Sjálfbær þróun – hvert er ferðalaginu heitið? Sandra Rán Ásgrímsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi þau áhrif sem nútímalifnaðarhættir hafa á umhverfið og mörg góð skref hafa verið stigin í rétta átt til að takmarka þau. Öll viljum við að sjálfsögðu ná settum markmiðum en við Íslendingar eigum það þó til að vera stórtæk í orðum en fylgja þeim takmarkað eftir með verkum. Oft getur nefnilega verið erfitt að líta í eigin barm og sjá hverju þarf að breyta, auðveldara að fela sig bak við gnægð af endurnýjanlegri orku og halda því fram að þar með sé takmarkinu náð. Það er þó ljóst að vistspor hins almenna Íslendings er með þeim stærri í heiminum og því töluvert sem má bæta.Ábyrgð verkfræðinnarVerkfræðin hefur í gegnum tíðina skapað mikið af þeim þægindum sem við vildum ekki vera án í dag. Hún hefur á sama hátt valdið mörgum af okkar stærstu umhverfisvandamálum s.s. mengun lofts og lagar og ágangi á náttúruauðlindir. Lögð hefur verið áhersla á tæknilegar úrlausnir en hugsað minna út í möguleg áhrif þeirra á umhverfi okkar til framtíðar. Í dag er það orðið nokkuð ljóst að til þess að hægt sé að tryggja velferð til framtíðar þurfum við að þróast innan þolmarka náttúrunnar. Þó svo að áskorunin sé þverfagleg þá mun verkfræðin eiga stóran þátt í þessari þróun. Vitundarvakning um ábyrgð verkfræðinga er víða komin lengra á veg en hérlendis. Víða erlendis er boðið upp á námsgráður sem byggja á sjálfbærri þróun og margar verkfræðideildir hafa innleitt áfanga byggða á þeirri hugmyndafræði inn í sitt grunnnám. Fjöldi verkfræðistofa hefur áttað sig á auknum kröfum um góða frammistöðu í umhverfismálum og ráðnir hafa verið sérstakir ráðgjafar á sviði sjálfbærrar þróunar. Hérlendis er þó enn töluvert í land þar sem skilningur á hugtakinu og viljinn til breytinga er ekki almennur.Stefnum á að gera beturÞað er ekkert því til fyrirstöðu að við Íslendingar stöndum jafnfætis nágrönnum okkar, eða framar, þegar kemur að umhverfismálum og uppbyggingu sem byggist á sjálfbærni. Til þess að úr því verði þurfa þó verkfræðingar að aðlaga sig því að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi við tæknilegar úrlausnir. Stór þáttur í að ná fram breytingum er hugarfarsbreyting, bæði verkfræðinga og annarra, að hugsað sé út fyrir rammann í hverju verkefni og litið á heildarmyndina. Slík hugarfarsbreyting krefst þjálfunar og þverfaglegrar samvinnu en ekki síst vitundarvakningar. Verkfræðin mun gegna mikilvægu hlutverki í að skapa framtíð sem gerir okkur kleift að lifa við þau þægindi sem við lifum við í dag án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið.Árangur krefst samvinnuVitundarvakning um mikilvægi sjálfbærrar þróunar hefur átt sér stað í samfélaginu og margt gott verið gert en með nokkrum skrefum til viðbótar er mögulegt að ná enn meiri árangri. Jafnvel þótt hægt væri að skrifa langan lista um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað innan verkfræðinnar er ljóst að verkfræðingar munu ekki takast einir á við þetta verkefni. Til þess að árangur náist þarf að vera til staðar skýr stefnumótun á þessu sviði og eftirfylgni frá stjórnvöldum ásamt samstarfi við atvinnulífið og framkvæmdaaðila. Framfarir í umhverfismálum eru nefnilega samstarfsverkefni og sjálfbær þróun er ferðalag en ekki endastöð. Við þurfum stöðugt að bæta okkur og gera betur, takmarka neikvæð áhrif og stefna að því að verk okkar skili ábata fyrir umhverfi og samfélag en valdi ekki skaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi þau áhrif sem nútímalifnaðarhættir hafa á umhverfið og mörg góð skref hafa verið stigin í rétta átt til að takmarka þau. Öll viljum við að sjálfsögðu ná settum markmiðum en við Íslendingar eigum það þó til að vera stórtæk í orðum en fylgja þeim takmarkað eftir með verkum. Oft getur nefnilega verið erfitt að líta í eigin barm og sjá hverju þarf að breyta, auðveldara að fela sig bak við gnægð af endurnýjanlegri orku og halda því fram að þar með sé takmarkinu náð. Það er þó ljóst að vistspor hins almenna Íslendings er með þeim stærri í heiminum og því töluvert sem má bæta.Ábyrgð verkfræðinnarVerkfræðin hefur í gegnum tíðina skapað mikið af þeim þægindum sem við vildum ekki vera án í dag. Hún hefur á sama hátt valdið mörgum af okkar stærstu umhverfisvandamálum s.s. mengun lofts og lagar og ágangi á náttúruauðlindir. Lögð hefur verið áhersla á tæknilegar úrlausnir en hugsað minna út í möguleg áhrif þeirra á umhverfi okkar til framtíðar. Í dag er það orðið nokkuð ljóst að til þess að hægt sé að tryggja velferð til framtíðar þurfum við að þróast innan þolmarka náttúrunnar. Þó svo að áskorunin sé þverfagleg þá mun verkfræðin eiga stóran þátt í þessari þróun. Vitundarvakning um ábyrgð verkfræðinga er víða komin lengra á veg en hérlendis. Víða erlendis er boðið upp á námsgráður sem byggja á sjálfbærri þróun og margar verkfræðideildir hafa innleitt áfanga byggða á þeirri hugmyndafræði inn í sitt grunnnám. Fjöldi verkfræðistofa hefur áttað sig á auknum kröfum um góða frammistöðu í umhverfismálum og ráðnir hafa verið sérstakir ráðgjafar á sviði sjálfbærrar þróunar. Hérlendis er þó enn töluvert í land þar sem skilningur á hugtakinu og viljinn til breytinga er ekki almennur.Stefnum á að gera beturÞað er ekkert því til fyrirstöðu að við Íslendingar stöndum jafnfætis nágrönnum okkar, eða framar, þegar kemur að umhverfismálum og uppbyggingu sem byggist á sjálfbærni. Til þess að úr því verði þurfa þó verkfræðingar að aðlaga sig því að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi við tæknilegar úrlausnir. Stór þáttur í að ná fram breytingum er hugarfarsbreyting, bæði verkfræðinga og annarra, að hugsað sé út fyrir rammann í hverju verkefni og litið á heildarmyndina. Slík hugarfarsbreyting krefst þjálfunar og þverfaglegrar samvinnu en ekki síst vitundarvakningar. Verkfræðin mun gegna mikilvægu hlutverki í að skapa framtíð sem gerir okkur kleift að lifa við þau þægindi sem við lifum við í dag án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið.Árangur krefst samvinnuVitundarvakning um mikilvægi sjálfbærrar þróunar hefur átt sér stað í samfélaginu og margt gott verið gert en með nokkrum skrefum til viðbótar er mögulegt að ná enn meiri árangri. Jafnvel þótt hægt væri að skrifa langan lista um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað innan verkfræðinnar er ljóst að verkfræðingar munu ekki takast einir á við þetta verkefni. Til þess að árangur náist þarf að vera til staðar skýr stefnumótun á þessu sviði og eftirfylgni frá stjórnvöldum ásamt samstarfi við atvinnulífið og framkvæmdaaðila. Framfarir í umhverfismálum eru nefnilega samstarfsverkefni og sjálfbær þróun er ferðalag en ekki endastöð. Við þurfum stöðugt að bæta okkur og gera betur, takmarka neikvæð áhrif og stefna að því að verk okkar skili ábata fyrir umhverfi og samfélag en valdi ekki skaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun