Blóðugar raunir háskólanema Ingileif Friðriksdóttir skrifar 10. október 2016 11:54 Áttatíu og fjóra daga á ári líður mér eins og líkami minn sé að tortíma sjálfum sér. Eins og leginu í mér hafi verið snúið ótal hringi í kringum sjálft sig og það gráti rauðum tárum. Stundum veit ég nákvæmlega hvenær þessi ósköp munu eiga sér stað, en á öðrum tímum ákveður líkami minn upp á sitt einsdæmi að breyta út af vananum. Ég veit að ég er ekki eina manneskjan í heiminum sem hefur lent í því að legið í mér fari að fossa blóði þegar ég á síst á því von. Ég veit það meðal annars vegna þess að ég hef ótal sinnum fengið skilaboð frá vinkonum í neyð. „Ertu í skólanum og með dömubindi eða túrtappa? ÉG ER Í NEYÐ INNI Á KLÓSETTI!!“ sendi vinkona mér á dögunum. Til allrar hamingju var ég skammt frá og gat komið henni til bjargar. Annars hefði hún hugsanlega þurft að troða hálfri klósettpappírsrúllu í nærbuxurnar sínar og eins og gefur að skilja er það ekki ákjósanlegasti kosturinn í stöðunni. Svo við tölum nú ekki um kvíðakastið sem fylgir því að halda stöðugt að blóðblettur myndist í buxunum manns eða á hverjum einasta stól sem maður sest á. Í dag hefjast Jafnréttisdagar háskólanna, sem standa yfir til 21. október næstkomandi. Af því tilefni hefur Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands komið fyrir dömubindum og túrtöppum í körfum á fjölmörgum salernum skólans, óháð kynjamerkingum. Þannig tryggjum við að allir sem það þurfa hafi aðgengi að vörunum. Fólk er allskonar og kynjakerfið sömuleiðis, og það er ekki okkar að ákveða að þeir sem fara á túr noti aðeins konuklósett. Vörurnar verða einnig að sjálfsögðu á salernum fyrir fatlaða. Næstu tvær vikurnar geta nemendur HÍ því verið nokkuð öruggir um að lenda ekki í óheppilegu aðstæðunum sem ég lýsti hér að ofan. Og hvers vegna eru dömubindi og túrtappar jafnréttismál? Vegna þess að í dag er 24% virðisaukaskattur á dömubindum og túrtöppum á Íslandi, þrátt fyrir að um sé að ræða nauðsynjavörur sem stór hluti fólks í þessu landi neyðist til að fjárfesta í mánaðarlega. Það er jafnréttismál að allir þessir einstaklingar hafi greitt aðgengi að nauðsynjavörum, og að á sama tíma sé ekki verið að skattleggja legið á okkur. Vissulega eru aðrar leiðir færar. Álfabikarinn og taubindi eru til að mynda vistvænni kostir, og vonandi er þróunin í þá áttina að slíkir kostir verði ráðandi. En staðreyndin er hins vegar sú að í dag er stór hluti sem nýtir sér fyrrnefndu kostina. Það er því ekki ólíklegt að einstaklingur sem fer á blæðingar eyði um tíu þúsund króum á ári í hreinlætisvörur vegna þeirra, og tekið skal fram að inni í þeirri tölu er ekki kostnaður við allt súkkulaðið og verkjatöflurnar sem eru bráðnauðsynlegur hluti af ferlinu. Sannkallaðir blóðpeningar! Hingað til hefur aðgengi að þessum vörum ekki verið neitt í Háskóla Íslands og langar okkur í Jafnréttisnefnd SHÍ með þessu að vekja athygli á því. Á sama tíma viljum við tilkynna að á allra næstu dögum verður túrtöppum komið fyrir í öllum sjálfsölum Ölgerðarinnar í háskólanum, svo nemendur í neyð þurfa ekki að kjaga um í kvíðakasti með hálfa klósettpappírsrúllu í nærbuxunum framar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Áttatíu og fjóra daga á ári líður mér eins og líkami minn sé að tortíma sjálfum sér. Eins og leginu í mér hafi verið snúið ótal hringi í kringum sjálft sig og það gráti rauðum tárum. Stundum veit ég nákvæmlega hvenær þessi ósköp munu eiga sér stað, en á öðrum tímum ákveður líkami minn upp á sitt einsdæmi að breyta út af vananum. Ég veit að ég er ekki eina manneskjan í heiminum sem hefur lent í því að legið í mér fari að fossa blóði þegar ég á síst á því von. Ég veit það meðal annars vegna þess að ég hef ótal sinnum fengið skilaboð frá vinkonum í neyð. „Ertu í skólanum og með dömubindi eða túrtappa? ÉG ER Í NEYÐ INNI Á KLÓSETTI!!“ sendi vinkona mér á dögunum. Til allrar hamingju var ég skammt frá og gat komið henni til bjargar. Annars hefði hún hugsanlega þurft að troða hálfri klósettpappírsrúllu í nærbuxurnar sínar og eins og gefur að skilja er það ekki ákjósanlegasti kosturinn í stöðunni. Svo við tölum nú ekki um kvíðakastið sem fylgir því að halda stöðugt að blóðblettur myndist í buxunum manns eða á hverjum einasta stól sem maður sest á. Í dag hefjast Jafnréttisdagar háskólanna, sem standa yfir til 21. október næstkomandi. Af því tilefni hefur Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands komið fyrir dömubindum og túrtöppum í körfum á fjölmörgum salernum skólans, óháð kynjamerkingum. Þannig tryggjum við að allir sem það þurfa hafi aðgengi að vörunum. Fólk er allskonar og kynjakerfið sömuleiðis, og það er ekki okkar að ákveða að þeir sem fara á túr noti aðeins konuklósett. Vörurnar verða einnig að sjálfsögðu á salernum fyrir fatlaða. Næstu tvær vikurnar geta nemendur HÍ því verið nokkuð öruggir um að lenda ekki í óheppilegu aðstæðunum sem ég lýsti hér að ofan. Og hvers vegna eru dömubindi og túrtappar jafnréttismál? Vegna þess að í dag er 24% virðisaukaskattur á dömubindum og túrtöppum á Íslandi, þrátt fyrir að um sé að ræða nauðsynjavörur sem stór hluti fólks í þessu landi neyðist til að fjárfesta í mánaðarlega. Það er jafnréttismál að allir þessir einstaklingar hafi greitt aðgengi að nauðsynjavörum, og að á sama tíma sé ekki verið að skattleggja legið á okkur. Vissulega eru aðrar leiðir færar. Álfabikarinn og taubindi eru til að mynda vistvænni kostir, og vonandi er þróunin í þá áttina að slíkir kostir verði ráðandi. En staðreyndin er hins vegar sú að í dag er stór hluti sem nýtir sér fyrrnefndu kostina. Það er því ekki ólíklegt að einstaklingur sem fer á blæðingar eyði um tíu þúsund króum á ári í hreinlætisvörur vegna þeirra, og tekið skal fram að inni í þeirri tölu er ekki kostnaður við allt súkkulaðið og verkjatöflurnar sem eru bráðnauðsynlegur hluti af ferlinu. Sannkallaðir blóðpeningar! Hingað til hefur aðgengi að þessum vörum ekki verið neitt í Háskóla Íslands og langar okkur í Jafnréttisnefnd SHÍ með þessu að vekja athygli á því. Á sama tíma viljum við tilkynna að á allra næstu dögum verður túrtöppum komið fyrir í öllum sjálfsölum Ölgerðarinnar í háskólanum, svo nemendur í neyð þurfa ekki að kjaga um í kvíðakasti með hálfa klósettpappírsrúllu í nærbuxunum framar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar