Spáir velsæld heimila í kraftmiklum hagvexti Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2016 18:45 Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent