Ef íslenskir stjórnmálamenn væru afburðastjórnendur Agnes Hólm Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Mikið er til af kenningum og matsaðferðum við að meta árangur og stjórnun skipulagsheilda. Án þess að fara í saumana á muninum á rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, viðskiptafræði og stjórnun má velta fyrir sér af hverju það virðist svona flókið að stjórna landi eins og Íslandi, með um 330.000 íbúa. Hjá Siemens starfa til dæmis um 350.000 manns og hjá Securitas starfa um 330.000 manns. Afburðastjórnendur hafa hagsmuni allra lykilhagsmunaaðila að leiðarljósi og vinna stöðugt að því að bæta ánægju þeirra allra. Það er sem sagt ekki talin góð stjórnun að þjóna helst vinum, vandamönnum eða öðrum sem stjórnendur kæra sig mest um. Afburðaforysta felur einnig í sér að þróa hlutverk, framtíðarsýn og góð gildi sem er fylgt eftir. Það er auðvelt að ímynda sér að meginhlutverk ríkisstjórnar sé einmitt þessi stjórnun og umbætur á þörfum og væntingum íbúa. Ef framtíðarsýnin byggðist á einhvers konar metnaði má auðveldlega ímynda sér að hún fæli í sér að það væri einstaklega gott að búa á Íslandi. Að minnsta kosti jafngott og í nágrannalöndunum eða jafnvel betra. Að allir hafi nauðsynlegan aðgang að heilbrigðisþjónustu og enginn þurfi að verða gjaldþrota vegna veikinda. Að almennir borgarar geti eignast húsnæðið sitt ef þeim sýnist svo. Að almennir borgarar geti leigt húsnæði ef þeim sýnist svo. Að nemendur séu styrktir til náms. Að frumkvöðlar séu styrktir til framkvæmda. Að foreldrar geti verið heima með börnunum sínum ef þeim sýnist svo. Að lítil börn og gamalt fólk geti fengið hollan og næringarríkan mat. Að almennir borgarar hætti að greiða fyrir vitleysingagang þeirra ríku. Fjárdráttur, mútuþægni, lygar, hroki, geymsla fjármagns í skattaskjólum og vinalýðræði teljast varla góð gildi í nútímaþjóðfélagi.Fyrirmynd annarra í siðferði Afburðastjórnendur eru fyrirmynd annarra í siðferði en margt bendir til þess að almennir borgarar á Íslandi hafi betra siðferði en sumar hverjar af svokölluðum fyrirmyndum. Afburðastjórnendur eru einnig góðir að virkja aðra með sér en fjölmargir stjórnmálamenn á Íslandi í dag eiga í mesta basli með að virkja eigin stjórnmálaflokk – hvað þá aðra. Traust, virðing, auðmýkt og jafningabragur eru einnig oft nefnd sem einkenni afburðastjórnenda. Sumir þeirra eru jafnvel fljótir að axla persónulega ábyrgð þegar miður fer en þakka samstarfsmönnum sínum og undirmönnum þegar vel gengur. Þetta er allt hluti af því að taka persónulega ábyrgð á ævarandi uppbyggingu á framúrskarandi samstarfsmenningu. Almennir borgarar geta auðveldlega fengið kvíðakast af að horfa á starfshættina á Alþingi og þá átakamenningu sem þar ríkir. Alls ekki svo framúrskarandi. Afburðastjórnendur sjá einnig til þess að ferli og þjónusta séu vel hönnuð, vel stjórnað og stöðugt bætt til að bæta ánægju viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila. Það eru til vel reknar skipulagsheildir á vegum hins opinbera. ÁTVR er þar gott dæmi og hefur unnið til ýmiss konar stjórnunarverðlauna sem undirstrikar það. Aðra sögu er að segja um nokkrar aðrar. Sjúklingar, aldraðir og leikskólabörn eru móttakendur þjónustu – viðskiptavinir. Alþingismenn hafa látið í sér heyra á opinberum vettvangi vegna lélegs skipulags á Alþingi. Að verklagið þar bitni beinlínis á þjóðinni. Góð hönnun kostar ekki pening, hún sparar pening og eykur þjónustu. Það er ekki vegna þess að starfsfólkið vilji ekki gera sitt besta. Forystan er brotin og almennur starfsmaður hefur lítil eða engin völd til umbóta. Afburðastjórnendur hafa jafnrétti í hávegum og fólki er ekki mismunað vegna kyns, kynþáttar eða trúarbragða. Tiltekinn stjórnmálaflokkur virðist hafa einstaka velþóknun á miðaldra hvítum karlmönnum og tiltekin stofnun virðist ekki geta haft lágmarks mannréttindi að leiðarljósi í hönnun sinni á ferlum og þjónustu til hælisleitanda. Já og hvað er eiginlega málið með allar þessar stofnanir og nefndir? Sumar þjóna sínum tilgangi ágætlega og gera það jafnvel á skilvirkan hátt en tugir og hundruð af þeim í 330.000 íbúa landi – hvernig ætli Siemens myndi ganga með þess háttar stjórnskipulag? Maður spyr sig.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikið er til af kenningum og matsaðferðum við að meta árangur og stjórnun skipulagsheilda. Án þess að fara í saumana á muninum á rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, viðskiptafræði og stjórnun má velta fyrir sér af hverju það virðist svona flókið að stjórna landi eins og Íslandi, með um 330.000 íbúa. Hjá Siemens starfa til dæmis um 350.000 manns og hjá Securitas starfa um 330.000 manns. Afburðastjórnendur hafa hagsmuni allra lykilhagsmunaaðila að leiðarljósi og vinna stöðugt að því að bæta ánægju þeirra allra. Það er sem sagt ekki talin góð stjórnun að þjóna helst vinum, vandamönnum eða öðrum sem stjórnendur kæra sig mest um. Afburðaforysta felur einnig í sér að þróa hlutverk, framtíðarsýn og góð gildi sem er fylgt eftir. Það er auðvelt að ímynda sér að meginhlutverk ríkisstjórnar sé einmitt þessi stjórnun og umbætur á þörfum og væntingum íbúa. Ef framtíðarsýnin byggðist á einhvers konar metnaði má auðveldlega ímynda sér að hún fæli í sér að það væri einstaklega gott að búa á Íslandi. Að minnsta kosti jafngott og í nágrannalöndunum eða jafnvel betra. Að allir hafi nauðsynlegan aðgang að heilbrigðisþjónustu og enginn þurfi að verða gjaldþrota vegna veikinda. Að almennir borgarar geti eignast húsnæðið sitt ef þeim sýnist svo. Að almennir borgarar geti leigt húsnæði ef þeim sýnist svo. Að nemendur séu styrktir til náms. Að frumkvöðlar séu styrktir til framkvæmda. Að foreldrar geti verið heima með börnunum sínum ef þeim sýnist svo. Að lítil börn og gamalt fólk geti fengið hollan og næringarríkan mat. Að almennir borgarar hætti að greiða fyrir vitleysingagang þeirra ríku. Fjárdráttur, mútuþægni, lygar, hroki, geymsla fjármagns í skattaskjólum og vinalýðræði teljast varla góð gildi í nútímaþjóðfélagi.Fyrirmynd annarra í siðferði Afburðastjórnendur eru fyrirmynd annarra í siðferði en margt bendir til þess að almennir borgarar á Íslandi hafi betra siðferði en sumar hverjar af svokölluðum fyrirmyndum. Afburðastjórnendur eru einnig góðir að virkja aðra með sér en fjölmargir stjórnmálamenn á Íslandi í dag eiga í mesta basli með að virkja eigin stjórnmálaflokk – hvað þá aðra. Traust, virðing, auðmýkt og jafningabragur eru einnig oft nefnd sem einkenni afburðastjórnenda. Sumir þeirra eru jafnvel fljótir að axla persónulega ábyrgð þegar miður fer en þakka samstarfsmönnum sínum og undirmönnum þegar vel gengur. Þetta er allt hluti af því að taka persónulega ábyrgð á ævarandi uppbyggingu á framúrskarandi samstarfsmenningu. Almennir borgarar geta auðveldlega fengið kvíðakast af að horfa á starfshættina á Alþingi og þá átakamenningu sem þar ríkir. Alls ekki svo framúrskarandi. Afburðastjórnendur sjá einnig til þess að ferli og þjónusta séu vel hönnuð, vel stjórnað og stöðugt bætt til að bæta ánægju viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila. Það eru til vel reknar skipulagsheildir á vegum hins opinbera. ÁTVR er þar gott dæmi og hefur unnið til ýmiss konar stjórnunarverðlauna sem undirstrikar það. Aðra sögu er að segja um nokkrar aðrar. Sjúklingar, aldraðir og leikskólabörn eru móttakendur þjónustu – viðskiptavinir. Alþingismenn hafa látið í sér heyra á opinberum vettvangi vegna lélegs skipulags á Alþingi. Að verklagið þar bitni beinlínis á þjóðinni. Góð hönnun kostar ekki pening, hún sparar pening og eykur þjónustu. Það er ekki vegna þess að starfsfólkið vilji ekki gera sitt besta. Forystan er brotin og almennur starfsmaður hefur lítil eða engin völd til umbóta. Afburðastjórnendur hafa jafnrétti í hávegum og fólki er ekki mismunað vegna kyns, kynþáttar eða trúarbragða. Tiltekinn stjórnmálaflokkur virðist hafa einstaka velþóknun á miðaldra hvítum karlmönnum og tiltekin stofnun virðist ekki geta haft lágmarks mannréttindi að leiðarljósi í hönnun sinni á ferlum og þjónustu til hælisleitanda. Já og hvað er eiginlega málið með allar þessar stofnanir og nefndir? Sumar þjóna sínum tilgangi ágætlega og gera það jafnvel á skilvirkan hátt en tugir og hundruð af þeim í 330.000 íbúa landi – hvernig ætli Siemens myndi ganga með þess háttar stjórnskipulag? Maður spyr sig.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun