Tekst Þóri loks að vinna sigur á Rússum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2016 15:45 Þórir hefur aldrei stýrt norska liðinu til sigurs á því rússneska í keppnisleik. vísir/epa Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur Þórir Hergeirsson aldrei stýrt Noregi til sigurs á Rússlandi í keppnisleik. Norðmenn og Rússar mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Svíþjóð í kvöld. Bæði lið eru búin að tryggja sér sæti í milliriðli en leikurinn skiptir samt miklu máli upp á hvað þau taka mörg stig með sér í milliriðil. Með sigri á Rússum fer norska liðið með fjögur stig inn í milliriðil og er þar með í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Noregur fer þó aldrei með minna en tvö stig inn í milliriðil þökk sé sigrum í fyrstu tveimur leikjunum í D-riðli.Nora Mörk er hættulegasti sóknarmaður norska liðsins.vísir/gettyAðeins fjórir mánuðir eru liðnir frá síðasta keppnisleik Noregs og Rússland en þann 20. ágúst síðastliðinn mættust liðin í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Leikurinn var mögnuð skemmtun og úrslitin réðust ekki fyrr en undir lok framlengingar. Því miður fyrir Þóri og norsku stelpurnar höfðu Rússar betur, 38-37. Rússland varð svo Ólympíumeistari eftir 22-19 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum en Noregur tók bronsið eftir stórsigur á Hollandi í leiknum um 3. sætið. Noregur og Rússland mættust einnig í undanúrslitum á HM 2009, á fyrsta stórmóti Þóris með norska liðið. Þar unnu Rússar nokkuð öruggan sigur, 28-20, og tryggðu sér í kjölfarið heimsmeistaratitilinn. Liðin mættust svo í 1. umferð riðlakeppninnar á HM 2015 þar sem Rússar höfðu betur, 26-25. Tapið breytti þó litlu fyrir norsku stelpurnar sem stóðu uppi sem Evrópumeistarar.Yevgeny Trefilov er ófeiminn við að láta sína leikmenn heyra það.vísir/gettyNorska liðið er ívið sigurstranglegra fyrir leikinn í kvöld. Það vann það rússneska í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM og hefur spilað betur á mótinu í Svíþjóð til þessa. Yevgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, er ekki sáttur með spilamennsku síns liðs á EM og segir að liðið svífi enn á bleiku skýi eftir Ólympíuleikana. „Enginn veit af hverju við urðu Ólympíumeistarar og enginn veit af hverju við töpuðum í dag,“ sagði Trefilov eftir tapið fyrir Rúmeníu í fyrradag. „Ólympíuveislan stendur enn yfir. Leikmennirnir eru einfaldlega ekki tilbúnir fyrir EM, því miður,“ bætti Trefilov við.Leikur Noregs og Rússlands hefst klukkan 19:45 í kvöld. Handbolti Tengdar fréttir Varamarkvörðurinn lokaði markinu í sigri á Ólympíumeisturunum Rúmenía og Svartfjallaland unnu leiki sína í dag í annarri umferð í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Svíþjóð. Rúmenar unnu óvæntan sigur á Ólympíumeisturum Rússa og settu riðil Norðmanna í smá uppnám. 7. desember 2016 19:06 Átján marka stórsigur hjá stelpunum hans Þóris Norska kvennalandsliðið vann átján marka sigur á Króatíu, 34-16, í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta. 7. desember 2016 21:17 Þórir og stelpurnar byrja á sigri á EM Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til tveggja marka sigurs á Rúmeníu í kvöld, 23-21, í fyrsta leik liðsins á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 21:24 Stelpurnar hans Þóris unnu sigur á Rússum Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handknattleik mættu því rússneska á æfingamóti í Noregi í dag. 27. nóvember 2016 19:30 Ná norsku stelpurnar í sjötta gullið undir stjórn Þóris? Titilvörn norska kvennalandsliðsins í handbolta hefst í kvöld þegar það mætir Rúmeníu í D-riðli á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 15:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur Þórir Hergeirsson aldrei stýrt Noregi til sigurs á Rússlandi í keppnisleik. Norðmenn og Rússar mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í Svíþjóð í kvöld. Bæði lið eru búin að tryggja sér sæti í milliriðli en leikurinn skiptir samt miklu máli upp á hvað þau taka mörg stig með sér í milliriðil. Með sigri á Rússum fer norska liðið með fjögur stig inn í milliriðil og er þar með í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Noregur fer þó aldrei með minna en tvö stig inn í milliriðil þökk sé sigrum í fyrstu tveimur leikjunum í D-riðli.Nora Mörk er hættulegasti sóknarmaður norska liðsins.vísir/gettyAðeins fjórir mánuðir eru liðnir frá síðasta keppnisleik Noregs og Rússland en þann 20. ágúst síðastliðinn mættust liðin í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Leikurinn var mögnuð skemmtun og úrslitin réðust ekki fyrr en undir lok framlengingar. Því miður fyrir Þóri og norsku stelpurnar höfðu Rússar betur, 38-37. Rússland varð svo Ólympíumeistari eftir 22-19 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum en Noregur tók bronsið eftir stórsigur á Hollandi í leiknum um 3. sætið. Noregur og Rússland mættust einnig í undanúrslitum á HM 2009, á fyrsta stórmóti Þóris með norska liðið. Þar unnu Rússar nokkuð öruggan sigur, 28-20, og tryggðu sér í kjölfarið heimsmeistaratitilinn. Liðin mættust svo í 1. umferð riðlakeppninnar á HM 2015 þar sem Rússar höfðu betur, 26-25. Tapið breytti þó litlu fyrir norsku stelpurnar sem stóðu uppi sem Evrópumeistarar.Yevgeny Trefilov er ófeiminn við að láta sína leikmenn heyra það.vísir/gettyNorska liðið er ívið sigurstranglegra fyrir leikinn í kvöld. Það vann það rússneska í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM og hefur spilað betur á mótinu í Svíþjóð til þessa. Yevgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, er ekki sáttur með spilamennsku síns liðs á EM og segir að liðið svífi enn á bleiku skýi eftir Ólympíuleikana. „Enginn veit af hverju við urðu Ólympíumeistarar og enginn veit af hverju við töpuðum í dag,“ sagði Trefilov eftir tapið fyrir Rúmeníu í fyrradag. „Ólympíuveislan stendur enn yfir. Leikmennirnir eru einfaldlega ekki tilbúnir fyrir EM, því miður,“ bætti Trefilov við.Leikur Noregs og Rússlands hefst klukkan 19:45 í kvöld.
Handbolti Tengdar fréttir Varamarkvörðurinn lokaði markinu í sigri á Ólympíumeisturunum Rúmenía og Svartfjallaland unnu leiki sína í dag í annarri umferð í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Svíþjóð. Rúmenar unnu óvæntan sigur á Ólympíumeisturum Rússa og settu riðil Norðmanna í smá uppnám. 7. desember 2016 19:06 Átján marka stórsigur hjá stelpunum hans Þóris Norska kvennalandsliðið vann átján marka sigur á Króatíu, 34-16, í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta. 7. desember 2016 21:17 Þórir og stelpurnar byrja á sigri á EM Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til tveggja marka sigurs á Rúmeníu í kvöld, 23-21, í fyrsta leik liðsins á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 21:24 Stelpurnar hans Þóris unnu sigur á Rússum Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handknattleik mættu því rússneska á æfingamóti í Noregi í dag. 27. nóvember 2016 19:30 Ná norsku stelpurnar í sjötta gullið undir stjórn Þóris? Titilvörn norska kvennalandsliðsins í handbolta hefst í kvöld þegar það mætir Rúmeníu í D-riðli á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 15:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Varamarkvörðurinn lokaði markinu í sigri á Ólympíumeisturunum Rúmenía og Svartfjallaland unnu leiki sína í dag í annarri umferð í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Svíþjóð. Rúmenar unnu óvæntan sigur á Ólympíumeisturum Rússa og settu riðil Norðmanna í smá uppnám. 7. desember 2016 19:06
Átján marka stórsigur hjá stelpunum hans Þóris Norska kvennalandsliðið vann átján marka sigur á Króatíu, 34-16, í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta. 7. desember 2016 21:17
Þórir og stelpurnar byrja á sigri á EM Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til tveggja marka sigurs á Rúmeníu í kvöld, 23-21, í fyrsta leik liðsins á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 21:24
Stelpurnar hans Þóris unnu sigur á Rússum Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handknattleik mættu því rússneska á æfingamóti í Noregi í dag. 27. nóvember 2016 19:30
Ná norsku stelpurnar í sjötta gullið undir stjórn Þóris? Titilvörn norska kvennalandsliðsins í handbolta hefst í kvöld þegar það mætir Rúmeníu í D-riðli á EM í Svíþjóð. 5. desember 2016 15:15