Foreldrar vaknið! Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Nú berjast grunnskólakennarar, enn einu sinni, með kjafti og klóm fyrir framtíð íslensks menntakerfis. Staðan nú er alvarlegri en áður þegar kjarabarátta kennara er annars vegar. Í dag er að duga eða drepast. Í dag þurfa sveitarfélögin að koma hreint fram og viðurkenna opinberlega að grunnskólakennarar og grunnskólanemendur hafi verið sviknir illilega af þeim sjálfum hvað alla þætti starfsumhverfis þeirra varðar. Sveitarfélögin, með aðstoð ríkis, hafa komið grunnskólum landsins, nemendum og grunnskólakennurum í þá stöðu sem nú er uppi á teningnum. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju grunnskólakennarar eru verðugir hærri launa. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju meðalaldur kennara í grunnskólum landsins sé um fimmtugt. Ég ætla ekki að tíunda það kerfisbundna niðurbrot sem átt hefur sér stað í grunnskólunum undanfarna áratugi undir því eina yfirskini: hagræðing.Foreldrar geri kröfur Ég biðla til foreldra. Foreldrar vaknið! Látið í ykkur heyra. Verið reið. Verið sýnileg. Verið málefnaleg. Krefjist þess að ekki sé brotið á rétti barna ykkar daglega. Krefjist þess að börnin ykkar mæti fagfólki og sérfræðingum daglega þau 10 ár sem þau eru í grunnskólanum, lungann úr degi hverjum. Krefjist þess að barnið ykkar fái tækifæri til að nema á eigin forsendum, á fjölbreyttan máta, í öruggu umhverfi stýrðu af sérfræðingum í málefnum þeirra. Gerið þá kröfu að sveigjanleiki eigi sér stað í kerfi sem annars er hugsað út frá Excel-skjölum og formfestu sem á við engin rök að styðjast þegar um lifandi verur er að ræða. Hvenær hafa börnin ykkar passað inn í Excel-skjal? Ég elska Excel. Ekki misskilja mig. Það er dásamlegt töfratæki. Ég myndi þó seint láta það ala upp börnin mín. Ég hef séð hvað röng manneskja á vinnustaðnum grunnskóli getur gert mikinn skaða á stuttum tíma. Örstuttum. Einnar setningar stuttum tíma. Skaði sem ekki er svo auðveldlega lagaður. Við erum ekki að kljást við skjöl og pappíra og tölur. Við vinnum með framtíðina. Við vinnum með börn sem eru að þroskast og þurfa leiðsögn. Þau þurfa ramma, þau þurfa skilning, þau þurfa umhyggju. Þau þurfa fagmennsku og virðingu. Ég óttast framtíð grunnskólans ef sveitarfélögin bregðast ekki við skýlausri kröfu grunnskólakennara um laun sem hæfa menntun, álagi og ábyrgð. Ég óttast framtíðina sem nálgast óðfluga. Framtíðina þar sem hæfasti maðurinn í starfið verði sá sem sótti um.Höfundur er móðir leikskóla- og grunnskólabarna í Reykjavík, menntaður grunnskólakennari og nemi í mannauðsstjórnun á meistarastigi við Háskóla Íslands. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú berjast grunnskólakennarar, enn einu sinni, með kjafti og klóm fyrir framtíð íslensks menntakerfis. Staðan nú er alvarlegri en áður þegar kjarabarátta kennara er annars vegar. Í dag er að duga eða drepast. Í dag þurfa sveitarfélögin að koma hreint fram og viðurkenna opinberlega að grunnskólakennarar og grunnskólanemendur hafi verið sviknir illilega af þeim sjálfum hvað alla þætti starfsumhverfis þeirra varðar. Sveitarfélögin, með aðstoð ríkis, hafa komið grunnskólum landsins, nemendum og grunnskólakennurum í þá stöðu sem nú er uppi á teningnum. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju grunnskólakennarar eru verðugir hærri launa. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju meðalaldur kennara í grunnskólum landsins sé um fimmtugt. Ég ætla ekki að tíunda það kerfisbundna niðurbrot sem átt hefur sér stað í grunnskólunum undanfarna áratugi undir því eina yfirskini: hagræðing.Foreldrar geri kröfur Ég biðla til foreldra. Foreldrar vaknið! Látið í ykkur heyra. Verið reið. Verið sýnileg. Verið málefnaleg. Krefjist þess að ekki sé brotið á rétti barna ykkar daglega. Krefjist þess að börnin ykkar mæti fagfólki og sérfræðingum daglega þau 10 ár sem þau eru í grunnskólanum, lungann úr degi hverjum. Krefjist þess að barnið ykkar fái tækifæri til að nema á eigin forsendum, á fjölbreyttan máta, í öruggu umhverfi stýrðu af sérfræðingum í málefnum þeirra. Gerið þá kröfu að sveigjanleiki eigi sér stað í kerfi sem annars er hugsað út frá Excel-skjölum og formfestu sem á við engin rök að styðjast þegar um lifandi verur er að ræða. Hvenær hafa börnin ykkar passað inn í Excel-skjal? Ég elska Excel. Ekki misskilja mig. Það er dásamlegt töfratæki. Ég myndi þó seint láta það ala upp börnin mín. Ég hef séð hvað röng manneskja á vinnustaðnum grunnskóli getur gert mikinn skaða á stuttum tíma. Örstuttum. Einnar setningar stuttum tíma. Skaði sem ekki er svo auðveldlega lagaður. Við erum ekki að kljást við skjöl og pappíra og tölur. Við vinnum með framtíðina. Við vinnum með börn sem eru að þroskast og þurfa leiðsögn. Þau þurfa ramma, þau þurfa skilning, þau þurfa umhyggju. Þau þurfa fagmennsku og virðingu. Ég óttast framtíð grunnskólans ef sveitarfélögin bregðast ekki við skýlausri kröfu grunnskólakennara um laun sem hæfa menntun, álagi og ábyrgð. Ég óttast framtíðina sem nálgast óðfluga. Framtíðina þar sem hæfasti maðurinn í starfið verði sá sem sótti um.Höfundur er móðir leikskóla- og grunnskólabarna í Reykjavík, menntaður grunnskólakennari og nemi í mannauðsstjórnun á meistarastigi við Háskóla Íslands. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun