Ný fjármálakreppa gæti komið illa niður á ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2016 18:30 Önnur fjármálakreppa myndi bitna harðast á útflutningsgreinum Íslendinga. Þar má nefna vöru- og þjónustuútflutning eins og ferðaþjónustu. Áhrifin á íslenska bankakerfið yrðu lítil sem engin. Þetta segir Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði. Mervyn King lávarður, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, heldur því fram í nýrri bók sinni The End of Alchemy að önnur fjármálakreppa sé óumflýjanleg.Neikvæðir stýrivextir og magnbundin íhlutun Í bókinni vísar King í hið mikla ójafnvægi í hagkerfum heimsins og þá staðreynd að ekki hafi verið ráðist í nauðsynlegar umbætur á regluverki fjármálamarkaða á Vesturlöndum. Stýrivextir séu víða neikvæðir og seðlabankar hafi dælt fjármagni inn á markaði með magnbundinni íhlutun (e. quantitative easing) til þess að örva eftirspurn en með mjög dræmum árangri. Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði segir að það megi staldra við margt í skrifum King.Hann tekur býsna sterklega til orða og talar um að önnur kreppa sé óumflýjanleg. Ertu sammála honum? „Ég held að Mervyn King sé ekki svo mikið að horfa á skammtímasveiflur í efnahagslífinu. Hann er meira að hugsa um hvernig regluverkið er í kringum banka og hvernig áhættutaka banka, sem leiddi til kreppunnar 2008, hún raunverulega leiði okkur aftur í svipaða fjármálakreppu,“ segir Friðrik Már. Myndi hafa lítil áhrif á bankana Friðrik Már segir að slík kreppa myndi lítil áhrif hafa á íslensku bankana. Þeir séu vel fjármagnaðir, með há eiginfjárhlutföll og bankakerfið sé núna miklu minna. Áhrifin yrðu fyrst og fremst á útflutningsgreinar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur og sumir skynja vöxtinn í atvinnugreininni svipað og stemmninguna í fjármálageiranum á Íslandi árin 2006 og 2007. Ljóst er að önnur fjármálakreppa myndi bitna á útflutningsgreinum eins og ferðaþjónustu þar sem útflutningurinn felst í seldri þjónustu. Friðrik Már segir að menn þurfi að taka þetta með í reikninginn þegar kemur að fjárfestingu í hótelum, svo dæmi sé tekið. „Þessi möguleiki á bakslagi, hann ætti alltaf að koma inn í áætlanagerð. Jafnvel þótt spá sé góð, og horfurnar núna eru mjög góðar, þá þarf alltaf að hafa þennan fyrirvara. Það getur komið bakslag og oft á tíðum kemur það úr einhverri átt sem maður á síst von á. Þetta er eitthvað sem þarf að vera innbyggt inn í alla áætlanagerð.“ Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Önnur fjármálakreppa myndi bitna harðast á útflutningsgreinum Íslendinga. Þar má nefna vöru- og þjónustuútflutning eins og ferðaþjónustu. Áhrifin á íslenska bankakerfið yrðu lítil sem engin. Þetta segir Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði. Mervyn King lávarður, fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, heldur því fram í nýrri bók sinni The End of Alchemy að önnur fjármálakreppa sé óumflýjanleg.Neikvæðir stýrivextir og magnbundin íhlutun Í bókinni vísar King í hið mikla ójafnvægi í hagkerfum heimsins og þá staðreynd að ekki hafi verið ráðist í nauðsynlegar umbætur á regluverki fjármálamarkaða á Vesturlöndum. Stýrivextir séu víða neikvæðir og seðlabankar hafi dælt fjármagni inn á markaði með magnbundinni íhlutun (e. quantitative easing) til þess að örva eftirspurn en með mjög dræmum árangri. Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði segir að það megi staldra við margt í skrifum King.Hann tekur býsna sterklega til orða og talar um að önnur kreppa sé óumflýjanleg. Ertu sammála honum? „Ég held að Mervyn King sé ekki svo mikið að horfa á skammtímasveiflur í efnahagslífinu. Hann er meira að hugsa um hvernig regluverkið er í kringum banka og hvernig áhættutaka banka, sem leiddi til kreppunnar 2008, hún raunverulega leiði okkur aftur í svipaða fjármálakreppu,“ segir Friðrik Már. Myndi hafa lítil áhrif á bankana Friðrik Már segir að slík kreppa myndi lítil áhrif hafa á íslensku bankana. Þeir séu vel fjármagnaðir, með há eiginfjárhlutföll og bankakerfið sé núna miklu minna. Áhrifin yrðu fyrst og fremst á útflutningsgreinar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur og sumir skynja vöxtinn í atvinnugreininni svipað og stemmninguna í fjármálageiranum á Íslandi árin 2006 og 2007. Ljóst er að önnur fjármálakreppa myndi bitna á útflutningsgreinum eins og ferðaþjónustu þar sem útflutningurinn felst í seldri þjónustu. Friðrik Már segir að menn þurfi að taka þetta með í reikninginn þegar kemur að fjárfestingu í hótelum, svo dæmi sé tekið. „Þessi möguleiki á bakslagi, hann ætti alltaf að koma inn í áætlanagerð. Jafnvel þótt spá sé góð, og horfurnar núna eru mjög góðar, þá þarf alltaf að hafa þennan fyrirvara. Það getur komið bakslag og oft á tíðum kemur það úr einhverri átt sem maður á síst von á. Þetta er eitthvað sem þarf að vera innbyggt inn í alla áætlanagerð.“
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira