Liv maður ársins hjá Frjálsri verslun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2016 13:44 Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2016 hjá Frjálsri verslun. Afar fróðlegt og yfirgripsmikið viðtal er við hana í áramótablaði Frjálsrar verslunar. Frjáls Verslun Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2016, að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Liv hefur á tíu árum byggt Nova úr engu í að verða um 16 milljarða króna virði. Verðlaunin verða afhent formlega í dag í veislu sem Frjáls verslun heldur Liv til heiðurs. Svo segir í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, hlaut verðlaunin í fyrra og athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson á Siglufirði árið áður. Í mati dómnefndar kemur fram að Liv hljóti þennan heiður fyrir stórhug, uppbyggingu á stórfyrirtæki frá grunni, útsjónarsemi, áræði við að brjóta upp fákeppni og framúrskarandi hæfileika í stjórnun sem kristallast í liðsheild, gleði og samhug starfsmanna og hafa gert Nova að verðmætu og eftirsóknarverðu fyrirtæki meðal fjárfesta. Að neðan má sjá tilkynninguna frá Frjálsri verslun Það var mikil viðurkenning fyrir Liv og starfsmenn Nova þegar bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors keypti hlut Novator í Nova í október fyrir um 16 milljarða króna. Það skal áréttað að salan er ekki að fullu gengin í gegn. Tekjur Nova verða um 8,4 milljarðar króna á árinu og hafa næstum sjöfaldast frá 2008. Hagnaður þessa árs er á annan milljarð – en félagið hefur notið samfellds hagnaðar sex ár í röð.Nova hefur 15% markaðshlutdeild á fjarskiptamarkaði en um 35% hlut á farsímamarkaði. Viðskiptavinir Nova eru yfir 150 þúsund. Nova hefur til þessa aðeins starfað á farsímamarkaði en tekur núna skrefið inn á netmarkaðinn með ljósleiðaraþjónustu. Félagið tók þátt í snjallvæðingu farsímans á Íslandi með því að leiða uppbyggingu 3G- og 4G-þjónustu. Núna er stefnan sett á að snjallvæða heimilin en sífellt fleiri tæki á heimilum verða nettengd í framtíðinni. Þetta er í 29. sinn sem Frjáls verslun stendur að þessari útnefningu og eru þetta elstu verðlaun í viðskiptalífinu á Íslandi. Á Liv hafa hlaðist verðlaun á undanförnum árum. Hún hefur verið valin markaðsmaður ársins, fengið FKA-viðurkenninguna, viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og núna bætist stóra rósin í hnappagatið; maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi hjá Frjálsri verslun. Að auki hefur Nova mælst með ánægðustu viðskiptavinina á farsímamarkaði sjö ár í röð, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, og Nova hefur tvisvar verið valið markaðsfyrirtæki ársins. Gleðin er kjarninn í Nova og er henni beitt sem samkeppnisvopni. Lagt er upp úr því að bæði starfsmenn og viðskiptavinir séu ánægðir. Liv hefur tekist einstaklega vel að byggja upp liðsheild og samhug starfsmanna. Alls 137 stöðugildi eru hjá Nova, þar af um 70 í sölu og þjónustu við viðskiptavini. Liv er í yfirgripsmiklu viðtali í áramótablaði Frjálsrar verslunar og þar kemur fram að hún þakkar það samstarfsfólki sínu að vera valin maður ársins í atvinnulífinu hjá Frjálsri verslun. Hún segir að þetta sé fyrst og fremst viðurkenning fyrir starfsmenn Nova. Einn nánasti samstarfsmaður hennar við uppbyggingu Nova – og sá sem hóf reksturinn með henni í upphafi árið 2006; Jóakim Reynisson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Nova, lýsir Liv þannig að hún sé einstaklega fær í að sjá stóru myndina. Beðinn að lýsa Liv í sex orðum segir hann: „Skemmtileg, hugmyndarík, kappsfull, lausnamiðuð, vinnusöm og mjög félagslynd.“ Eiginmaður Liv er Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri hjá Lýsingu, og eru börn þeirra fjögur. Fyrir átti Sverrir tvö og Liv eitt. Saman eiga þau Sverri Konráð, tólf ára. Verðlaunin verða afhent formlega í dag, 29. desember, kl. 16:00 á Radisson Blu Sögu, í veislu sem Frjáls verslun heldur Liv til heiðurs. Fréttir ársins 2016 Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Grímur maður ársins hjá Frjálsri verslun Grímur Sæmundsson forstjóri Bláa Lónsins hefur verið valinn maður ársins af dómnefn Frjálsrar verslunnar. 30. desember 2013 16:23 Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. 29. desember 2015 11:31 Róbert maður ársins hjá Frjálsri verslun Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. 29. desember 2014 10:48 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Sjá meira
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2016, að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Liv hefur á tíu árum byggt Nova úr engu í að verða um 16 milljarða króna virði. Verðlaunin verða afhent formlega í dag í veislu sem Frjáls verslun heldur Liv til heiðurs. Svo segir í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, hlaut verðlaunin í fyrra og athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson á Siglufirði árið áður. Í mati dómnefndar kemur fram að Liv hljóti þennan heiður fyrir stórhug, uppbyggingu á stórfyrirtæki frá grunni, útsjónarsemi, áræði við að brjóta upp fákeppni og framúrskarandi hæfileika í stjórnun sem kristallast í liðsheild, gleði og samhug starfsmanna og hafa gert Nova að verðmætu og eftirsóknarverðu fyrirtæki meðal fjárfesta. Að neðan má sjá tilkynninguna frá Frjálsri verslun Það var mikil viðurkenning fyrir Liv og starfsmenn Nova þegar bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors keypti hlut Novator í Nova í október fyrir um 16 milljarða króna. Það skal áréttað að salan er ekki að fullu gengin í gegn. Tekjur Nova verða um 8,4 milljarðar króna á árinu og hafa næstum sjöfaldast frá 2008. Hagnaður þessa árs er á annan milljarð – en félagið hefur notið samfellds hagnaðar sex ár í röð.Nova hefur 15% markaðshlutdeild á fjarskiptamarkaði en um 35% hlut á farsímamarkaði. Viðskiptavinir Nova eru yfir 150 þúsund. Nova hefur til þessa aðeins starfað á farsímamarkaði en tekur núna skrefið inn á netmarkaðinn með ljósleiðaraþjónustu. Félagið tók þátt í snjallvæðingu farsímans á Íslandi með því að leiða uppbyggingu 3G- og 4G-þjónustu. Núna er stefnan sett á að snjallvæða heimilin en sífellt fleiri tæki á heimilum verða nettengd í framtíðinni. Þetta er í 29. sinn sem Frjáls verslun stendur að þessari útnefningu og eru þetta elstu verðlaun í viðskiptalífinu á Íslandi. Á Liv hafa hlaðist verðlaun á undanförnum árum. Hún hefur verið valin markaðsmaður ársins, fengið FKA-viðurkenninguna, viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og núna bætist stóra rósin í hnappagatið; maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi hjá Frjálsri verslun. Að auki hefur Nova mælst með ánægðustu viðskiptavinina á farsímamarkaði sjö ár í röð, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, og Nova hefur tvisvar verið valið markaðsfyrirtæki ársins. Gleðin er kjarninn í Nova og er henni beitt sem samkeppnisvopni. Lagt er upp úr því að bæði starfsmenn og viðskiptavinir séu ánægðir. Liv hefur tekist einstaklega vel að byggja upp liðsheild og samhug starfsmanna. Alls 137 stöðugildi eru hjá Nova, þar af um 70 í sölu og þjónustu við viðskiptavini. Liv er í yfirgripsmiklu viðtali í áramótablaði Frjálsrar verslunar og þar kemur fram að hún þakkar það samstarfsfólki sínu að vera valin maður ársins í atvinnulífinu hjá Frjálsri verslun. Hún segir að þetta sé fyrst og fremst viðurkenning fyrir starfsmenn Nova. Einn nánasti samstarfsmaður hennar við uppbyggingu Nova – og sá sem hóf reksturinn með henni í upphafi árið 2006; Jóakim Reynisson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Nova, lýsir Liv þannig að hún sé einstaklega fær í að sjá stóru myndina. Beðinn að lýsa Liv í sex orðum segir hann: „Skemmtileg, hugmyndarík, kappsfull, lausnamiðuð, vinnusöm og mjög félagslynd.“ Eiginmaður Liv er Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri hjá Lýsingu, og eru börn þeirra fjögur. Fyrir átti Sverrir tvö og Liv eitt. Saman eiga þau Sverri Konráð, tólf ára. Verðlaunin verða afhent formlega í dag, 29. desember, kl. 16:00 á Radisson Blu Sögu, í veislu sem Frjáls verslun heldur Liv til heiðurs.
Fréttir ársins 2016 Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Grímur maður ársins hjá Frjálsri verslun Grímur Sæmundsson forstjóri Bláa Lónsins hefur verið valinn maður ársins af dómnefn Frjálsrar verslunnar. 30. desember 2013 16:23 Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. 29. desember 2015 11:31 Róbert maður ársins hjá Frjálsri verslun Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. 29. desember 2014 10:48 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Sjá meira
Grímur maður ársins hjá Frjálsri verslun Grímur Sæmundsson forstjóri Bláa Lónsins hefur verið valinn maður ársins af dómnefn Frjálsrar verslunnar. 30. desember 2013 16:23
Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. 29. desember 2015 11:31
Róbert maður ársins hjá Frjálsri verslun Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. 29. desember 2014 10:48