Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir Jóhannesson í dómssal áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Hún mun standa út næstu viku. Vísir/GVA Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. Ólafur Þór Hauksson saksóknari fer fram á þunga dóma yfir sakborningum í málinu, líkt og fram kemur í frétt mbl.is, en tæplega fjögur ár eru liðin frá því að ákæra í málinu var gefin út. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008. Þá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Sjá einnig: Lárus um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Aðalmeðferð málsins fór nú fram í annað sinn í héraði en aðalmeðferð fór fyrst fram í málinu vorið 2014 og voru fjórmenningarnir allir sýknaðir. Einn dómara í fjölskipuðum héraðsdómi, Arngrímur Ísberg, vildi þó sakfella þá Lárus, Magnús og Jón Ásgeir en þegar málið var svo tekið fyrir í Hæstarétti eftir að ákæruvaldið áfrýjaði dómnum var dómurinn í héraði ómerktur. Hæstiréttur taldi að sérfróður meðdómandi málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en saksóknari taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur taldi Guðjón vanhæfan til að dæma í málinu og þurfti því að skipa nýja dómara í héraði.Sjá einnig: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir lánið til FS38 Héraðsdómur hefur nú fjórar vikur til þess að kveða upp dóm í málinu. Eins og áður segir fer saksóknari fram á þunga dóma yfir fjórmenningunum. Þannig fer hann fram á að Jón Ásgeir verði dæmdur í fjögurra ára fangelsi og að Lárus fái hegningarauka við fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk í héraði vegna Stím-málsins svokallaða en Hæstiréttur á enn eftir að taka það mál fyrir. Vill Ólafur Þór að refsing Lárusar verði samtals sex ár en það er þyngsta refsing sem menn geta hlotið fyrir efnahagsbrot. Magnús Arnar hlaut tveggja ára dóm í Hæstarétti í svokölluðu BK-máli og fer saksóknari nú fram á tveggja ára hegningarauka við þann dóm. Þá vill saksóknari að Bjarni verði dæmdur í fangelsi í tvö til tvö og hálft ár. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. Ólafur Þór Hauksson saksóknari fer fram á þunga dóma yfir sakborningum í málinu, líkt og fram kemur í frétt mbl.is, en tæplega fjögur ár eru liðin frá því að ákæra í málinu var gefin út. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008. Þá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Sjá einnig: Lárus um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Aðalmeðferð málsins fór nú fram í annað sinn í héraði en aðalmeðferð fór fyrst fram í málinu vorið 2014 og voru fjórmenningarnir allir sýknaðir. Einn dómara í fjölskipuðum héraðsdómi, Arngrímur Ísberg, vildi þó sakfella þá Lárus, Magnús og Jón Ásgeir en þegar málið var svo tekið fyrir í Hæstarétti eftir að ákæruvaldið áfrýjaði dómnum var dómurinn í héraði ómerktur. Hæstiréttur taldi að sérfróður meðdómandi málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en saksóknari taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur taldi Guðjón vanhæfan til að dæma í málinu og þurfti því að skipa nýja dómara í héraði.Sjá einnig: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir lánið til FS38 Héraðsdómur hefur nú fjórar vikur til þess að kveða upp dóm í málinu. Eins og áður segir fer saksóknari fram á þunga dóma yfir fjórmenningunum. Þannig fer hann fram á að Jón Ásgeir verði dæmdur í fjögurra ára fangelsi og að Lárus fái hegningarauka við fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk í héraði vegna Stím-málsins svokallaða en Hæstiréttur á enn eftir að taka það mál fyrir. Vill Ólafur Þór að refsing Lárusar verði samtals sex ár en það er þyngsta refsing sem menn geta hlotið fyrir efnahagsbrot. Magnús Arnar hlaut tveggja ára dóm í Hæstarétti í svokölluðu BK-máli og fer saksóknari nú fram á tveggja ára hegningarauka við þann dóm. Þá vill saksóknari að Bjarni verði dæmdur í fangelsi í tvö til tvö og hálft ár.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33
Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00