Hannaði vatnsflösku úr vatni sem brotnar niður í náttúrunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 12:00 Vatnsflaskan brotnar niður á um sex dögum. Mynd/Ari Jónsson „Ég setti mér það markmið að búa til vatnsflösku úr vatni,“ segir Ari Jónsson nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hannað og útbúið flösku úr gelatíni, rauðþörungum og vatni sem brotnar niður í náttúrunni á nokkrum dögum. Flaskan er útkoman úr áfanga sem Ari sótti í Listaháskólanum sem nefnist Ferli skapandi hugsunar. Þar valdi Ari sér efni til þess að vinna með. „Ég valdi mér gelatín og agar sem unnið er úr rauðþörungum. Ég stúderaði þau og reyndi að finna veikleika og styrkleika þessara efni og hvernig þau vinna saman. Þannig reyndi ég að finna einhverja nýja vinkla á það hvernig hægt er að nota styrkleika þessara efna“, segir Ari. Úr varð flaskan sem er gerð þannig að agar er blandað í vatn og úr verður hlaup. Hlaupið er hitað og síðan kælt, Ari mótar svo form flöskunnar áður en hann tekur innan úr henni. Úr verður flaska sem brotnar niður á nokkrum dögum í umhverfinu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem rúmlega fimm milljón manns hafa horft á. „Svo lengi sem að vatnið er í henni þá heldur hún forminu, þegar flaskan er tóm byrjar hún að brotna niður og það gerist á nokkrum dögum,“ segir Ari. This Water Bottle is Biodegradable And EdibleThis student created a biodegradable (and edible) water bottle to reduce plastic wastePosted by NowThis on Monday, 28 March 2016Unnið að því að koma flöskunni í framleiðsluÍ raun er flaskan einnig ætileg enda er hún gerð úr náttúrulegum efnum. Ari kynnti flöskuna á viðburði í kringum Hönnunarmars og hefur hún vakið talsverða athygli fyrir utan landsteinana. Er fjallað um hana í fjölmörgum miðlum erlendis. Ari segir að flaskan geti verið ákveðið mótsvar við gríðarlegri plastnotkun mannskeppnunnar en talið mögulegt að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiskur. Ari hefur hug á því að koma flöskunni í framleiðslu og hefur innlent fyrirtækinu sýnt verkefninu áhuga. „Það er eitthvað aðeins í kortunum en það er á algjöru byrjunarstigi.“ segir Ari. „Það veltur svolítið á því að ég finni lausnir við ýmsum vandamálum varðandi þetta,“ en Ari á meðal annars eftir að finna upp aðferð til þess að setja tappa á flöskuna.Í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá hvernig flaskan brotnar niður. Ferlið tekur um sex daga.Mynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari Jónsson Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Ég setti mér það markmið að búa til vatnsflösku úr vatni,“ segir Ari Jónsson nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hannað og útbúið flösku úr gelatíni, rauðþörungum og vatni sem brotnar niður í náttúrunni á nokkrum dögum. Flaskan er útkoman úr áfanga sem Ari sótti í Listaháskólanum sem nefnist Ferli skapandi hugsunar. Þar valdi Ari sér efni til þess að vinna með. „Ég valdi mér gelatín og agar sem unnið er úr rauðþörungum. Ég stúderaði þau og reyndi að finna veikleika og styrkleika þessara efni og hvernig þau vinna saman. Þannig reyndi ég að finna einhverja nýja vinkla á það hvernig hægt er að nota styrkleika þessara efna“, segir Ari. Úr varð flaskan sem er gerð þannig að agar er blandað í vatn og úr verður hlaup. Hlaupið er hitað og síðan kælt, Ari mótar svo form flöskunnar áður en hann tekur innan úr henni. Úr verður flaska sem brotnar niður á nokkrum dögum í umhverfinu líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem rúmlega fimm milljón manns hafa horft á. „Svo lengi sem að vatnið er í henni þá heldur hún forminu, þegar flaskan er tóm byrjar hún að brotna niður og það gerist á nokkrum dögum,“ segir Ari. This Water Bottle is Biodegradable And EdibleThis student created a biodegradable (and edible) water bottle to reduce plastic wastePosted by NowThis on Monday, 28 March 2016Unnið að því að koma flöskunni í framleiðsluÍ raun er flaskan einnig ætileg enda er hún gerð úr náttúrulegum efnum. Ari kynnti flöskuna á viðburði í kringum Hönnunarmars og hefur hún vakið talsverða athygli fyrir utan landsteinana. Er fjallað um hana í fjölmörgum miðlum erlendis. Ari segir að flaskan geti verið ákveðið mótsvar við gríðarlegri plastnotkun mannskeppnunnar en talið mögulegt að árið 2050 verði meira af plasti í sjónum en fiskur. Ari hefur hug á því að koma flöskunni í framleiðslu og hefur innlent fyrirtækinu sýnt verkefninu áhuga. „Það er eitthvað aðeins í kortunum en það er á algjöru byrjunarstigi.“ segir Ari. „Það veltur svolítið á því að ég finni lausnir við ýmsum vandamálum varðandi þetta,“ en Ari á meðal annars eftir að finna upp aðferð til þess að setja tappa á flöskuna.Í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá hvernig flaskan brotnar niður. Ferlið tekur um sex daga.Mynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari JónssonMynd/Ari Jónsson
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira