Spáir velsæld heimila í kraftmiklum hagvexti Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2016 18:45 Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira