Martin Hermannsson og félagar í Charleville-Mezieres unnu sinn þriðja sigur í röð í frönsku b-deildinni í kvöld og gefa ekkert eftir í toppbaráttunni.
Charleville-Mezieres vann þá sextán stiga sigur á Le Havre á útivelli, 80-60 eftir að hafa verið sjö stigum undir í hálfleik, 33-40.
Charleville-Mezieres hefur nú unnið 7 af 9 leikjum sínum og er í öðru sæti á eftir Fos Ouest Basket sem hefur unnið alla níu leiki sína.
Martin Hermannsson var með 8 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum en hann þær 26 mínútur sem hann spilaði vann Charleville-Meziere liðið með fimmtán stigum.
Martin náði ekki að skora þriggja stiga körfur í kvöld, úr tveimur skotum, og fékk heldur ekki víti sem er óvenjulegt. Hann hitti alls úr 4 af 10 skotum sínum.
Martin rólegur í öruggum sigri Charleville-Mezieres
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn