Börn auka launamun Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Launamunur kynjanna er að meðaltali átján prósent í Bretlandi. NordicPhotos/Getty Kynbundinn launamunur er minnstur þegar fólk er nýkomið á vinnumarkað og breikkar þegar fólk nálgast fertugsaldurinn í Bretlandi. Breytingar í starfi í kjölfar barneigna skýra verulega þessa þróun. Þetta sýnir ný skýrsla Institute for Fiscal Studies (IFS). Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óhætt sé að fullyrða að á Íslandi hafi barnsfæðingar eða það að vera á barnsfæðingaraldri neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í Bretlandi er launamunur kynjanna minnstur á þrítugsaldrinum, en svo eykst hann úr tíu prósentum í þrjátíu og þrjú prósent á tólf ára tímabili eftir fæðingu fyrsta barns. Í skýrslunni eru meðallaun á tímann skoðuð en ekki árslaun til þess að koma í veg fyrir skekkju ef konur vinna styttri vinnuviku eftir barnsburð.Sérfræðingar hjá IFS telja að launamuninn megi rekja til þess að konur þurfi frekar að sinna skyldum sem tengjast börnum þeirra, því hafi þær minni tíma til að vinna í starfsframa sínum og auka reynslu sína. Líkur séu jafnvel á að þær hætti á vinnumarkaði um tíma og því aukist launamunurinn. Tuttugu árum eftir fæðingu fyrsta barns hafa konur í Bretlandi að meðaltali starfað fjórum árum skemur en karlar. Konur eru því að missa af tækifærum til stöðuhækkana sem karlmenn fá.Ingólfur V. Gíslason„Bilið milli tímakaups menntaðra kvenna og karla hefur ekkert minnkað á síðustu tuttugu árum,“ segir Robert Joyce, höfundur skýrslunnar, um niðurstöðuna. „Það eru ekki margar rannsóknir til um þetta hérlendis, en allavega ein sem gerð var sýndi að stór hluti af skýringunni á launamun karla og kvenna fælist í því að fjölskyldumyndun og foreldrahlutverk hafi þveröfug áhrif á karla og konur. Laun kvenna standa í stað eða lækka en laun karla hækka. Ýmsar norrænar rannsóknir hafa líka sýnt þetta. Í Noregi var komist að þeirri niðurstöðu að þetta útskýrði um tuttugu og fimm prósent af launamun kynjanna,“ segir Ingólfur. „Það er óhætt að fullyrða að barnsfæðingar, og bara það að vera á barnsfæðingaraldri, hefur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að Alþingi samþykki þetta nýja frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof,“ segir Ingólfur V. Gíslason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kynbundinn launamunur er minnstur þegar fólk er nýkomið á vinnumarkað og breikkar þegar fólk nálgast fertugsaldurinn í Bretlandi. Breytingar í starfi í kjölfar barneigna skýra verulega þessa þróun. Þetta sýnir ný skýrsla Institute for Fiscal Studies (IFS). Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óhætt sé að fullyrða að á Íslandi hafi barnsfæðingar eða það að vera á barnsfæðingaraldri neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í Bretlandi er launamunur kynjanna minnstur á þrítugsaldrinum, en svo eykst hann úr tíu prósentum í þrjátíu og þrjú prósent á tólf ára tímabili eftir fæðingu fyrsta barns. Í skýrslunni eru meðallaun á tímann skoðuð en ekki árslaun til þess að koma í veg fyrir skekkju ef konur vinna styttri vinnuviku eftir barnsburð.Sérfræðingar hjá IFS telja að launamuninn megi rekja til þess að konur þurfi frekar að sinna skyldum sem tengjast börnum þeirra, því hafi þær minni tíma til að vinna í starfsframa sínum og auka reynslu sína. Líkur séu jafnvel á að þær hætti á vinnumarkaði um tíma og því aukist launamunurinn. Tuttugu árum eftir fæðingu fyrsta barns hafa konur í Bretlandi að meðaltali starfað fjórum árum skemur en karlar. Konur eru því að missa af tækifærum til stöðuhækkana sem karlmenn fá.Ingólfur V. Gíslason„Bilið milli tímakaups menntaðra kvenna og karla hefur ekkert minnkað á síðustu tuttugu árum,“ segir Robert Joyce, höfundur skýrslunnar, um niðurstöðuna. „Það eru ekki margar rannsóknir til um þetta hérlendis, en allavega ein sem gerð var sýndi að stór hluti af skýringunni á launamun karla og kvenna fælist í því að fjölskyldumyndun og foreldrahlutverk hafi þveröfug áhrif á karla og konur. Laun kvenna standa í stað eða lækka en laun karla hækka. Ýmsar norrænar rannsóknir hafa líka sýnt þetta. Í Noregi var komist að þeirri niðurstöðu að þetta útskýrði um tuttugu og fimm prósent af launamun kynjanna,“ segir Ingólfur. „Það er óhætt að fullyrða að barnsfæðingar, og bara það að vera á barnsfæðingaraldri, hefur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að Alþingi samþykki þetta nýja frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof,“ segir Ingólfur V. Gíslason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira