Ekki von á niðurskurði í Reykjanesbæ: „Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 14:45 Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu. Vísir/GVA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur óskað eftir frekari fresti til að taka afstöðu til tillögu um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu enda hafi meirihlutinn ekki verið kosinn til þess að skera niður þjónustu við íbúa. Reykjanesbær hefur um langt skeið verið í viðræðum við kröfuhafa sína um mögulega niðurfærslu skulda en sveitarfélagið skuldar kröfuhöfum rúma 40 milljarða króna. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga veitti bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn en bæjarstjórn Reykjanesbæjar óskaði í síðasta mánuði eftir frest þar sem viðræður við kröfuhafa stæðu enn yfir. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að ekki sé von á niðurstöðu í þeim viðræðum í dag. Sveitarfélagið hafi aftur óskað eftir lengri fresti, eða fram í september. „Það hafa komið fram ýmis atriði í þessum viðræðum sem vert er að skoða betur. Við höfum þess vegna óskað eftir lengri fresti og við vonumst eftir að fá hann,“ segir Guðbrandur.Fyrst þið farið fram á lengri frest má þá gera ráð fyrir að þessar viðræður gangi ágætlega?„Við getum sagt að það hafi gefið okkur von núna að það sé möguleiki á að landa þessu án aðkomu fjárhagsstjórnar. Við viljum láta reyna á það til enda,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir sveitarfélagið nú vinna að svokallaðri aðlögunarskýrslu til eftirlitsnefndarinnar. Einnig sé unnið að fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið fyrir næsta ár, ekki sé gert ráð fyrir niðurskurði á þjónustu. „Við gerum ekki ráð fyrir því. Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana. Við vorum kosin til þess að gera eitthvað allt annað. Við erum að vinna samkvæmt því og þetta byggir á að við náum samkomulagi um einhversskonar niðurfærslu. Við ætlum að halda áfram að vinna á þeim nótum.“ Tengdar fréttir Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32 Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur óskað eftir frekari fresti til að taka afstöðu til tillögu um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu enda hafi meirihlutinn ekki verið kosinn til þess að skera niður þjónustu við íbúa. Reykjanesbær hefur um langt skeið verið í viðræðum við kröfuhafa sína um mögulega niðurfærslu skulda en sveitarfélagið skuldar kröfuhöfum rúma 40 milljarða króna. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga veitti bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn en bæjarstjórn Reykjanesbæjar óskaði í síðasta mánuði eftir frest þar sem viðræður við kröfuhafa stæðu enn yfir. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að ekki sé von á niðurstöðu í þeim viðræðum í dag. Sveitarfélagið hafi aftur óskað eftir lengri fresti, eða fram í september. „Það hafa komið fram ýmis atriði í þessum viðræðum sem vert er að skoða betur. Við höfum þess vegna óskað eftir lengri fresti og við vonumst eftir að fá hann,“ segir Guðbrandur.Fyrst þið farið fram á lengri frest má þá gera ráð fyrir að þessar viðræður gangi ágætlega?„Við getum sagt að það hafi gefið okkur von núna að það sé möguleiki á að landa þessu án aðkomu fjárhagsstjórnar. Við viljum láta reyna á það til enda,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir sveitarfélagið nú vinna að svokallaðri aðlögunarskýrslu til eftirlitsnefndarinnar. Einnig sé unnið að fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið fyrir næsta ár, ekki sé gert ráð fyrir niðurskurði á þjónustu. „Við gerum ekki ráð fyrir því. Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana. Við vorum kosin til þess að gera eitthvað allt annað. Við erum að vinna samkvæmt því og þetta byggir á að við náum samkomulagi um einhversskonar niðurfærslu. Við ætlum að halda áfram að vinna á þeim nótum.“
Tengdar fréttir Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32 Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32
Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56
Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15