Elvar stiga- og stoðsendingahæstur í sigri Barry | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2016 07:39 Elvar hefur spilað sérlega vel með Barry í vetur. mynd/hilmar bragi Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik þegar Barry tryggði sér NCAA Division II South Region titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum með fjögurra stiga sigri, 83-87, á Alabama-Huntsville Chargers á útivelli. Elvar var bæði stiga- og stoðsendingahæstur í liði Barry en Njarðvíkingurinn skoraði 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Elvar tók auk þess sjö fráköst og tapaði boltanum aldrei í leiknum. Leikstjórnandinn ungi nýtti skotin sín vel í leiknum og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Elvar tók alls 10 þriggja stiga skot í leiknum og hitti úr helmingi þeirra. Leikurinn var jafn framan af en Chargers átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og fór því með átta stiga forskot, 48-40, til búningsherbergja. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og eftir tæplega þriggja mínútna leik var munurinn orðinn 12 stig, 56-44. En þá vöknuðu Elvar og félagar til lífsins, komu með kröftugt áhlaup og náðu átta stiga forystu, 62-70, þegar Elvar negldi niður þristi. Leikmenn Chargers gáfust þó ekki upp og náðu forystunni á nýjan leik. En undir lokin reyndust Barry-menn sterkari á svellinu. Elvar setti niður tvo þrista í röð og kom sínum mönnum fimm stigum yfir, 76-81, þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka og það bil náðu heimamenn ekki að brúa. Lokatölur 83-87, Barry í vil. Elvar var valinn í úrvalslið mótsins en Barry komst með sigrinum í átta-liða úrslit þar sem liðið mætir Lincoln Memorial í Texas eftir viku.Hér að neðan má sjá myndband með helstu atvikum leiksins og fögnuði Barry-manna í leikslok.Sweet Victory #EliteEightBoundHighlights of Barry University BarryU Men's Basketball 87-83 win over Alabama Huntsville in the Sweet 16. On to the Elite Eight #GoBarryBucsPosted by Barry University Athletics on Tuesday, March 15, 2016 Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Elvar Már Friðriksson átti frábæran leik þegar Barry tryggði sér NCAA Division II South Region titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum með fjögurra stiga sigri, 83-87, á Alabama-Huntsville Chargers á útivelli. Elvar var bæði stiga- og stoðsendingahæstur í liði Barry en Njarðvíkingurinn skoraði 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Elvar tók auk þess sjö fráköst og tapaði boltanum aldrei í leiknum. Leikstjórnandinn ungi nýtti skotin sín vel í leiknum og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Elvar tók alls 10 þriggja stiga skot í leiknum og hitti úr helmingi þeirra. Leikurinn var jafn framan af en Chargers átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og fór því með átta stiga forskot, 48-40, til búningsherbergja. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og eftir tæplega þriggja mínútna leik var munurinn orðinn 12 stig, 56-44. En þá vöknuðu Elvar og félagar til lífsins, komu með kröftugt áhlaup og náðu átta stiga forystu, 62-70, þegar Elvar negldi niður þristi. Leikmenn Chargers gáfust þó ekki upp og náðu forystunni á nýjan leik. En undir lokin reyndust Barry-menn sterkari á svellinu. Elvar setti niður tvo þrista í röð og kom sínum mönnum fimm stigum yfir, 76-81, þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka og það bil náðu heimamenn ekki að brúa. Lokatölur 83-87, Barry í vil. Elvar var valinn í úrvalslið mótsins en Barry komst með sigrinum í átta-liða úrslit þar sem liðið mætir Lincoln Memorial í Texas eftir viku.Hér að neðan má sjá myndband með helstu atvikum leiksins og fögnuði Barry-manna í leikslok.Sweet Victory #EliteEightBoundHighlights of Barry University BarryU Men's Basketball 87-83 win over Alabama Huntsville in the Sweet 16. On to the Elite Eight #GoBarryBucsPosted by Barry University Athletics on Tuesday, March 15, 2016
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira