Foreldrar vaknið! Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Nú berjast grunnskólakennarar, enn einu sinni, með kjafti og klóm fyrir framtíð íslensks menntakerfis. Staðan nú er alvarlegri en áður þegar kjarabarátta kennara er annars vegar. Í dag er að duga eða drepast. Í dag þurfa sveitarfélögin að koma hreint fram og viðurkenna opinberlega að grunnskólakennarar og grunnskólanemendur hafi verið sviknir illilega af þeim sjálfum hvað alla þætti starfsumhverfis þeirra varðar. Sveitarfélögin, með aðstoð ríkis, hafa komið grunnskólum landsins, nemendum og grunnskólakennurum í þá stöðu sem nú er uppi á teningnum. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju grunnskólakennarar eru verðugir hærri launa. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju meðalaldur kennara í grunnskólum landsins sé um fimmtugt. Ég ætla ekki að tíunda það kerfisbundna niðurbrot sem átt hefur sér stað í grunnskólunum undanfarna áratugi undir því eina yfirskini: hagræðing.Foreldrar geri kröfur Ég biðla til foreldra. Foreldrar vaknið! Látið í ykkur heyra. Verið reið. Verið sýnileg. Verið málefnaleg. Krefjist þess að ekki sé brotið á rétti barna ykkar daglega. Krefjist þess að börnin ykkar mæti fagfólki og sérfræðingum daglega þau 10 ár sem þau eru í grunnskólanum, lungann úr degi hverjum. Krefjist þess að barnið ykkar fái tækifæri til að nema á eigin forsendum, á fjölbreyttan máta, í öruggu umhverfi stýrðu af sérfræðingum í málefnum þeirra. Gerið þá kröfu að sveigjanleiki eigi sér stað í kerfi sem annars er hugsað út frá Excel-skjölum og formfestu sem á við engin rök að styðjast þegar um lifandi verur er að ræða. Hvenær hafa börnin ykkar passað inn í Excel-skjal? Ég elska Excel. Ekki misskilja mig. Það er dásamlegt töfratæki. Ég myndi þó seint láta það ala upp börnin mín. Ég hef séð hvað röng manneskja á vinnustaðnum grunnskóli getur gert mikinn skaða á stuttum tíma. Örstuttum. Einnar setningar stuttum tíma. Skaði sem ekki er svo auðveldlega lagaður. Við erum ekki að kljást við skjöl og pappíra og tölur. Við vinnum með framtíðina. Við vinnum með börn sem eru að þroskast og þurfa leiðsögn. Þau þurfa ramma, þau þurfa skilning, þau þurfa umhyggju. Þau þurfa fagmennsku og virðingu. Ég óttast framtíð grunnskólans ef sveitarfélögin bregðast ekki við skýlausri kröfu grunnskólakennara um laun sem hæfa menntun, álagi og ábyrgð. Ég óttast framtíðina sem nálgast óðfluga. Framtíðina þar sem hæfasti maðurinn í starfið verði sá sem sótti um.Höfundur er móðir leikskóla- og grunnskólabarna í Reykjavík, menntaður grunnskólakennari og nemi í mannauðsstjórnun á meistarastigi við Háskóla Íslands. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú berjast grunnskólakennarar, enn einu sinni, með kjafti og klóm fyrir framtíð íslensks menntakerfis. Staðan nú er alvarlegri en áður þegar kjarabarátta kennara er annars vegar. Í dag er að duga eða drepast. Í dag þurfa sveitarfélögin að koma hreint fram og viðurkenna opinberlega að grunnskólakennarar og grunnskólanemendur hafi verið sviknir illilega af þeim sjálfum hvað alla þætti starfsumhverfis þeirra varðar. Sveitarfélögin, með aðstoð ríkis, hafa komið grunnskólum landsins, nemendum og grunnskólakennurum í þá stöðu sem nú er uppi á teningnum. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju grunnskólakennarar eru verðugir hærri launa. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju meðalaldur kennara í grunnskólum landsins sé um fimmtugt. Ég ætla ekki að tíunda það kerfisbundna niðurbrot sem átt hefur sér stað í grunnskólunum undanfarna áratugi undir því eina yfirskini: hagræðing.Foreldrar geri kröfur Ég biðla til foreldra. Foreldrar vaknið! Látið í ykkur heyra. Verið reið. Verið sýnileg. Verið málefnaleg. Krefjist þess að ekki sé brotið á rétti barna ykkar daglega. Krefjist þess að börnin ykkar mæti fagfólki og sérfræðingum daglega þau 10 ár sem þau eru í grunnskólanum, lungann úr degi hverjum. Krefjist þess að barnið ykkar fái tækifæri til að nema á eigin forsendum, á fjölbreyttan máta, í öruggu umhverfi stýrðu af sérfræðingum í málefnum þeirra. Gerið þá kröfu að sveigjanleiki eigi sér stað í kerfi sem annars er hugsað út frá Excel-skjölum og formfestu sem á við engin rök að styðjast þegar um lifandi verur er að ræða. Hvenær hafa börnin ykkar passað inn í Excel-skjal? Ég elska Excel. Ekki misskilja mig. Það er dásamlegt töfratæki. Ég myndi þó seint láta það ala upp börnin mín. Ég hef séð hvað röng manneskja á vinnustaðnum grunnskóli getur gert mikinn skaða á stuttum tíma. Örstuttum. Einnar setningar stuttum tíma. Skaði sem ekki er svo auðveldlega lagaður. Við erum ekki að kljást við skjöl og pappíra og tölur. Við vinnum með framtíðina. Við vinnum með börn sem eru að þroskast og þurfa leiðsögn. Þau þurfa ramma, þau þurfa skilning, þau þurfa umhyggju. Þau þurfa fagmennsku og virðingu. Ég óttast framtíð grunnskólans ef sveitarfélögin bregðast ekki við skýlausri kröfu grunnskólakennara um laun sem hæfa menntun, álagi og ábyrgð. Ég óttast framtíðina sem nálgast óðfluga. Framtíðina þar sem hæfasti maðurinn í starfið verði sá sem sótti um.Höfundur er móðir leikskóla- og grunnskólabarna í Reykjavík, menntaður grunnskólakennari og nemi í mannauðsstjórnun á meistarastigi við Háskóla Íslands. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar