Er hitakerfið tilbúið fyrir veturinn? Stefán Þór Pálsson skrifar 14. október 2016 07:00 Öll þekkjum við þá notalegu tilfinningu að koma inn blaut og hrakin úr íslenskum hráslaga inn í heita og notalega íbúð, setjast niður með heitan kaffibolla og finna ylinn leika um kaldan kroppinn. Ekki er jafn notalegt að koma þannig inn í kalda íbúð, allir ofnar rétt volgir og hvergi yl að fá. Þá setjumst við ekki niður heldur hlaupum um alla íbúð fiktandi í hitastillum og öðrum stjórnbúnaði til að koma kerfinu í gang sem oft endar með símtali í píparann. Vandamálið er að þegar íbúðin er orðin köld þá hækkum við oft vel í kerfinu og aukum þrýstinginn til þess að íbúðin hitni hratt og örugglega og látum þar við sitja, glöð með að vera komin með hita á húsið. Þetta á einnig við um píparann sem oft í fyrstu kuldaköstum haustins, hleypur um borg og bæ til að redda sem flestum, oft með bráðabirgðareddingu og loforði um að koma seinna til að fara almennilega yfir kerfið sem getur síðan gleymst. Öll viljum við hafa heitt og notalegt inni og okkur hefur verið kennt í gegnum tíðina að við búum við ódýra orku og þess vegna höfum við kannski lagt lítið upp úr því að spara hitaveituvatnið. En á síðustu árum hefur verð á heitu vatni hækkað töluvert og því borgar sig að fara vel með það. Í útreikningi á hvort íbúðarhús sé með litla eða of mikla eyðslu þá byrjum við á að finna hlutfallstölu út frá rúmmáli húss. Það er rúmmetrar vatns á ári deilt með rúmmáli húss = hlutfallstala. Þumalputtareglan sem við píparar notum er sú að ef hlutfallstalan fer yfir 1.5 þá sé eyðslan orðin of mikil og rétt sé orðið að yfirfara og stilla hitakerfið. Því miður þá erum við lítt vakandi yfir lagnakerfum okkar og gerum sjaldan nokkuð fyrr en eitthvað bjátar á. Svo sem þegar íbúðin er orðin köld, snjóbræðslan bræðir ekki af sér, aukareikningur kemur frá hitaveitunni o.s.frv. Reglulegt eftirlit og viðhald sparar okkur þessi óþægindi og oft óþarfa kostnað vegna tjóna. Nú fara haustlægðirnar að streyma yfir landið og skammdegið er að skella á með öllum sínum köldu veðurbrigðum. Er ekki rétt að láta fagmann yfirfara kerfið fyrir veturinn þannig að það virki sem skyldi þegar á reynir. Ágætis upplýsingar má finna undir Þjónusta og ráð á veitur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Öll þekkjum við þá notalegu tilfinningu að koma inn blaut og hrakin úr íslenskum hráslaga inn í heita og notalega íbúð, setjast niður með heitan kaffibolla og finna ylinn leika um kaldan kroppinn. Ekki er jafn notalegt að koma þannig inn í kalda íbúð, allir ofnar rétt volgir og hvergi yl að fá. Þá setjumst við ekki niður heldur hlaupum um alla íbúð fiktandi í hitastillum og öðrum stjórnbúnaði til að koma kerfinu í gang sem oft endar með símtali í píparann. Vandamálið er að þegar íbúðin er orðin köld þá hækkum við oft vel í kerfinu og aukum þrýstinginn til þess að íbúðin hitni hratt og örugglega og látum þar við sitja, glöð með að vera komin með hita á húsið. Þetta á einnig við um píparann sem oft í fyrstu kuldaköstum haustins, hleypur um borg og bæ til að redda sem flestum, oft með bráðabirgðareddingu og loforði um að koma seinna til að fara almennilega yfir kerfið sem getur síðan gleymst. Öll viljum við hafa heitt og notalegt inni og okkur hefur verið kennt í gegnum tíðina að við búum við ódýra orku og þess vegna höfum við kannski lagt lítið upp úr því að spara hitaveituvatnið. En á síðustu árum hefur verð á heitu vatni hækkað töluvert og því borgar sig að fara vel með það. Í útreikningi á hvort íbúðarhús sé með litla eða of mikla eyðslu þá byrjum við á að finna hlutfallstölu út frá rúmmáli húss. Það er rúmmetrar vatns á ári deilt með rúmmáli húss = hlutfallstala. Þumalputtareglan sem við píparar notum er sú að ef hlutfallstalan fer yfir 1.5 þá sé eyðslan orðin of mikil og rétt sé orðið að yfirfara og stilla hitakerfið. Því miður þá erum við lítt vakandi yfir lagnakerfum okkar og gerum sjaldan nokkuð fyrr en eitthvað bjátar á. Svo sem þegar íbúðin er orðin köld, snjóbræðslan bræðir ekki af sér, aukareikningur kemur frá hitaveitunni o.s.frv. Reglulegt eftirlit og viðhald sparar okkur þessi óþægindi og oft óþarfa kostnað vegna tjóna. Nú fara haustlægðirnar að streyma yfir landið og skammdegið er að skella á með öllum sínum köldu veðurbrigðum. Er ekki rétt að láta fagmann yfirfara kerfið fyrir veturinn þannig að það virki sem skyldi þegar á reynir. Ágætis upplýsingar má finna undir Þjónusta og ráð á veitur.is.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar