Markmiðið að einfalda afstemmingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júní 2016 09:45 Þeir Rúnar Dór og Ingi Rafn eiga Stemmarann ásamt Deloitte og Pálma Ólafi sem er hér fyrir miðju. vísir/hanna Ný vefsíða Stemmarans fór í loftið í gær en Stemmarinn er afstemmingarhugbúnaður sem hefur verið í þróun allt frá árinu 2013. „Hugmyndin að verkefninu kviknaði árið 2013 og verkefnið hófst fyrir alvöru vorið 2014. Í febrúar 2015 kom svo fyrsta útgáfa af Stemmaranum út. Í kjölfarið hófst samstarf við Deloitte varðandi prófanir á forritinu með frekari þróun í huga,‟ segir Pálmi Ólafur Theódórsson, einn þeirra sem reka Stemmarann. Hann segir að vorið 2015 hafi önnur fyrirtæki svo smátt og smátt bæst í hóp þeirra notenda sem hjálpuðu til við þróun forritsins og formleg sala á hugbúnaðinum hafist i október sama ár. Pálmi segir að hugmyndin hafi verið sú að smíða afstemmingarhugbúnað sem sparar tíma við bókhaldsvinnslu hjá fyrirtækjum og skilar um leið áreiðanlegri niðurstöðu. Markmiðið var að færa afstemmingarvinnuna inn í nútímann og nýta tæknina til þess að hafa ferlið sjálfvirkara. „Í dag tíðkast að miklu leyti að stemma af í bókhaldi með því að strika út færslu á móti færslu á pappír. Slíkt er mjög tímafrekt auk þess sem töluverð villuhætta er fyrir hendi,‟ segir Pálmi. Pálmi bendir á að í fjölmörgum fyrirtækjum sé töluverðum kröftum og tíma eytt í afstemmingar, en Stemmarinn einfaldi þá vinnu. „Við erum að sjá klukkustunda vinnu með gömlu aðferðinni klárast á nokkrum mínútum,‟ segir Pálmi. Hann segir tugi fyrirtækja og stofnana vera ýmist í fastri áskrift eða á reynslutíma. Deloitte, sem er á meðal eigenda Stemmarans, er jafnframt stærsti notandinn en meðal notenda eru fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Nýjasti stóri notandi forritsins er N1 en nýir notendur bætast við í hverri viku. Auk Deloitte og Pálma Ólafs eru eigendur Stemmarans þeir Rúnar Dór Daníelsson endurskoðandi og Ingvi Rafn hugbúnaðarsérfræðingur. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Ný vefsíða Stemmarans fór í loftið í gær en Stemmarinn er afstemmingarhugbúnaður sem hefur verið í þróun allt frá árinu 2013. „Hugmyndin að verkefninu kviknaði árið 2013 og verkefnið hófst fyrir alvöru vorið 2014. Í febrúar 2015 kom svo fyrsta útgáfa af Stemmaranum út. Í kjölfarið hófst samstarf við Deloitte varðandi prófanir á forritinu með frekari þróun í huga,‟ segir Pálmi Ólafur Theódórsson, einn þeirra sem reka Stemmarann. Hann segir að vorið 2015 hafi önnur fyrirtæki svo smátt og smátt bæst í hóp þeirra notenda sem hjálpuðu til við þróun forritsins og formleg sala á hugbúnaðinum hafist i október sama ár. Pálmi segir að hugmyndin hafi verið sú að smíða afstemmingarhugbúnað sem sparar tíma við bókhaldsvinnslu hjá fyrirtækjum og skilar um leið áreiðanlegri niðurstöðu. Markmiðið var að færa afstemmingarvinnuna inn í nútímann og nýta tæknina til þess að hafa ferlið sjálfvirkara. „Í dag tíðkast að miklu leyti að stemma af í bókhaldi með því að strika út færslu á móti færslu á pappír. Slíkt er mjög tímafrekt auk þess sem töluverð villuhætta er fyrir hendi,‟ segir Pálmi. Pálmi bendir á að í fjölmörgum fyrirtækjum sé töluverðum kröftum og tíma eytt í afstemmingar, en Stemmarinn einfaldi þá vinnu. „Við erum að sjá klukkustunda vinnu með gömlu aðferðinni klárast á nokkrum mínútum,‟ segir Pálmi. Hann segir tugi fyrirtækja og stofnana vera ýmist í fastri áskrift eða á reynslutíma. Deloitte, sem er á meðal eigenda Stemmarans, er jafnframt stærsti notandinn en meðal notenda eru fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Nýjasti stóri notandi forritsins er N1 en nýir notendur bætast við í hverri viku. Auk Deloitte og Pálma Ólafs eru eigendur Stemmarans þeir Rúnar Dór Daníelsson endurskoðandi og Ingvi Rafn hugbúnaðarsérfræðingur.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira