Segir ekki hægt að sakfella Sigurð út af nánum tengslum hans við Hreiðar Má Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2016 14:28 Sigurður og Gestur takast í hendur í dómsal í dag. Vísir/GVA Gestur Jónsson verjandi Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns segir skjólstæðing sinn ekki hafa átt neinn hlut að máli í þeim viðskiptum sem ákært er fyrir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið er flutt fyrir Hæstarétti í dag. Sigurður er ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings. Er hann ákærður bæði fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008, en í héraði var hann dæmdur fyrir markaðsmisnotkun. Verjandi Sigurðar fór fram á sýknu en til vara ómerkingar á dómi héraðsdóms. Hann sagði skjólstæðing ekki skilja það hvernig hægt hafi verið að dæma hann í málinu og að hann gæti ekki sætt sig við það. Gestur tiltók svo nokkur atriði til rökstuðnings sýknu í málinu. Nefndi hann meðal annars að Sigurður hafi búið í London á ákærutímabilinu og haft starfsstöð þar. Þá hafi hann ekki verið stjórnandi í daglegum rekstri bankans og deild eigin viðskipta Kaupþings, sem seldi og keypti óeðlilega mikið af hlutabréfum í bankanum sjálfum meðal annars að undirlagi Sigurðar að mati ákæruvaldsins, hafi hvorki heyrt beint né óbeint undir hann. „Það er margsagt að hann hafði engin afskipti af starfsemi deildar eigin viðskipta á ákærutímabilinu og hann hefur sagt að hann hafi ekki einu sinni vitað hvernig var staðið var að viðskiptum deildar eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum,” sagði Gestur meðal annars.Sjá einnig: Verjandi Hreiðars Más segir hann ekki hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum Þá sagði Gestur að sú röksemdarfærsla héraðsdóms fyrir sakfellingu Sigurðar að hann og Hreiðar Már hafi verið í nánum tengslum gæti ekki staðist einfaldlega vegna þess að þeir væru ekki sami maðurinn. Sigurður hafi þar að auki ekki haft neina ástæðu til þess að ætla að eitthvað ólögmætt ætti sér stað í deild eigin viðskipta. Sagði Gestur jafnframt að það væri ranglega gengið út frá því að staða Sigurðar og Hreiðars Más innan Kaupþings hafi verið sú sama. Boðvald Sigurðar hafi verið að bera upp mál í stjórn félagsins auk þess sem hann hafi verið einn fjögurra manna í lánanefnd stjórnar. Hreiðar Már var hins vegar eins og kunnugt er forstjóri bankans. Mismunun blasi við Að mati Gests hefur skjólstæðingi síðan verið mismunað af hálfu ákæruvaldsins þar sem hann er eini stjórnarformaður stóru viðskiptabankanna þriggja sem ákærður er í markaðsmisnotkunarmáli, en ákært hefur verið í sambærilegum málum vegna Landsbankans og Glitnis. Vísaði Gestur í ákæru í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem þingfest var fyrr á árinu og sagði að þar lægi fyrir að stjórnarformaður bankans hefði samþykkt lánveitingar sem ákært er fyrir í málinu. Þó er stjórnarformaðurinn ekki ákærður heldur aðeins fyrrverandi forstjóri bankans, Lárus Welding. Sagði Gestur að mismunun blasi því við hvað varðar Sigurð Einarsson. Tengdar fréttir Hreiðar Már og Magnús læstu sig inni þegar stefnuvottur mætti á Kvíabryggju Samtök sparifjáreiganda lögsóttu nokkra af lykilstjórnendum Kaupþings fyrir hrun og kröfðu um rúmlega 900 milljón króna í skaðabætur. 9. september 2016 15:00 Verjandi Hreiðars Más segir hann ekki hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum Hörður Felix segir að ekkert hafi gefið til kynna á þeim tíma þegar meint brot áttu sér stað að það væri óheimilt fyrir útgefendur hlutabréfa að stunda viðskipti með þau sömu bréf. 9. september 2016 12:15 Saksóknari harðorður: „Enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið“ "Þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn Þorvaldsson saksóknari í Hæstarétti í morgun. 9. september 2016 09:52 Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Gestur Jónsson verjandi Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns segir skjólstæðing sinn ekki hafa átt neinn hlut að máli í þeim viðskiptum sem ákært er fyrir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið er flutt fyrir Hæstarétti í dag. Sigurður er ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings. Er hann ákærður bæði fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008, en í héraði var hann dæmdur fyrir markaðsmisnotkun. Verjandi Sigurðar fór fram á sýknu en til vara ómerkingar á dómi héraðsdóms. Hann sagði skjólstæðing ekki skilja það hvernig hægt hafi verið að dæma hann í málinu og að hann gæti ekki sætt sig við það. Gestur tiltók svo nokkur atriði til rökstuðnings sýknu í málinu. Nefndi hann meðal annars að Sigurður hafi búið í London á ákærutímabilinu og haft starfsstöð þar. Þá hafi hann ekki verið stjórnandi í daglegum rekstri bankans og deild eigin viðskipta Kaupþings, sem seldi og keypti óeðlilega mikið af hlutabréfum í bankanum sjálfum meðal annars að undirlagi Sigurðar að mati ákæruvaldsins, hafi hvorki heyrt beint né óbeint undir hann. „Það er margsagt að hann hafði engin afskipti af starfsemi deildar eigin viðskipta á ákærutímabilinu og hann hefur sagt að hann hafi ekki einu sinni vitað hvernig var staðið var að viðskiptum deildar eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum,” sagði Gestur meðal annars.Sjá einnig: Verjandi Hreiðars Más segir hann ekki hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum Þá sagði Gestur að sú röksemdarfærsla héraðsdóms fyrir sakfellingu Sigurðar að hann og Hreiðar Már hafi verið í nánum tengslum gæti ekki staðist einfaldlega vegna þess að þeir væru ekki sami maðurinn. Sigurður hafi þar að auki ekki haft neina ástæðu til þess að ætla að eitthvað ólögmætt ætti sér stað í deild eigin viðskipta. Sagði Gestur jafnframt að það væri ranglega gengið út frá því að staða Sigurðar og Hreiðars Más innan Kaupþings hafi verið sú sama. Boðvald Sigurðar hafi verið að bera upp mál í stjórn félagsins auk þess sem hann hafi verið einn fjögurra manna í lánanefnd stjórnar. Hreiðar Már var hins vegar eins og kunnugt er forstjóri bankans. Mismunun blasi við Að mati Gests hefur skjólstæðingi síðan verið mismunað af hálfu ákæruvaldsins þar sem hann er eini stjórnarformaður stóru viðskiptabankanna þriggja sem ákærður er í markaðsmisnotkunarmáli, en ákært hefur verið í sambærilegum málum vegna Landsbankans og Glitnis. Vísaði Gestur í ákæru í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem þingfest var fyrr á árinu og sagði að þar lægi fyrir að stjórnarformaður bankans hefði samþykkt lánveitingar sem ákært er fyrir í málinu. Þó er stjórnarformaðurinn ekki ákærður heldur aðeins fyrrverandi forstjóri bankans, Lárus Welding. Sagði Gestur að mismunun blasi því við hvað varðar Sigurð Einarsson.
Tengdar fréttir Hreiðar Már og Magnús læstu sig inni þegar stefnuvottur mætti á Kvíabryggju Samtök sparifjáreiganda lögsóttu nokkra af lykilstjórnendum Kaupþings fyrir hrun og kröfðu um rúmlega 900 milljón króna í skaðabætur. 9. september 2016 15:00 Verjandi Hreiðars Más segir hann ekki hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum Hörður Felix segir að ekkert hafi gefið til kynna á þeim tíma þegar meint brot áttu sér stað að það væri óheimilt fyrir útgefendur hlutabréfa að stunda viðskipti með þau sömu bréf. 9. september 2016 12:15 Saksóknari harðorður: „Enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið“ "Þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn Þorvaldsson saksóknari í Hæstarétti í morgun. 9. september 2016 09:52 Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Hreiðar Már og Magnús læstu sig inni þegar stefnuvottur mætti á Kvíabryggju Samtök sparifjáreiganda lögsóttu nokkra af lykilstjórnendum Kaupþings fyrir hrun og kröfðu um rúmlega 900 milljón króna í skaðabætur. 9. september 2016 15:00
Verjandi Hreiðars Más segir hann ekki hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum Hörður Felix segir að ekkert hafi gefið til kynna á þeim tíma þegar meint brot áttu sér stað að það væri óheimilt fyrir útgefendur hlutabréfa að stunda viðskipti með þau sömu bréf. 9. september 2016 12:15
Saksóknari harðorður: „Enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið“ "Þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn Þorvaldsson saksóknari í Hæstarétti í morgun. 9. september 2016 09:52
Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35