Porsche frumsýnir beinskipt villidýr í Genf Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2016 13:43 Porsche 911 R. Sportbílaframleiðandinn Porsche er óútreiknanlegur, það er eðli frumkvöðla. Þegar ofursportbíllinn Porsche 911 GT3, sem búinn er fullkomnustu sjálfskiptingu sem þróuð hefur verið, var settur á markað, fylgdi það sögunni að aldrei nokkurn tímann yrði boðið uppá svo öflugan bíl með beinskiptingu, enda óþarfi þegar völ væri á slíkri yfirburða sjálfskiptingu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, þar sem fjallað er um málið, kemur fram að hörðustu aðdáendum Porsche fannst ómaklega að sér vegið og létu það heyrast að þeir ættu nánast sögulegan rétt á slíku tryllitæki með „gírstöng“. Og hvað gerist? Forráðamenn Porsche taka til baka fyrri yfirlýsingar og svöruðu kallinu á þann eina veg sem þeir kunna; að kynna til sögunnar, beinskiptan, 500 hestafla draumasportbíl sem rýfur 100km/klst múrinn á litlum 3.8 sek. Hann ber nafnið Porsche 911 R og er nú aðalnúmerið í Porsche básnum á bílasýningunni í Genf. Porsche hefur þó sett þann varnagla á að einungis verði framleidd 991 eintök af 911 R. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Sportbílaframleiðandinn Porsche er óútreiknanlegur, það er eðli frumkvöðla. Þegar ofursportbíllinn Porsche 911 GT3, sem búinn er fullkomnustu sjálfskiptingu sem þróuð hefur verið, var settur á markað, fylgdi það sögunni að aldrei nokkurn tímann yrði boðið uppá svo öflugan bíl með beinskiptingu, enda óþarfi þegar völ væri á slíkri yfirburða sjálfskiptingu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, þar sem fjallað er um málið, kemur fram að hörðustu aðdáendum Porsche fannst ómaklega að sér vegið og létu það heyrast að þeir ættu nánast sögulegan rétt á slíku tryllitæki með „gírstöng“. Og hvað gerist? Forráðamenn Porsche taka til baka fyrri yfirlýsingar og svöruðu kallinu á þann eina veg sem þeir kunna; að kynna til sögunnar, beinskiptan, 500 hestafla draumasportbíl sem rýfur 100km/klst múrinn á litlum 3.8 sek. Hann ber nafnið Porsche 911 R og er nú aðalnúmerið í Porsche básnum á bílasýningunni í Genf. Porsche hefur þó sett þann varnagla á að einungis verði framleidd 991 eintök af 911 R.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent