Nýskipan bankakerfisins Gunnar Tómasson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Íslenzka ríkið á Landsbankann og Íslandsbanka að fullu ásamt 13% hlut í Arion banka á móti 87% hlut þrotabús Kaupþings. Stefnt er að sölu þess hluta og verður söluandvirði umfram 100 milljarða króna skipt á milli þrotabúsins og ríkisins í ákveðnum hlutföllum. Alþingi hefur gefið heimild til sölu á allt að 30% af eignarhluta ríkisins í Landsbankanum og ráðgert er að selja Íslandsbanka að fullu. Hópur fjögurra stærstu lífeyrissjóða landsins hefur átt í viðræðum um kaup á hluta í Arion banka en einn þeirra, Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna, hefur núna dregið sig út úr þeim. Af og til hefur verið greint frá áhuga fjárfesta í Asíu á kaupum á Íslandsbanka en ekki er ljóst hvort hann er enn til staðar. Átta árum eftir hrun er bankakerfið, sem spratt upp af rústum gamla Landsbanka, Kaupþings og Glitnis, að mestu óbreytt að undanskildu stórauknu eignarhaldi ríkisins. Uppspretta hagnaðar nýja Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka hefur að mestu legið í virðisaukningu yfirtekinna eigna gömlu bankanna en ekki almennri þjónustu við fyrirtæki og almenning. Að því marki sem hugmyndir stjórnvalda (og þrotabús Kaupþings) um söluandvirði hluta í bönkunum endurspegla ekki verri afkomuhorfur þeirra, þá mun eftirspurn eftir eignarhlutum ríkisins í þeim verða dræm. Ef fyrirheit um lægra vaxtastig eftir kosningar eru talin vera trúverðug, þá versna enn horfur um sölu eignarhluta ríkisins á viðunandi verði. Hins vegar myndi hávaxtastefna Seðlabanka Íslands og fákeppni í bankakerfinu gera nýjum eigendum bankanna kleift að hámarka hagnað með háum lánavöxtum og þjónustugjöldum viðskiptavina. Ef svo fer fram sem horfir þá má því ætla að íslenzka bankakerfið verði nánast óbreytt árið 2020 frá því sem var 2008 – að margumtöluð nauðsyn á breytingu til batnaðar muni ekki raungerast á kjörtímabilinu. Sala eignarhluta ríkisins í bönkunum myndi því endurnýja lífdaga gamla hrunkerfisins. Annar valkostur – og hér er hugsað út fyrir boxið – væri í stuttu máli þessi: 1. Landsbankinn, Íslandsbanki og (síðar) Arion banki verði áfram í ríkiseigu. 2. Almenningur fengi ákveðinn hluta – t.d. 50% – útgreidds hagnaðar hvers árs. 3. Hinn hlutinn – 50% – færi í ríkissjóð til stuðnings uppbyggingu innviða samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Íslenzka ríkið á Landsbankann og Íslandsbanka að fullu ásamt 13% hlut í Arion banka á móti 87% hlut þrotabús Kaupþings. Stefnt er að sölu þess hluta og verður söluandvirði umfram 100 milljarða króna skipt á milli þrotabúsins og ríkisins í ákveðnum hlutföllum. Alþingi hefur gefið heimild til sölu á allt að 30% af eignarhluta ríkisins í Landsbankanum og ráðgert er að selja Íslandsbanka að fullu. Hópur fjögurra stærstu lífeyrissjóða landsins hefur átt í viðræðum um kaup á hluta í Arion banka en einn þeirra, Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna, hefur núna dregið sig út úr þeim. Af og til hefur verið greint frá áhuga fjárfesta í Asíu á kaupum á Íslandsbanka en ekki er ljóst hvort hann er enn til staðar. Átta árum eftir hrun er bankakerfið, sem spratt upp af rústum gamla Landsbanka, Kaupþings og Glitnis, að mestu óbreytt að undanskildu stórauknu eignarhaldi ríkisins. Uppspretta hagnaðar nýja Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka hefur að mestu legið í virðisaukningu yfirtekinna eigna gömlu bankanna en ekki almennri þjónustu við fyrirtæki og almenning. Að því marki sem hugmyndir stjórnvalda (og þrotabús Kaupþings) um söluandvirði hluta í bönkunum endurspegla ekki verri afkomuhorfur þeirra, þá mun eftirspurn eftir eignarhlutum ríkisins í þeim verða dræm. Ef fyrirheit um lægra vaxtastig eftir kosningar eru talin vera trúverðug, þá versna enn horfur um sölu eignarhluta ríkisins á viðunandi verði. Hins vegar myndi hávaxtastefna Seðlabanka Íslands og fákeppni í bankakerfinu gera nýjum eigendum bankanna kleift að hámarka hagnað með háum lánavöxtum og þjónustugjöldum viðskiptavina. Ef svo fer fram sem horfir þá má því ætla að íslenzka bankakerfið verði nánast óbreytt árið 2020 frá því sem var 2008 – að margumtöluð nauðsyn á breytingu til batnaðar muni ekki raungerast á kjörtímabilinu. Sala eignarhluta ríkisins í bönkunum myndi því endurnýja lífdaga gamla hrunkerfisins. Annar valkostur – og hér er hugsað út fyrir boxið – væri í stuttu máli þessi: 1. Landsbankinn, Íslandsbanki og (síðar) Arion banki verði áfram í ríkiseigu. 2. Almenningur fengi ákveðinn hluta – t.d. 50% – útgreidds hagnaðar hvers árs. 3. Hinn hlutinn – 50% – færi í ríkissjóð til stuðnings uppbyggingu innviða samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar