Sjálfbær þróun – hvert er ferðalaginu heitið? Sandra Rán Ásgrímsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi þau áhrif sem nútímalifnaðarhættir hafa á umhverfið og mörg góð skref hafa verið stigin í rétta átt til að takmarka þau. Öll viljum við að sjálfsögðu ná settum markmiðum en við Íslendingar eigum það þó til að vera stórtæk í orðum en fylgja þeim takmarkað eftir með verkum. Oft getur nefnilega verið erfitt að líta í eigin barm og sjá hverju þarf að breyta, auðveldara að fela sig bak við gnægð af endurnýjanlegri orku og halda því fram að þar með sé takmarkinu náð. Það er þó ljóst að vistspor hins almenna Íslendings er með þeim stærri í heiminum og því töluvert sem má bæta.Ábyrgð verkfræðinnarVerkfræðin hefur í gegnum tíðina skapað mikið af þeim þægindum sem við vildum ekki vera án í dag. Hún hefur á sama hátt valdið mörgum af okkar stærstu umhverfisvandamálum s.s. mengun lofts og lagar og ágangi á náttúruauðlindir. Lögð hefur verið áhersla á tæknilegar úrlausnir en hugsað minna út í möguleg áhrif þeirra á umhverfi okkar til framtíðar. Í dag er það orðið nokkuð ljóst að til þess að hægt sé að tryggja velferð til framtíðar þurfum við að þróast innan þolmarka náttúrunnar. Þó svo að áskorunin sé þverfagleg þá mun verkfræðin eiga stóran þátt í þessari þróun. Vitundarvakning um ábyrgð verkfræðinga er víða komin lengra á veg en hérlendis. Víða erlendis er boðið upp á námsgráður sem byggja á sjálfbærri þróun og margar verkfræðideildir hafa innleitt áfanga byggða á þeirri hugmyndafræði inn í sitt grunnnám. Fjöldi verkfræðistofa hefur áttað sig á auknum kröfum um góða frammistöðu í umhverfismálum og ráðnir hafa verið sérstakir ráðgjafar á sviði sjálfbærrar þróunar. Hérlendis er þó enn töluvert í land þar sem skilningur á hugtakinu og viljinn til breytinga er ekki almennur.Stefnum á að gera beturÞað er ekkert því til fyrirstöðu að við Íslendingar stöndum jafnfætis nágrönnum okkar, eða framar, þegar kemur að umhverfismálum og uppbyggingu sem byggist á sjálfbærni. Til þess að úr því verði þurfa þó verkfræðingar að aðlaga sig því að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi við tæknilegar úrlausnir. Stór þáttur í að ná fram breytingum er hugarfarsbreyting, bæði verkfræðinga og annarra, að hugsað sé út fyrir rammann í hverju verkefni og litið á heildarmyndina. Slík hugarfarsbreyting krefst þjálfunar og þverfaglegrar samvinnu en ekki síst vitundarvakningar. Verkfræðin mun gegna mikilvægu hlutverki í að skapa framtíð sem gerir okkur kleift að lifa við þau þægindi sem við lifum við í dag án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið.Árangur krefst samvinnuVitundarvakning um mikilvægi sjálfbærrar þróunar hefur átt sér stað í samfélaginu og margt gott verið gert en með nokkrum skrefum til viðbótar er mögulegt að ná enn meiri árangri. Jafnvel þótt hægt væri að skrifa langan lista um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað innan verkfræðinnar er ljóst að verkfræðingar munu ekki takast einir á við þetta verkefni. Til þess að árangur náist þarf að vera til staðar skýr stefnumótun á þessu sviði og eftirfylgni frá stjórnvöldum ásamt samstarfi við atvinnulífið og framkvæmdaaðila. Framfarir í umhverfismálum eru nefnilega samstarfsverkefni og sjálfbær þróun er ferðalag en ekki endastöð. Við þurfum stöðugt að bæta okkur og gera betur, takmarka neikvæð áhrif og stefna að því að verk okkar skili ábata fyrir umhverfi og samfélag en valdi ekki skaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi þau áhrif sem nútímalifnaðarhættir hafa á umhverfið og mörg góð skref hafa verið stigin í rétta átt til að takmarka þau. Öll viljum við að sjálfsögðu ná settum markmiðum en við Íslendingar eigum það þó til að vera stórtæk í orðum en fylgja þeim takmarkað eftir með verkum. Oft getur nefnilega verið erfitt að líta í eigin barm og sjá hverju þarf að breyta, auðveldara að fela sig bak við gnægð af endurnýjanlegri orku og halda því fram að þar með sé takmarkinu náð. Það er þó ljóst að vistspor hins almenna Íslendings er með þeim stærri í heiminum og því töluvert sem má bæta.Ábyrgð verkfræðinnarVerkfræðin hefur í gegnum tíðina skapað mikið af þeim þægindum sem við vildum ekki vera án í dag. Hún hefur á sama hátt valdið mörgum af okkar stærstu umhverfisvandamálum s.s. mengun lofts og lagar og ágangi á náttúruauðlindir. Lögð hefur verið áhersla á tæknilegar úrlausnir en hugsað minna út í möguleg áhrif þeirra á umhverfi okkar til framtíðar. Í dag er það orðið nokkuð ljóst að til þess að hægt sé að tryggja velferð til framtíðar þurfum við að þróast innan þolmarka náttúrunnar. Þó svo að áskorunin sé þverfagleg þá mun verkfræðin eiga stóran þátt í þessari þróun. Vitundarvakning um ábyrgð verkfræðinga er víða komin lengra á veg en hérlendis. Víða erlendis er boðið upp á námsgráður sem byggja á sjálfbærri þróun og margar verkfræðideildir hafa innleitt áfanga byggða á þeirri hugmyndafræði inn í sitt grunnnám. Fjöldi verkfræðistofa hefur áttað sig á auknum kröfum um góða frammistöðu í umhverfismálum og ráðnir hafa verið sérstakir ráðgjafar á sviði sjálfbærrar þróunar. Hérlendis er þó enn töluvert í land þar sem skilningur á hugtakinu og viljinn til breytinga er ekki almennur.Stefnum á að gera beturÞað er ekkert því til fyrirstöðu að við Íslendingar stöndum jafnfætis nágrönnum okkar, eða framar, þegar kemur að umhverfismálum og uppbyggingu sem byggist á sjálfbærni. Til þess að úr því verði þurfa þó verkfræðingar að aðlaga sig því að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi við tæknilegar úrlausnir. Stór þáttur í að ná fram breytingum er hugarfarsbreyting, bæði verkfræðinga og annarra, að hugsað sé út fyrir rammann í hverju verkefni og litið á heildarmyndina. Slík hugarfarsbreyting krefst þjálfunar og þverfaglegrar samvinnu en ekki síst vitundarvakningar. Verkfræðin mun gegna mikilvægu hlutverki í að skapa framtíð sem gerir okkur kleift að lifa við þau þægindi sem við lifum við í dag án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið.Árangur krefst samvinnuVitundarvakning um mikilvægi sjálfbærrar þróunar hefur átt sér stað í samfélaginu og margt gott verið gert en með nokkrum skrefum til viðbótar er mögulegt að ná enn meiri árangri. Jafnvel þótt hægt væri að skrifa langan lista um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað innan verkfræðinnar er ljóst að verkfræðingar munu ekki takast einir á við þetta verkefni. Til þess að árangur náist þarf að vera til staðar skýr stefnumótun á þessu sviði og eftirfylgni frá stjórnvöldum ásamt samstarfi við atvinnulífið og framkvæmdaaðila. Framfarir í umhverfismálum eru nefnilega samstarfsverkefni og sjálfbær þróun er ferðalag en ekki endastöð. Við þurfum stöðugt að bæta okkur og gera betur, takmarka neikvæð áhrif og stefna að því að verk okkar skili ábata fyrir umhverfi og samfélag en valdi ekki skaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar