Biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi: Segir að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 16:15 Ari Edwald forstjóri MS. vísir Ari Edwald forstjóri MS biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi þegar hann gaf í skyn að neytendur myndu borga sektargreiðslu sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir helgi. Í tilkynningu frá Ara segir hann að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS: „Umræða um sekt er heldur ekki tímabær þar sem málinu er ekki lokið og fer nú til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. MS gerir sér sterkar vonir um að endanleg niðurstaða í þessu máli muni ekki fela í sér viðurlög fyrir MS. Stjórnendur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í samræmi við lög og reglur. MS hefur enda aldrei sætt niðurstöðu um að hafa brotið samkeppnisreglur, hvorki af hálfu stjórnvalda né dómstóla,“ segir Ari í tilkynningunni. Mikil umræða hefur skapast um stöðu MS á markaði í kjölfar sektar Samkeppniseftirlitsins en í úrskurði þess segir að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti. Hafa fjölmargir neytendur í kjölfarið gripið til þess ráðs að sniðganga vörur MS og versla frekar vörur frá til dæmis Örnu og KÚ. Í tilkynningunni rekur Ari hvernig ákvarðanir um verð á helstu mjólkurvörum í heildsölu og lágmarksverð til bænda eru teknar af opinberri verðlagsnefnd. „Þar á meðal eru verðákvarðanir á öllum hráefnum sem seld eru samkeppnisaðilum MS og öðrum matvælaframleiðendum. Við ákvarðanatöku styðst verðlagsnefnd meðal annars við kostnaðarþróun í rekstri kúabúa og afurðastöðva. MS hefur því ekki nokkra hagsmuni eða getu til að misnota þá stöðu sem félagið er í. Þvert á móti eru það hagsmunir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á markaði og að vöruþróun fleiri fyrirtækja skili árangri. Skýrsla Hagfræðistofnunar frá síðasta ári og fleiri rannsóknir staðfesta, að sú umgjörð sem mjólkurframleiðsla hefur búið við á undanförnum árum hefur leitt til mikillar hagræðingar í greininni. Sú hagræðing hefur síðan skilað sér til neytenda í lækkuðu vöruverði, sem nemur milljörðum króna árlega,“ segir í tilkynningu forstjóra MS. Tengdar fréttir FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Ari Edwald forstjóri MS biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi þegar hann gaf í skyn að neytendur myndu borga sektargreiðslu sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir helgi. Í tilkynningu frá Ara segir hann að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS: „Umræða um sekt er heldur ekki tímabær þar sem málinu er ekki lokið og fer nú til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. MS gerir sér sterkar vonir um að endanleg niðurstaða í þessu máli muni ekki fela í sér viðurlög fyrir MS. Stjórnendur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í samræmi við lög og reglur. MS hefur enda aldrei sætt niðurstöðu um að hafa brotið samkeppnisreglur, hvorki af hálfu stjórnvalda né dómstóla,“ segir Ari í tilkynningunni. Mikil umræða hefur skapast um stöðu MS á markaði í kjölfar sektar Samkeppniseftirlitsins en í úrskurði þess segir að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti. Hafa fjölmargir neytendur í kjölfarið gripið til þess ráðs að sniðganga vörur MS og versla frekar vörur frá til dæmis Örnu og KÚ. Í tilkynningunni rekur Ari hvernig ákvarðanir um verð á helstu mjólkurvörum í heildsölu og lágmarksverð til bænda eru teknar af opinberri verðlagsnefnd. „Þar á meðal eru verðákvarðanir á öllum hráefnum sem seld eru samkeppnisaðilum MS og öðrum matvælaframleiðendum. Við ákvarðanatöku styðst verðlagsnefnd meðal annars við kostnaðarþróun í rekstri kúabúa og afurðastöðva. MS hefur því ekki nokkra hagsmuni eða getu til að misnota þá stöðu sem félagið er í. Þvert á móti eru það hagsmunir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á markaði og að vöruþróun fleiri fyrirtækja skili árangri. Skýrsla Hagfræðistofnunar frá síðasta ári og fleiri rannsóknir staðfesta, að sú umgjörð sem mjólkurframleiðsla hefur búið við á undanförnum árum hefur leitt til mikillar hagræðingar í greininni. Sú hagræðing hefur síðan skilað sér til neytenda í lækkuðu vöruverði, sem nemur milljörðum króna árlega,“ segir í tilkynningu forstjóra MS.
Tengdar fréttir FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44
Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47