Vextir óbreyttir þrátt fyrir lengsta stöðugleikaskeið aldarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2016 18:45 Verðbólga mældist 1,6 prósent í apríl. Hún hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í rúmlega tvö ár samfleytt en samt hefur Seðlabankinn ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,75 prósentum. Var ákvörðun þess efnis kynnt í Seðlabankanum í dag. Verðbólgan fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014. Og hefur haldist þar síðan. Hún fór lægst á þessu tímabili í 0,8 prósent á tímabilinu desember 2014 til febrúar 2015. Verðbólgan hækkaði þegar líða tók á síðasta ár og var 2,2 prósent í ágúst en fór aldrei yfir markmið. Í apríl síðastliðnum mældist hún 1,6 prósent. Þetta er lengsta verðstöðugleikatímabil sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þar með lengsta stöðugleikaskeið þessarar aldar. Stýrivextir mynda gólf fyrir annað vaxtastig í landinu. Fréttastofa hefur áður fjallað um að vextir af íbúðalánum eru miklu hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Velta má fyrir sér hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækkunar nú þegar verðbólgan hefur verið undir markmiði jafn lengi og raun ber vitni. „Það getur verið að við séum með hærra vaxtastig en við þurfum en það getur líka verið að það sé of lágt,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir að það sem hafi haldið verðbólgunni í skefjum hingað til séu erlendir þættir eins og lág alþjóðleg verðbólga og lágt verð á hrávörum eins og olíu, sem vegi þungt. „Þegar þessi áhrif fjara út sitjum við uppi með innlenda þætti sem toga á móti. Hér er komin framleiðsluspenna því umsvif hafa vaxið of hratt. Við höfum, vegna fyrri vandamála, verið að glíma við að verðbólguvæntingar hafa ekki haft trausta kjölfestu í markmiðinu okkar og laun hafa verið að hækka of mikið. Hættan sem við stöndum frammi fyrir er að þegar erlendu áhrifin fjara út munum við glíma við verðbólgu sem mun rísa hratt. Við erum einfaldlega að reyna að tryggja að það gerist ekki,“ segir Þórarinn. Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Verðbólga mældist 1,6 prósent í apríl. Hún hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í rúmlega tvö ár samfleytt en samt hefur Seðlabankinn ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,75 prósentum. Var ákvörðun þess efnis kynnt í Seðlabankanum í dag. Verðbólgan fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014. Og hefur haldist þar síðan. Hún fór lægst á þessu tímabili í 0,8 prósent á tímabilinu desember 2014 til febrúar 2015. Verðbólgan hækkaði þegar líða tók á síðasta ár og var 2,2 prósent í ágúst en fór aldrei yfir markmið. Í apríl síðastliðnum mældist hún 1,6 prósent. Þetta er lengsta verðstöðugleikatímabil sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þar með lengsta stöðugleikaskeið þessarar aldar. Stýrivextir mynda gólf fyrir annað vaxtastig í landinu. Fréttastofa hefur áður fjallað um að vextir af íbúðalánum eru miklu hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Velta má fyrir sér hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækkunar nú þegar verðbólgan hefur verið undir markmiði jafn lengi og raun ber vitni. „Það getur verið að við séum með hærra vaxtastig en við þurfum en það getur líka verið að það sé of lágt,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir að það sem hafi haldið verðbólgunni í skefjum hingað til séu erlendir þættir eins og lág alþjóðleg verðbólga og lágt verð á hrávörum eins og olíu, sem vegi þungt. „Þegar þessi áhrif fjara út sitjum við uppi með innlenda þætti sem toga á móti. Hér er komin framleiðsluspenna því umsvif hafa vaxið of hratt. Við höfum, vegna fyrri vandamála, verið að glíma við að verðbólguvæntingar hafa ekki haft trausta kjölfestu í markmiðinu okkar og laun hafa verið að hækka of mikið. Hættan sem við stöndum frammi fyrir er að þegar erlendu áhrifin fjara út munum við glíma við verðbólgu sem mun rísa hratt. Við erum einfaldlega að reyna að tryggja að það gerist ekki,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent