Kaffitár og Rammagerðin annast verslun og veitingasölu í nýrri Perlu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. október 2016 16:20 Perlan verður afhent nýjum rekstraraðilum í janúar. Myndvinnsla/Garðar Kaffitár og Rammagerðin munu annast veitingasölu og verslun í Perlunni eftir breytingar vegna náttúrusýningarinnar sem verður sett upp þar. Samningar hafa náðst milli Perlu norðursins, Kaffitárs og Rammagerðarinnar þess efnis. Fyrri hluti sýningarinnar opnar í byrjun sumars 2017 og hefjast verslunin og veitingasalan á sama tíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Gert er ráð fyrir að veitingastaður, kaffihús og verslun leggi undir sig fjórðu, fimmtu og sjöttu hæð Perlunnar og mun gestum gefast tækifæri á að fara út á útsýnispallinn líkt og nú tíðkast. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs segir fyrirtækið hlakka til að taka þátt í nýrri Perlu. „Ný Perla er metnaðarfullt verkefni í alla staði, sem við hlökkum til að taka þátt í,” segir Aðalheiður. Hún segir að kaffihúsið verði með vísan í náttúrusýninguna og að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í takt við hana. „Við munum þar með auka vöruúrvalið okkar í takt við sýninguna og til að mynda verður boðið upp á bjór og ís sem verður sérframleiddur fyrir okkur.” Rammagerðin mun annast verslun í Perlunni, en fyrirtækið vinnur með um fjögur hundruð íslenskum hönnuðum og handverksfólki. Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, tekur í sama streng og Aðalheiður og segist spennt fyrir að taka þátt í nýrri Perlu. „Það er spennandi að fá að taka á móti fólkinu. Við sjáum fyrir okkur að bjóða upp á íslenska gestrisni eins og hún gerist best og vísa þar í sveitasæluna. Hafa þetta eins og þegar fólk var að koma í sveitina í gamla daga, þá var tekið vel á móti og við erum sannarlega tilbúin að taka á móti gestunum,” segir Lovísa. Samkvæmt Agnesi Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Perlu norðursins, verður Perlan afhent nýjum rekstraraðilum í janúar og þá hefjist framkvæmdir við náttúrusafn og veitinga- og verslunarrými. Perlan mun ekki loka á meðan á framkvæmdum við sýninguna stendur. Íslenskur bjór Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Kaffitár og Rammagerðin munu annast veitingasölu og verslun í Perlunni eftir breytingar vegna náttúrusýningarinnar sem verður sett upp þar. Samningar hafa náðst milli Perlu norðursins, Kaffitárs og Rammagerðarinnar þess efnis. Fyrri hluti sýningarinnar opnar í byrjun sumars 2017 og hefjast verslunin og veitingasalan á sama tíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Gert er ráð fyrir að veitingastaður, kaffihús og verslun leggi undir sig fjórðu, fimmtu og sjöttu hæð Perlunnar og mun gestum gefast tækifæri á að fara út á útsýnispallinn líkt og nú tíðkast. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs segir fyrirtækið hlakka til að taka þátt í nýrri Perlu. „Ný Perla er metnaðarfullt verkefni í alla staði, sem við hlökkum til að taka þátt í,” segir Aðalheiður. Hún segir að kaffihúsið verði með vísan í náttúrusýninguna og að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í takt við hana. „Við munum þar með auka vöruúrvalið okkar í takt við sýninguna og til að mynda verður boðið upp á bjór og ís sem verður sérframleiddur fyrir okkur.” Rammagerðin mun annast verslun í Perlunni, en fyrirtækið vinnur með um fjögur hundruð íslenskum hönnuðum og handverksfólki. Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, tekur í sama streng og Aðalheiður og segist spennt fyrir að taka þátt í nýrri Perlu. „Það er spennandi að fá að taka á móti fólkinu. Við sjáum fyrir okkur að bjóða upp á íslenska gestrisni eins og hún gerist best og vísa þar í sveitasæluna. Hafa þetta eins og þegar fólk var að koma í sveitina í gamla daga, þá var tekið vel á móti og við erum sannarlega tilbúin að taka á móti gestunum,” segir Lovísa. Samkvæmt Agnesi Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Perlu norðursins, verður Perlan afhent nýjum rekstraraðilum í janúar og þá hefjist framkvæmdir við náttúrusafn og veitinga- og verslunarrými. Perlan mun ekki loka á meðan á framkvæmdum við sýninguna stendur.
Íslenskur bjór Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira