Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin Eliza Reid lýsti sérstakri ánægju með að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú Íslands en hún fór til Kangerlussuaq í gær að fagna nýjum áfangastað Flugfélags Íslands. Um leið var öllum skólabörnum bæjarins afhent tafl að gjöf. Kangerlussuaq er kannski þekktara sem Syðri-Straumfjörður. Flugvöllurinn þar er sá eini á Grænlandi með áætlunarflugi á stórum þotum og notar Air Greenland hann sem tengivöll milli Kaupmannahafnar og byggða Grænlands. Í vor bætti Flugfélag Íslands honum inn í sitt leiðakerfi yfir sumartímann en fagnaði þessum áfanga í gær og var forsetafrúin meðal gesta.Bombardier Q400-vél Flugfélagsins, Þórunn hyrna, á flugvellinum í Kangerlussuaq í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar flutti Eliza Reid ávarp þar sem hún fagnaði því sérstaklega að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú. Ekki aðeins væri Grænland næsta nágrannaland Íslands heldur væri Kanada, þar sem hún ólst upp, næsta nágrannaland Grænlands á hina hliðina. Eliza afhenti skólabörnum taflsett að gjöf frá Flugfélaginu og Skákfélaginu Hróknum og síðan tók Hrafn Jökulsson fjöltefli við hópinn.Forsetafrúin Eliza Reid með taflborð. Grænlensk skólabörn fyrir aftan. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, til vinstri, og Jens Borch Scharnberg, skólastjóri í Kangerlussuaq, til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kangerlussuaq er fimmti áfangastaður Flugfélagsins á Grænlandi en hinir eru Ilulissat, Nuuk, Narsarsuaq og Kulusuk, sem var einmitt fyrsti áætlunarstaðurinn fyrir hartnær hálfri öld. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, segir að náttúran í Kangerlussuaq sé ægifögur og aðgengi gott að Grænlandsjökli. Þar sé stór fjörður, Syðri-Straumfjörður. Hluta dýrðarinnar fékk forsetafrúin að sjá með eigin augum í gær, meira að segja sauðnaut.Vatnsmikið jökulfljót undan Grænlandsjökli fellur til sjávar í botni Syðri-Straumfjarðar. Flugvöllurinn er við ármynnið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Grænlandsflugið er um fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum, að sögn Árna. „Hópurinn sem er að koma hingað er mjög fjölbreyttur og við vorum að sjá töluvert af Íslendingum koma með okkur í sumar. Upplifun þeirra var almennt séð mjög góð og mjög ánægjulegt að sjá það að Íslendingar eru líka að uppgötva Grænland,“ segir Árni.Þessi sauðnaut mátti sjá skammt utan við bæinn Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid lýsti sérstakri ánægju með að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú Íslands en hún fór til Kangerlussuaq í gær að fagna nýjum áfangastað Flugfélags Íslands. Um leið var öllum skólabörnum bæjarins afhent tafl að gjöf. Kangerlussuaq er kannski þekktara sem Syðri-Straumfjörður. Flugvöllurinn þar er sá eini á Grænlandi með áætlunarflugi á stórum þotum og notar Air Greenland hann sem tengivöll milli Kaupmannahafnar og byggða Grænlands. Í vor bætti Flugfélag Íslands honum inn í sitt leiðakerfi yfir sumartímann en fagnaði þessum áfanga í gær og var forsetafrúin meðal gesta.Bombardier Q400-vél Flugfélagsins, Þórunn hyrna, á flugvellinum í Kangerlussuaq í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar flutti Eliza Reid ávarp þar sem hún fagnaði því sérstaklega að Grænland skyldi verða fyrsta landið sem hún heimsótti sem forsetafrú. Ekki aðeins væri Grænland næsta nágrannaland Íslands heldur væri Kanada, þar sem hún ólst upp, næsta nágrannaland Grænlands á hina hliðina. Eliza afhenti skólabörnum taflsett að gjöf frá Flugfélaginu og Skákfélaginu Hróknum og síðan tók Hrafn Jökulsson fjöltefli við hópinn.Forsetafrúin Eliza Reid með taflborð. Grænlensk skólabörn fyrir aftan. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, til vinstri, og Jens Borch Scharnberg, skólastjóri í Kangerlussuaq, til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kangerlussuaq er fimmti áfangastaður Flugfélagsins á Grænlandi en hinir eru Ilulissat, Nuuk, Narsarsuaq og Kulusuk, sem var einmitt fyrsti áætlunarstaðurinn fyrir hartnær hálfri öld. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, segir að náttúran í Kangerlussuaq sé ægifögur og aðgengi gott að Grænlandsjökli. Þar sé stór fjörður, Syðri-Straumfjörður. Hluta dýrðarinnar fékk forsetafrúin að sjá með eigin augum í gær, meira að segja sauðnaut.Vatnsmikið jökulfljót undan Grænlandsjökli fellur til sjávar í botni Syðri-Straumfjarðar. Flugvöllurinn er við ármynnið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Grænlandsflugið er um fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum, að sögn Árna. „Hópurinn sem er að koma hingað er mjög fjölbreyttur og við vorum að sjá töluvert af Íslendingum koma með okkur í sumar. Upplifun þeirra var almennt séð mjög góð og mjög ánægjulegt að sjá það að Íslendingar eru líka að uppgötva Grænland,“ segir Árni.Þessi sauðnaut mátti sjá skammt utan við bæinn Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00
Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30