerki og mikil tækifæri, ekki síst á sviði útflutnings,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, í tilkynningu vegna málsins. Auður I, fagfjárfestasjóður í rekstri Virðingar, hefur farið fyrir stærsta hluthafa Ölgerðarinnar frá því árið 2010 þegar Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf. keypti hlut í félaginu. Félagið hefur nú selt allan sinn eignarhlut. „Auður I fjárfestingasjóður fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu hlut í Ölgerðinni fyrir sex árum en yfirlýst markmið frá upphafi var að selja eignarhlutinn á þessum tíma. Félagið hefur, á undanförnum árum, vaxið og styrkst mikið og ávöxtun af fjárfestingunni fyrir Auðar I sjóðinn og meðfjárfesta okkar hefur verið afar góð. Við göngum stolt frá þessu verkefni,“ segir Margit Robertet, framkvæmdastjóri framtakssjóðasviðs Virðingar. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hafði umsjón með söluferli Ölgerðarinnar fyrir hönd hluthafa og var ráðgjafi seljenda. BBA Legal veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Ráðgjafar kaupendahópsins í fyrrgreindu söluferli og í viðskiptunum voru Íslandsbanki og Lagahvoll. Stærsti hluthafi Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar er Auður I fagfjárfestasjóður með yfir 60% hlut. Samkvæmt ársreikningi frá 2015 eru aðrir eigendur ET sjón ehf, í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, og Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. F-13 er félag í eigu nokkurra lykilstjórnenda Ölgerðarinnar. Samkvæmt ársreikningi eiga Ólafur Kristófer Guðmundsson, Kristján Elvar Guðlaugsson, Friðjón Örn Hólmbertsson og Pétur Kristján Þorgrímsson fjórðungshlut hver. Lind er í eigu fyrrverandi aðaleigenda Ölgerðarinnar hjónanna Einars F. Kristinssonar og Ólafar Októsdóttur. Þau seldu megnið af hlut sínum í Ölgerðinni árið 2007 en Einar hefur setið í stjórn Ölgerðarinnar frá 2002. Þau hverfa nú endanlega frá rekstri Ölgerðarinnar með þessari sölu. Kaupsamningur sem nú hefur verið undirritaður er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent