Ómissandi háskólar Oddný Harðardóttir skrifar 6. október 2016 17:22 Háskólar eru ómissandi fyrir þróun samfélagins því þeir hafa áhrif á farsæld þjóðfélagsins alls. Þeir eru drifkraftur atvinnulífsins, og uppspretta þekkingar á okkur sjálfum og umhverfi okkar. Í dag birtist yfirlýsing rektora allra íslensku háskólanna, sem segir að háskólarnir séu í vanda og að kominn sé tími til að fjárfesta í þeim. Við tökum undir þeirra ákall. Vanda þeirra svipar til vanda heilbrigðiskerfisins, en áhrifin eru ekki jafn áþreifanleg. Það eru engir sjúklingar í bílakjöllurum, en til framtíðar litið blasir við fátækara samfélag. Tækifæri fólks til þess að afla sér menntunar er undirstaða þess að hér verði gott að búa og ungt fólk finni sér spennandi störf. Ísland náði nýlega að jafna menntunarstig þjóðarinnar miðað við nágrannaþjóðir okkar. Það er árangur sem standa þarf vörð um og síðan gera betur.Fleiri kennara og hjúkrunarfræðinga Atvinnulífið og háskólarnir eru samofin og nú þarf að líta sérstaklega til stóru háskólamenntuðu stéttanna, hjúkrunarfræðinga og kennara. Áætlað er að um 700 - 800 hjúkrunarfræðingar komist á eftirlaunaaldur á næstu árum en aðeins um 450 muni útskrifast úr hjúkrunarfræðinámi á sama tíma. Við sjáum því fram á gríðarlegan mönnunavanda í náinni framtíð ef ekkert verður að gert, sem auka mun enn frekar álagið á starfandi hjúkrunarfræðinga. Sífellt færri stúdentar skrá sig í kennaranám og komið hefur fram hjá samtökum kennara að margir hætti kennslu vegna lágra launa. Ef fram heldur sem horfir mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og eftir þrjátíu ár fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er, samkvæmt rannsókn sem birt var fyrr á árinu. Nú þegar hefur réttindalausum kennurum í skólum á landsbyggðinni fjölgað mikið sem grefur undir jafnri stöðu barna óháð búsetu.Leysum málið saman Samfylkingin ætlar í samstarfi við háskólana, sveitarfélögin og sjúkrahúsin að gera áætlun til framtíðar og bregðast við þessari fækkun. Háskólarnir eru ómissandi hluti af samfélagi sem við viljum búa í sem er ríkt af mannauði, hugviti og velsæld. Það verður að ráðast strax í að leysa vanda þeirra og styðja við þeirra framtíðaráætlanir eins og rektorarnir hafa kallað eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Háskólar eru ómissandi fyrir þróun samfélagins því þeir hafa áhrif á farsæld þjóðfélagsins alls. Þeir eru drifkraftur atvinnulífsins, og uppspretta þekkingar á okkur sjálfum og umhverfi okkar. Í dag birtist yfirlýsing rektora allra íslensku háskólanna, sem segir að háskólarnir séu í vanda og að kominn sé tími til að fjárfesta í þeim. Við tökum undir þeirra ákall. Vanda þeirra svipar til vanda heilbrigðiskerfisins, en áhrifin eru ekki jafn áþreifanleg. Það eru engir sjúklingar í bílakjöllurum, en til framtíðar litið blasir við fátækara samfélag. Tækifæri fólks til þess að afla sér menntunar er undirstaða þess að hér verði gott að búa og ungt fólk finni sér spennandi störf. Ísland náði nýlega að jafna menntunarstig þjóðarinnar miðað við nágrannaþjóðir okkar. Það er árangur sem standa þarf vörð um og síðan gera betur.Fleiri kennara og hjúkrunarfræðinga Atvinnulífið og háskólarnir eru samofin og nú þarf að líta sérstaklega til stóru háskólamenntuðu stéttanna, hjúkrunarfræðinga og kennara. Áætlað er að um 700 - 800 hjúkrunarfræðingar komist á eftirlaunaaldur á næstu árum en aðeins um 450 muni útskrifast úr hjúkrunarfræðinámi á sama tíma. Við sjáum því fram á gríðarlegan mönnunavanda í náinni framtíð ef ekkert verður að gert, sem auka mun enn frekar álagið á starfandi hjúkrunarfræðinga. Sífellt færri stúdentar skrá sig í kennaranám og komið hefur fram hjá samtökum kennara að margir hætti kennslu vegna lágra launa. Ef fram heldur sem horfir mun grunnskólakennurum fækka verulega á næstu árum og eftir þrjátíu ár fjöldi réttindakennara helmingast frá því sem nú er, samkvæmt rannsókn sem birt var fyrr á árinu. Nú þegar hefur réttindalausum kennurum í skólum á landsbyggðinni fjölgað mikið sem grefur undir jafnri stöðu barna óháð búsetu.Leysum málið saman Samfylkingin ætlar í samstarfi við háskólana, sveitarfélögin og sjúkrahúsin að gera áætlun til framtíðar og bregðast við þessari fækkun. Háskólarnir eru ómissandi hluti af samfélagi sem við viljum búa í sem er ríkt af mannauði, hugviti og velsæld. Það verður að ráðast strax í að leysa vanda þeirra og styðja við þeirra framtíðaráætlanir eins og rektorarnir hafa kallað eftir.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun