LBHÍ - „Undirfjármagnaður háskóli frá stofnun“ Jóhann Már Berry skrifar 22. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Auk hefðbundins háskólastarfs sinnir hann starfsmenntanámi í búfræði og garðyrkju. Skólinn fékk viðurkenningu menntamálaráðuneytisins á fræðasviðum sínum á árunum 2007 til 2008, og ári seinna heimild til þess að bjóða upp á doktorsnám, einn háskóla fyrir utan Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Frá upphafi hefur LbhÍ þurft að kljást við mikinn fjárhagsvanda. Engar fjárveitingar voru veittar til að standa straum af kostnaði við sameininguna í upphafi, né heldur lögðu stjórnvöld neinar línur um hvernig skyldi að henni staðið. Alþingi hefur ekki verið til viðræðu um að veita skólanum leyfi til að selja lönd eða fasteignir í því skyni að endurskipuleggja starfsemi sína eða fjárhag. Skuldastaða skólans við ríkissjóð nam um 446 m.kr. í lok ársins 2015 sem er lækkun um 184. m.kr. frá fyrra ári enda talsverar endurgreiðslur á síðasta ári til ríkissjóðs frá skólanum, sem annars ættu að fara í rekstur skólans. Eigið fé var neikvætt um 389,8 m.kr. í árslok 2015 sem er um 57% af framlagi ársins úr ríkissjóði og 33% af heildargjöldum ársins. Eins og fram hefur komið í endurskoðunarskýrslum undanfarinna ára er þetta verulega umfram 4% hámark fjármálaráðuneytisins um stöðu neikvæðs eiginfjár sem hlutfall af framlagi ársins. Fjárhagsstaða skólans er slæm vegna þess að eigið fé er enn verulega neikvætt. Grípa hefur þurft til ýmissa aðgerða til að bregðast við fjárhagsvanda skólans og má nefna að árið 2005 voru fastir starfsmenn við skólann um 130, en eru nú í þessum skrifuðu orðum rétt rúmlega 80, sem skýrist af því að ekki hefur verið ráðið í stöður sem hafa losnað og á liðnum árum hefur verið gripið til uppsagna til að rétta reksturinn af fjárhagslega. Vert er að hafa í huga að til LbhÍ eru gerðar sömu kröfur og til annarra háskóla um gæði rannsókna og kennslu í samræmi við lög um háskóla nr. 63/2006. Í úttektarskýrslum erlendrea sérfræðinga á vegum gæðaráðs íslenskra hásóla hefur komið fram að skólinn hefur skýra faglega sérstöðu meðal íslenskra háskóla, með sérlega góða aðstöðu til að reka það nám sem hann hefur með höndum og veitir nemendum persónulega og góða þjónustu, enda hefur skólinn fengið fulla viðurkenningu á fræðasviðum sínum og staðist úttektir. Á hinn boginn hefur ítrekað verið bent á þá staðreynd að skólinn hefur verið vanfjármagnaður frá stofnun. Hafi það komið niður á gæðum starfsins og möguleikum hans til að bregðast við ábendingum um nauðsynlega úrbætur. Frá 2008 hafa komið í úttektarskýrslum ábendingar um að stofnunin sé undir stærðarmörkum til að geta staðið undir öllum þeim fjölbreyttu kröfum sem gera ber til sjáfstæðs háskóla. Lítill landbúnaðarháskóli eins og LbhÍ hefur mikilvægu hlutverki að gegna fyrir atvinnulíf á hverju svæði. Nýleg rannsókn á örlögum útskifaðra nemenda frá LbhÍ sýnir þetta glögglega því að yfir 75% útskrifaðra nema frá háskólabrautum eru við störf á landsbyggðinni og enn hærra hlutfall úr starfsmenntabrautum. Skólinn hefur, rétt eins og aðrir deifbýlisháskólar landsins, lagt sig fram við að gera nemendum kleift að stunda fjarnám í meiri mæli en stóru skólarnir í Reykjavík. Þeor hafa því sinnt ákveðnu frumkvöðlahlutverki og gert fólki víða um land mögulegt að stunda nám sem það hefði annars ekki haft möguleika á. Við pólitíska stefnumörkun fyrir háskólakerfið á Íslandi þarf að taka tillit til sérstöðu litlu dreifbýlisskólanna. Það þarf að viðurkenna að þeir eru dæmdir til að vera ,,óhagkvæmari” einingar samanborið við stóran skóla í borg. Það er hluti af því verði sem þarf að gjalda fyrir að halda við grunnstoðum landsbyggðarinnar. Góð ráð eru oft dýr og krefjast þess að stjórnvöld hafi pólitískt þor og skýra framtíðarsýn. Stóru háskólarnir fyrir sunnan, sérstaklega HÍ, hafa sýnt áhuga og ábyrga afstöðu til verkefna litlu skólanna og það er eðlilegt að horft sé til samstarfs við þá um að skólarnir myndi allir saman þá heild sem íslenskt samfélag þar á að halda. Við skorum á stjórnvöld að þau finni leið sem tryggir öflugt þekkingarstarf í dreifbýlinu án þess að slegið sé af gæðakröfum.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Auk hefðbundins háskólastarfs sinnir hann starfsmenntanámi í búfræði og garðyrkju. Skólinn fékk viðurkenningu menntamálaráðuneytisins á fræðasviðum sínum á árunum 2007 til 2008, og ári seinna heimild til þess að bjóða upp á doktorsnám, einn háskóla fyrir utan Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Frá upphafi hefur LbhÍ þurft að kljást við mikinn fjárhagsvanda. Engar fjárveitingar voru veittar til að standa straum af kostnaði við sameininguna í upphafi, né heldur lögðu stjórnvöld neinar línur um hvernig skyldi að henni staðið. Alþingi hefur ekki verið til viðræðu um að veita skólanum leyfi til að selja lönd eða fasteignir í því skyni að endurskipuleggja starfsemi sína eða fjárhag. Skuldastaða skólans við ríkissjóð nam um 446 m.kr. í lok ársins 2015 sem er lækkun um 184. m.kr. frá fyrra ári enda talsverar endurgreiðslur á síðasta ári til ríkissjóðs frá skólanum, sem annars ættu að fara í rekstur skólans. Eigið fé var neikvætt um 389,8 m.kr. í árslok 2015 sem er um 57% af framlagi ársins úr ríkissjóði og 33% af heildargjöldum ársins. Eins og fram hefur komið í endurskoðunarskýrslum undanfarinna ára er þetta verulega umfram 4% hámark fjármálaráðuneytisins um stöðu neikvæðs eiginfjár sem hlutfall af framlagi ársins. Fjárhagsstaða skólans er slæm vegna þess að eigið fé er enn verulega neikvætt. Grípa hefur þurft til ýmissa aðgerða til að bregðast við fjárhagsvanda skólans og má nefna að árið 2005 voru fastir starfsmenn við skólann um 130, en eru nú í þessum skrifuðu orðum rétt rúmlega 80, sem skýrist af því að ekki hefur verið ráðið í stöður sem hafa losnað og á liðnum árum hefur verið gripið til uppsagna til að rétta reksturinn af fjárhagslega. Vert er að hafa í huga að til LbhÍ eru gerðar sömu kröfur og til annarra háskóla um gæði rannsókna og kennslu í samræmi við lög um háskóla nr. 63/2006. Í úttektarskýrslum erlendrea sérfræðinga á vegum gæðaráðs íslenskra hásóla hefur komið fram að skólinn hefur skýra faglega sérstöðu meðal íslenskra háskóla, með sérlega góða aðstöðu til að reka það nám sem hann hefur með höndum og veitir nemendum persónulega og góða þjónustu, enda hefur skólinn fengið fulla viðurkenningu á fræðasviðum sínum og staðist úttektir. Á hinn boginn hefur ítrekað verið bent á þá staðreynd að skólinn hefur verið vanfjármagnaður frá stofnun. Hafi það komið niður á gæðum starfsins og möguleikum hans til að bregðast við ábendingum um nauðsynlega úrbætur. Frá 2008 hafa komið í úttektarskýrslum ábendingar um að stofnunin sé undir stærðarmörkum til að geta staðið undir öllum þeim fjölbreyttu kröfum sem gera ber til sjáfstæðs háskóla. Lítill landbúnaðarháskóli eins og LbhÍ hefur mikilvægu hlutverki að gegna fyrir atvinnulíf á hverju svæði. Nýleg rannsókn á örlögum útskifaðra nemenda frá LbhÍ sýnir þetta glögglega því að yfir 75% útskrifaðra nema frá háskólabrautum eru við störf á landsbyggðinni og enn hærra hlutfall úr starfsmenntabrautum. Skólinn hefur, rétt eins og aðrir deifbýlisháskólar landsins, lagt sig fram við að gera nemendum kleift að stunda fjarnám í meiri mæli en stóru skólarnir í Reykjavík. Þeor hafa því sinnt ákveðnu frumkvöðlahlutverki og gert fólki víða um land mögulegt að stunda nám sem það hefði annars ekki haft möguleika á. Við pólitíska stefnumörkun fyrir háskólakerfið á Íslandi þarf að taka tillit til sérstöðu litlu dreifbýlisskólanna. Það þarf að viðurkenna að þeir eru dæmdir til að vera ,,óhagkvæmari” einingar samanborið við stóran skóla í borg. Það er hluti af því verði sem þarf að gjalda fyrir að halda við grunnstoðum landsbyggðarinnar. Góð ráð eru oft dýr og krefjast þess að stjórnvöld hafi pólitískt þor og skýra framtíðarsýn. Stóru háskólarnir fyrir sunnan, sérstaklega HÍ, hafa sýnt áhuga og ábyrga afstöðu til verkefna litlu skólanna og það er eðlilegt að horft sé til samstarfs við þá um að skólarnir myndi allir saman þá heild sem íslenskt samfélag þar á að halda. Við skorum á stjórnvöld að þau finni leið sem tryggir öflugt þekkingarstarf í dreifbýlinu án þess að slegið sé af gæðakröfum.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar