Ný fjármálakreppa gæti komið illa niður á ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2016 18:30 Önnur fjármálakreppa myndi bitna harðast á útflutningsgreinum Íslendinga. Þar má nefna vöru- og þjónustuútflutning eins og ferðaþjónustu. Áhrifin á íslenska bankakerfið yrðu lítil sem engin. Þetta segir Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði. Mervyn King lávarður, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, heldur því fram í nýrri bók sinni The End of Alchemy að önnur fjármálakreppa sé óumflýjanleg.Neikvæðir stýrivextir og magnbundin íhlutun Í bókinni vísar King í hið mikla ójafnvægi í hagkerfum heimsins og þá staðreynd að ekki hafi verið ráðist í nauðsynlegar umbætur á regluverki fjármálamarkaða á Vesturlöndum. Stýrivextir séu víða neikvæðir og seðlabankar hafi dælt fjármagni inn á markaði með magnbundinni íhlutun (e. quantitative easing) til þess að örva eftirspurn en með mjög dræmum árangri. Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði segir að það megi staldra við margt í skrifum King.Hann tekur býsna sterklega til orða og talar um að önnur kreppa sé óumflýjanleg. Ertu sammála honum? „Ég held að Mervyn King sé ekki svo mikið að horfa á skammtímasveiflur í efnahagslífinu. Hann er meira að hugsa um hvernig regluverkið er í kringum banka og hvernig áhættutaka banka, sem leiddi til kreppunnar 2008, hún raunverulega leiði okkur aftur í svipaða fjármálakreppu,“ segir Friðrik Már. Myndi hafa lítil áhrif á bankana Friðrik Már segir að slík kreppa myndi lítil áhrif hafa á íslensku bankana. Þeir séu vel fjármagnaðir, með há eiginfjárhlutföll og bankakerfið sé núna miklu minna. Áhrifin yrðu fyrst og fremst á útflutningsgreinar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur og sumir skynja vöxtinn í atvinnugreininni svipað og stemmninguna í fjármálageiranum á Íslandi árin 2006 og 2007. Ljóst er að önnur fjármálakreppa myndi bitna á útflutningsgreinum eins og ferðaþjónustu þar sem útflutningurinn felst í seldri þjónustu. Friðrik Már segir að menn þurfi að taka þetta með í reikninginn þegar kemur að fjárfestingu í hótelum, svo dæmi sé tekið. „Þessi möguleiki á bakslagi, hann ætti alltaf að koma inn í áætlanagerð. Jafnvel þótt spá sé góð, og horfurnar núna eru mjög góðar, þá þarf alltaf að hafa þennan fyrirvara. Það getur komið bakslag og oft á tíðum kemur það úr einhverri átt sem maður á síst von á. Þetta er eitthvað sem þarf að vera innbyggt inn í alla áætlanagerð.“ Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Önnur fjármálakreppa myndi bitna harðast á útflutningsgreinum Íslendinga. Þar má nefna vöru- og þjónustuútflutning eins og ferðaþjónustu. Áhrifin á íslenska bankakerfið yrðu lítil sem engin. Þetta segir Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði. Mervyn King lávarður, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, heldur því fram í nýrri bók sinni The End of Alchemy að önnur fjármálakreppa sé óumflýjanleg.Neikvæðir stýrivextir og magnbundin íhlutun Í bókinni vísar King í hið mikla ójafnvægi í hagkerfum heimsins og þá staðreynd að ekki hafi verið ráðist í nauðsynlegar umbætur á regluverki fjármálamarkaða á Vesturlöndum. Stýrivextir séu víða neikvæðir og seðlabankar hafi dælt fjármagni inn á markaði með magnbundinni íhlutun (e. quantitative easing) til þess að örva eftirspurn en með mjög dræmum árangri. Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði segir að það megi staldra við margt í skrifum King.Hann tekur býsna sterklega til orða og talar um að önnur kreppa sé óumflýjanleg. Ertu sammála honum? „Ég held að Mervyn King sé ekki svo mikið að horfa á skammtímasveiflur í efnahagslífinu. Hann er meira að hugsa um hvernig regluverkið er í kringum banka og hvernig áhættutaka banka, sem leiddi til kreppunnar 2008, hún raunverulega leiði okkur aftur í svipaða fjármálakreppu,“ segir Friðrik Már. Myndi hafa lítil áhrif á bankana Friðrik Már segir að slík kreppa myndi lítil áhrif hafa á íslensku bankana. Þeir séu vel fjármagnaðir, með há eiginfjárhlutföll og bankakerfið sé núna miklu minna. Áhrifin yrðu fyrst og fremst á útflutningsgreinar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur og sumir skynja vöxtinn í atvinnugreininni svipað og stemmninguna í fjármálageiranum á Íslandi árin 2006 og 2007. Ljóst er að önnur fjármálakreppa myndi bitna á útflutningsgreinum eins og ferðaþjónustu þar sem útflutningurinn felst í seldri þjónustu. Friðrik Már segir að menn þurfi að taka þetta með í reikninginn þegar kemur að fjárfestingu í hótelum, svo dæmi sé tekið. „Þessi möguleiki á bakslagi, hann ætti alltaf að koma inn í áætlanagerð. Jafnvel þótt spá sé góð, og horfurnar núna eru mjög góðar, þá þarf alltaf að hafa þennan fyrirvara. Það getur komið bakslag og oft á tíðum kemur það úr einhverri átt sem maður á síst von á. Þetta er eitthvað sem þarf að vera innbyggt inn í alla áætlanagerð.“
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira