Hlutverk fjölskipaðs stjórnvalds = valdarán fámennrar klíku? Snorri Baldursson skrifar 7. mars 2016 00:00 Forkólfar orkugeirans nota nú öll trixin í bókinni, þar með talið vonda lögfræði, til að kasta rýrð á verkefnisstjórn rammaáætlunar og þær reglur sem hún starfar eftir. Um augljósa hræðslutaktík er að ræða á þeim tímapunkti þegar lokahnykkur við röðun virkjunarkosta í 3. áfanga áætlunarinnar er að hefjast. Aðferðafræðin hefur því miður virkað á ráðuneyti umhverfis- og atvinnumála, sbr. þá ámælisverðu málsmeðferð sem ráðuneytin hafa orðið ber að varðandi tillögu að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Nú síðast blandar orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, sér í málið með afar smekklausum hætti þegar hann líkir störfum verkefnisstjórnarinnar við „valdarán fámennrar klíku“ (Fréttablaðið 27.02). Þar er hann að tala um fjölskipað stjórnvald sem er jafnsett Orkustofnun í stjórnkerfinu.Sneitt fram hjá aðalatriði málsins Orkumálastjóri virðist vera að svara grein minni í Fréttablaðinu frá 23. febrúar sl. en sneiðir þó framhjá helsta efnisatriði málsins sem er eftirfarandi. Þegar Alþingi er búið að ákveða að setja tiltekið svæði í verndarflokk eftir „faglega umfjöllun faghópa, aðkomu fólks og fyrirtækja að umsagnarferlinu og síðast en ekki síst Alþingis Íslendinga“ (orðrétt úr grein Guðna, nema ég vil hafa stóran staf í Alþingi), þá er það ekki léttvæg ákvörðun sem skilyrðislaust ber að endurskoða detti einhverju orkufyrirtæki það í hug, breyti forsendum örlítið og Orkustofnun leggi blessun sína yfir vitleysuna. „Engar líkur eru á að löggjafinn hafi haft slíkt í huga þegar lög um rammaáætlun voru sett“ (aftur orðréttur texti frá Guðna). Verkefnisstjórn rammaáætlunar er þess vegna ekki að ástunda valdarán þegar hún neitar að taka þátt í þessum blekkingarleik, heldur er hún að vinna eftir bókstaf og anda rammaáætlunarlaga. Lögin gera vissulega ráð fyrir því að í undantekningartilvikum sé hægt að taka upp ákvörðun um flokkun í verndar- eða nýtingarflokk, en þau segja líka eftirfarandi: „Stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“ (4. mgr. 6. gr). Það er því alveg ljóst að flokkun landsvæðis í verndarflokk er yfirlýsing Alþingis um yfirvofandi friðlýsingu. Eitthvað meiriháttar á borð við þjóðaröryggi eða svæsna orkukreppu hlýtur að þurfa að koma til áður en rokið er í að endurmeta landsvæði sem búið er að ákveða fyrir aðeins þremur árum og eftir vandaða vinnu að eigi að fara í friðlýsingarferli án tafar. Það er því fráleitt og frekt af Orkustofnun að láta undan þrýstingi orkufyrirtækja um að senda slíka kosti aftur út á mörkina til svokallaðs endurmats.Orkustofnun vanhæf Hefur Orkustofnun forsendur til að meta hvort tilteknar breytingar séu nægilega afgerandi til að þær kalli á endurmat svæðis sem búið er að flokka í verndarflokk? Nei, segi ég, enda gætir stofnunin ekki verndarsjónarmiða og hefur verið gerð afturreka með tillögur sínar eins og frægt er. Fjölskipuð verkefnisstjórn hefur mun betri forsendur til að meta þetta og það er hennar hlutverk samkvæmt rammaáætlunarlögum eins og Landvernd hefur sýnt fram á í ítarlegri umsögn um tillögu að breyttum starfsreglum verkefnisstjórnar. Framganga orkumálastjóra í rammaáætlunarferlinu áður og ívitnuð grein hans er honum síst til sóma, en lýsir aftur á móti miklum hroka í garð lögbundins hlutverks verkefnisstjórnar og heilbrigðrar stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Forkólfar orkugeirans nota nú öll trixin í bókinni, þar með talið vonda lögfræði, til að kasta rýrð á verkefnisstjórn rammaáætlunar og þær reglur sem hún starfar eftir. Um augljósa hræðslutaktík er að ræða á þeim tímapunkti þegar lokahnykkur við röðun virkjunarkosta í 3. áfanga áætlunarinnar er að hefjast. Aðferðafræðin hefur því miður virkað á ráðuneyti umhverfis- og atvinnumála, sbr. þá ámælisverðu málsmeðferð sem ráðuneytin hafa orðið ber að varðandi tillögu að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Nú síðast blandar orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, sér í málið með afar smekklausum hætti þegar hann líkir störfum verkefnisstjórnarinnar við „valdarán fámennrar klíku“ (Fréttablaðið 27.02). Þar er hann að tala um fjölskipað stjórnvald sem er jafnsett Orkustofnun í stjórnkerfinu.Sneitt fram hjá aðalatriði málsins Orkumálastjóri virðist vera að svara grein minni í Fréttablaðinu frá 23. febrúar sl. en sneiðir þó framhjá helsta efnisatriði málsins sem er eftirfarandi. Þegar Alþingi er búið að ákveða að setja tiltekið svæði í verndarflokk eftir „faglega umfjöllun faghópa, aðkomu fólks og fyrirtækja að umsagnarferlinu og síðast en ekki síst Alþingis Íslendinga“ (orðrétt úr grein Guðna, nema ég vil hafa stóran staf í Alþingi), þá er það ekki léttvæg ákvörðun sem skilyrðislaust ber að endurskoða detti einhverju orkufyrirtæki það í hug, breyti forsendum örlítið og Orkustofnun leggi blessun sína yfir vitleysuna. „Engar líkur eru á að löggjafinn hafi haft slíkt í huga þegar lög um rammaáætlun voru sett“ (aftur orðréttur texti frá Guðna). Verkefnisstjórn rammaáætlunar er þess vegna ekki að ástunda valdarán þegar hún neitar að taka þátt í þessum blekkingarleik, heldur er hún að vinna eftir bókstaf og anda rammaáætlunarlaga. Lögin gera vissulega ráð fyrir því að í undantekningartilvikum sé hægt að taka upp ákvörðun um flokkun í verndar- eða nýtingarflokk, en þau segja líka eftirfarandi: „Stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“ (4. mgr. 6. gr). Það er því alveg ljóst að flokkun landsvæðis í verndarflokk er yfirlýsing Alþingis um yfirvofandi friðlýsingu. Eitthvað meiriháttar á borð við þjóðaröryggi eða svæsna orkukreppu hlýtur að þurfa að koma til áður en rokið er í að endurmeta landsvæði sem búið er að ákveða fyrir aðeins þremur árum og eftir vandaða vinnu að eigi að fara í friðlýsingarferli án tafar. Það er því fráleitt og frekt af Orkustofnun að láta undan þrýstingi orkufyrirtækja um að senda slíka kosti aftur út á mörkina til svokallaðs endurmats.Orkustofnun vanhæf Hefur Orkustofnun forsendur til að meta hvort tilteknar breytingar séu nægilega afgerandi til að þær kalli á endurmat svæðis sem búið er að flokka í verndarflokk? Nei, segi ég, enda gætir stofnunin ekki verndarsjónarmiða og hefur verið gerð afturreka með tillögur sínar eins og frægt er. Fjölskipuð verkefnisstjórn hefur mun betri forsendur til að meta þetta og það er hennar hlutverk samkvæmt rammaáætlunarlögum eins og Landvernd hefur sýnt fram á í ítarlegri umsögn um tillögu að breyttum starfsreglum verkefnisstjórnar. Framganga orkumálastjóra í rammaáætlunarferlinu áður og ívitnuð grein hans er honum síst til sóma, en lýsir aftur á móti miklum hroka í garð lögbundins hlutverks verkefnisstjórnar og heilbrigðrar stjórnsýslu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar