Spáir velsæld heimila í kraftmiklum hagvexti Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2016 18:45 Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Það er brostið á með bullandi góðæri. Þetta er sú mynd sem birtist í spá Alþýðusambands Íslands í dag en þar gert ráð fyrir kraftmiklum vexti einkaneyslu á næstu árum vegna bættrar fjárhagsstöðu heimilanna. Vísbendingar um að við værum komin út úr hruninu hafa ekki farið framhjá landsmönnum. Svo skörp hafa umskiptin yfir í góðærið hins vegar verið að Alþýðusamband Íslands þarf að nefna árið 2007 til að finna dæmi um annað eins. Uppgangur ferðaþjónustunnar er helsta ástæða þessa viðsnúnings, að mati ASÍ, sem spáir nærri fimm prósenta hagvexti í ár, og 3,8 prósent hagvexti að jafnaði næstu tvö árin. Verðbólgu er spáð lágri í ár en, þó að hún hækki síðan, fari hún ekki yfir 3,1 prósent næstu tvö ár. Stóru tíðindin eru þó kraftmikill vöxtur einkaneyslu; sex prósent í ár, fjögur prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2018. „Kaupmáttur heimilanna hefur auðvitað vaxið mikið. Já, þetta er mjög kraftmikill vöxtur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það jákvæða er að hann virðist byggður á traustum grunni: „Enn sem komið er byggir hann á bættri fjárhagsstöðu. Við sjáum ekki enn merki um að skuldsetning sé að aukast. Það eru auðvitað hættumerkin sem við þurfum að horfa eftir á næstu árum; að þetta verði ekki skuldadrifin einkaneysla, eins og við þekkjum frá fyrri tíð.“Alþýðusamband Íslands óttast að ekki verði nægilega mikið byggt af íbúðum til að slá á hækkun fasteignaverðs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Alþýðusambandið hefur áhyggjur af því að sumir hópar verði útundan. Staða fólks á leigumarkaði sé þannig mjög þröng. Þá séu horfur á að ekki verði nægilega byggt af nýjum íbúðum til að slá á hækkun á fasteignaverði. Henný segir að þessari stöðu fylgi miklar áskoranir; að tryggja það að hagstjórn næstu ára viðhaldi efnahagslegum stöðugleika. Það sé ekki lítið verkefni. „Og ekki bara efnahagslegum stöðugleika heldur líka réttlátri og sanngjarnri skiptingu þessarar velsældar sem við erum að sjá fram á. Það skiptir ekki síður máli þannig að það fái allir sinn skerf af kökunni,“ segir hagfræðingur ASÍ.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira