Hannaði vatnsflösku úr vatni sem brotnar niður í náttúrunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 12:00 Vatnsflaskan brotnar niður á um sex dögum. Mynd/Ari Jónsson „Ég setti mér það markmið að búa til vatnsflösku úr vatni,“ segir Ari Jónsson nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hannað og útbúið flösku úr gelatíni, rauðþörungum og vatni sem brotnar niður í náttúrunni á nokkrum dögum. Flaskan er útkoman úr áfanga sem Ari sótti í Listaháskólanum sem nefnist Ferli skapandi hugsunar. Þar valdi Ari sér efni til þess að vinna með. „Ég valdi mér gelatín og agar sem unnið er úr rauðþörungum. Ég stúderaði þau og reyndi að finna veikleika og styrkleika þessara efni og hvernig þau vinna saman. Þannig reyndi ég að finna einhverja nýja vinkla á það hvernig hægt er að nota styrkleika þessara efna“, segir Ari. Úr varð flaskan sem er gerð þannig að agar er blandað í vatn og úr verður hlaup. Hlaupið er hitað og síðan kælt, Ari mótar svo form flöskunnar áður en hann tekur innan úr henni. Úr verður flaska sem brotnar niður á nokkrum dögum í umhverfinu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem rúmlega fimm milljón manns hafa horft á. „Svo lengi sem að vatnið er í henni þá heldur hún forminu, þegar flaskan er tóm byrjar hún að brotna niður og það gerist á nokkrum dögum,“ segir Ari. This Water Bottle is Biodegradable And EdibleThis student created a biodegradable (and edible) water bottle to reduce plastic wastePosted by NowThis on Monday, 28 March 2016Unnið að því að koma flöskunni í framleiðsluÍ raun er flaskan einnig ætileg enda er hún gerð úr náttúrulegum efnum. Ari kynnti flöskuna á viðburði í kringum Hönnunarmars og hefur hún vakið talsverða athygli fyrir utan landsteinana. Er fjallað um hana í fjölmörgum miðlum erlendis. Ari segir að flaskan geti verið ákveðið mótsvar við gríðarlegri plastnotkun mannskeppnunnar en talið mögulegt að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiskur. Ari hefur hug á því að koma flöskunni í framleiðslu og hefur innlent fyrirtækinu sýnt verkefninu áhuga. „Það er eitthvað aðeins í kortunum en það er á algjöru byrjunarstigi.“ segir Ari. „Það veltur svolítið á því að ég finni lausnir við ýmsum vandamálum varðandi þetta,“ en Ari á meðal annars eftir að finna upp aðferð til þess að setja tappa á flöskuna.Í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá hvernig flaskan brotnar niður. Ferlið tekur um sex daga.Mynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari Jónsson Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
„Ég setti mér það markmið að búa til vatnsflösku úr vatni,“ segir Ari Jónsson nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hannað og útbúið flösku úr gelatíni, rauðþörungum og vatni sem brotnar niður í náttúrunni á nokkrum dögum. Flaskan er útkoman úr áfanga sem Ari sótti í Listaháskólanum sem nefnist Ferli skapandi hugsunar. Þar valdi Ari sér efni til þess að vinna með. „Ég valdi mér gelatín og agar sem unnið er úr rauðþörungum. Ég stúderaði þau og reyndi að finna veikleika og styrkleika þessara efni og hvernig þau vinna saman. Þannig reyndi ég að finna einhverja nýja vinkla á það hvernig hægt er að nota styrkleika þessara efna“, segir Ari. Úr varð flaskan sem er gerð þannig að agar er blandað í vatn og úr verður hlaup. Hlaupið er hitað og síðan kælt, Ari mótar svo form flöskunnar áður en hann tekur innan úr henni. Úr verður flaska sem brotnar niður á nokkrum dögum í umhverfinu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem rúmlega fimm milljón manns hafa horft á. „Svo lengi sem að vatnið er í henni þá heldur hún forminu, þegar flaskan er tóm byrjar hún að brotna niður og það gerist á nokkrum dögum,“ segir Ari. This Water Bottle is Biodegradable And EdibleThis student created a biodegradable (and edible) water bottle to reduce plastic wastePosted by NowThis on Monday, 28 March 2016Unnið að því að koma flöskunni í framleiðsluÍ raun er flaskan einnig ætileg enda er hún gerð úr náttúrulegum efnum. Ari kynnti flöskuna á viðburði í kringum Hönnunarmars og hefur hún vakið talsverða athygli fyrir utan landsteinana. Er fjallað um hana í fjölmörgum miðlum erlendis. Ari segir að flaskan geti verið ákveðið mótsvar við gríðarlegri plastnotkun mannskeppnunnar en talið mögulegt að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiskur. Ari hefur hug á því að koma flöskunni í framleiðslu og hefur innlent fyrirtækinu sýnt verkefninu áhuga. „Það er eitthvað aðeins í kortunum en það er á algjöru byrjunarstigi.“ segir Ari. „Það veltur svolítið á því að ég finni lausnir við ýmsum vandamálum varðandi þetta,“ en Ari á meðal annars eftir að finna upp aðferð til þess að setja tappa á flöskuna.Í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá hvernig flaskan brotnar niður. Ferlið tekur um sex daga.Mynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari Jónsson
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent