Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin Eliza Reid lýsti sérstakri ánægju með að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú Íslands en hún fór til Kangerlussuaq í gær að fagna nýjum áfangastað Flugfélags Íslands. Um leið var öllum skólabörnum bæjarins afhent tafl að gjöf. Kangerlussuaq er kannski þekktara sem Syðri-Straumfjörður. Flugvöllurinn þar er sá eini á Grænlandi með áætlunarflugi á stórum þotum og notar Air Greenland hann sem tengivöll milli Kaupmannahafnar og byggða Grænlands. Í vor bætti Flugfélag Íslands honum inn í sitt leiðakerfi yfir sumartímann en fagnaði þessum áfanga í gær og var forsetafrúin meðal gesta.Bombardier Q400-vél Flugfélagsins, Þórunn hyrna, á flugvellinum í Kangerlussuaq í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar flutti Eliza Reid ávarp þar sem hún fagnaði því sérstaklega að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú. Ekki aðeins væri Grænland næsta nágrannaland Íslands heldur væri Kanada, þar sem hún ólst upp, næsta nágrannaland Grænlands á hina hliðina. Eliza afhenti skólabörnum taflsett að gjöf frá Flugfélaginu og Skákfélaginu Hróknum og síðan tók Hrafn Jökulsson fjöltefli við hópinn.Forsetafrúin Eliza Reid með taflborð. Grænlensk skólabörn fyrir aftan. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, til vinstri, og Jens Borch Scharnberg, skólastjóri í Kangerlussuaq, til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kangerlussuaq er fimmti áfangastaður Flugfélagsins á Grænlandi en hinir eru Ilulissat, Nuuk, Narsarsuaq og Kulusuk, sem var einmitt fyrsti áætlunarstaðurinn fyrir hartnær hálfri öld. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, segir að náttúran í Kangerlussuaq sé ægifögur og aðgengi gott að Grænlandsjökli. Þar sé stór fjörður, Syðri-Straumfjörður. Hluta dýrðarinnar fékk forsetafrúin að sjá með eigin augum í gær, meira að segja sauðnaut.Vatnsmikið jökulfljót undan Grænlandsjökli fellur til sjávar í botni Syðri-Straumfjarðar. Flugvöllurinn er við ármynnið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Grænlandsflugið er um fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum, að sögn Árna. „Hópurinn sem er að koma hingað er mjög fjölbreyttur og við vorum að sjá töluvert af Íslendingum koma með okkur í sumar. Upplifun þeirra var almennt séð mjög góð og mjög ánægjulegt að sjá það að Íslendingar eru líka að uppgötva Grænland,“ segir Árni.Þessi sauðnaut mátti sjá skammt utan við bæinn Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid lýsti sérstakri ánægju með að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú Íslands en hún fór til Kangerlussuaq í gær að fagna nýjum áfangastað Flugfélags Íslands. Um leið var öllum skólabörnum bæjarins afhent tafl að gjöf. Kangerlussuaq er kannski þekktara sem Syðri-Straumfjörður. Flugvöllurinn þar er sá eini á Grænlandi með áætlunarflugi á stórum þotum og notar Air Greenland hann sem tengivöll milli Kaupmannahafnar og byggða Grænlands. Í vor bætti Flugfélag Íslands honum inn í sitt leiðakerfi yfir sumartímann en fagnaði þessum áfanga í gær og var forsetafrúin meðal gesta.Bombardier Q400-vél Flugfélagsins, Þórunn hyrna, á flugvellinum í Kangerlussuaq í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar flutti Eliza Reid ávarp þar sem hún fagnaði því sérstaklega að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú. Ekki aðeins væri Grænland næsta nágrannaland Íslands heldur væri Kanada, þar sem hún ólst upp, næsta nágrannaland Grænlands á hina hliðina. Eliza afhenti skólabörnum taflsett að gjöf frá Flugfélaginu og Skákfélaginu Hróknum og síðan tók Hrafn Jökulsson fjöltefli við hópinn.Forsetafrúin Eliza Reid með taflborð. Grænlensk skólabörn fyrir aftan. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, til vinstri, og Jens Borch Scharnberg, skólastjóri í Kangerlussuaq, til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kangerlussuaq er fimmti áfangastaður Flugfélagsins á Grænlandi en hinir eru Ilulissat, Nuuk, Narsarsuaq og Kulusuk, sem var einmitt fyrsti áætlunarstaðurinn fyrir hartnær hálfri öld. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, segir að náttúran í Kangerlussuaq sé ægifögur og aðgengi gott að Grænlandsjökli. Þar sé stór fjörður, Syðri-Straumfjörður. Hluta dýrðarinnar fékk forsetafrúin að sjá með eigin augum í gær, meira að segja sauðnaut.Vatnsmikið jökulfljót undan Grænlandsjökli fellur til sjávar í botni Syðri-Straumfjarðar. Flugvöllurinn er við ármynnið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Grænlandsflugið er um fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum, að sögn Árna. „Hópurinn sem er að koma hingað er mjög fjölbreyttur og við vorum að sjá töluvert af Íslendingum koma með okkur í sumar. Upplifun þeirra var almennt séð mjög góð og mjög ánægjulegt að sjá það að Íslendingar eru líka að uppgötva Grænland,“ segir Árni.Þessi sauðnaut mátti sjá skammt utan við bæinn Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00
Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30