Spilling! En bara þegar það hentar Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 13. október 2016 12:25 Í umræðu um stjórnmálaflokka og einstaka stjórnmálamenn heyrist oft orðið spilling. Sérstaklega í umræðunni um að félag í eigu eiginkonu þáverandi forsætisráðherra fannst í skjölum um aflandsfélög í Panama. Að forsætisráðherrann hafi selt eiginkonu sinni 50% hlut í félaginu á einn Bandaríkjadal. Forsætisráðherra og frú sögðu að fjármunir félagsins væru gefnir upp til skatts og því hafi félagið greitt alla skatta og gjöld líkt og lög gera ráð fyrir. Deilt var um hvort gögnin sem hjónin lögðu fram væru gild. Wintris inc. var ekki eina félagið í eigu Íslendinga í Panamaskjölunum. Þegar fregnir fengust að áhrifamenn í Samfylkingunni væru að finna í skjölunum, sagði þáverandi gjaldkeri flokksins upp því starfi og vék úr stjórn Kjarnans. Erlendu félögin hans fundust hvorki í Panamaskjölunum né hjá ríkisskattstjóra. Félögin tengdust öðrum skattaskjólum. Gjaldkerinn sagði að fjármunir félaganna væru gefnir upp og að félögin hafi greitt alla skatta og gjöld líkt og lög gera ráð fyrir. Aftur á móti fá íslenskir skattgreiðendur ekki að njóta góðs af öllum þeim greiðslum, í sumum tilfellum renna skatttekjur af félögum til erlendra ríkja. Ástæðan fyrir þeim skattgreiðslum er vantrú gjaldkerans á íslensku krónunni. Í Panamaskjölunum eru upplýsingar um félög sem eiga yfir 80% í Alþýðuhúsi Reykjavíkur (vert er að benda á að sumar heimildir nefna um og yfir 90% eignarhlutdeild). Í bókinni Frjálsir menn þegar aldir renna: saga Sjómannafélagsins 1915-2012 (Hallur Hallgrímsson, 2015) er fjallað um Alþýðuhús Reykjavíkur og sölu félagsins á húseign við Hverfisgötu 8-10. Kaupverðið var 222 milljónir ísl.króna eða 478 milljónir ísl.króna að núvirði. Bókin rekur kaup Alþýðuhúss Reykjavíkur og Sigfúsarsjóðs á 391.9 m² skrifstofuhúsnæði á 2 hæð við Hallveigarstíg 1. Skrifstofuhúsnæði sem Samfylkingin leigir á markaðsverði. Stærstu hluthafar Alþýðuhúss Reykjavíkur eru félögin Fjölnir og Fjalar. Í bókinni stendur að „slóð Fjölnis og Fjalars er rakin til huldufélaga í útlöndum“ og félögin séu skráð í erlendum „tortólu[m.]“ Þessu harðneitar Óttar Yngvason, stjórnarmaður Alþýðuhúss Reykjavíkur, margsinnis við fjölmiðla og segir ástæðuna fyrir að félögin finnist ekki í fyrirtækjaskrá vera að um sjálfseignarfélög sé að ræða. Að slík félög séu ekki skráningarskyld og þurfi ekki kennitölu. Á vefsíðu ríkisskattstjóra má hins vegar finna orðrétt um slík félög að „[e]ftir að skipulagsskrá hefur fengið staðfestingu sýslumanns er sótt um kennitölu hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.“ Með öðrum orðum þá eru félög á borð við Fjalar og Fjölnir skráningarskyld og þurfa kennitölu. Óttar Yngvason fór víðsvitandi með rangt mál, sem er alvarlegt gagnvart hagsmunum okkar Íslendinga. Líkt og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, bendir á í ræðu sinni á Alþingi s.l. vor:Tilgangurinn [með skattaskjólsfélögum á borð við Fjalar og Fjölnir] er að leyna fjármunum og komast undan því að greiða skatta. Að komast hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, svo sem í vegi, sjúkrahús, menntakerfi og löggæslu. Leiguviðskipti Samfylkingarinnar við Alþýðuhús Reykjavíkur eru siðlaus. Framkvæmdastjóri flokksins og aðrir flokksmenn réttlættu leiguviðskiptin með því að leggja áherslu á að leiguverðið væri á marksverði. Að réttlæta siðlaus viðskipti með þessum hætti er siðlaust og til skammar. En flokkast þetta sem spilling? Spilling er m.a. skilgreind sem misbeiting á valdi eða stöðu. Að einstaklingar eða hópur/hópar nýti aðstöðu sína á óeðlilegan hátt til þess eins að hafa áhrif á stöðu mála sem tengjast þeirra eigin hagmunum eða öðrum tengdum þeim. Fjárhagslegir hagsmunir stærstu eigenda Alþýðuhúss Reykjavíkur af mánaðarlegum leigugreiðslum frá Samfylkingunni eru talsverðir. Alþýðuhús Reykjavíkur var stofnað árið 1916 til að halda utan um eignir Alþýðuflokksins, sem er ennþá starfræktur. Skráður talsmaður hans er Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands. ASÍ var stofnað árið 1916 og samhliða var Alþýðuflokkurinn stofnaður sem stjórnmálaarmur ASÍ. Alþýðuflokkurinn er einn af stofnendum Samfylkingarinnar og er ennþá aðildaraðil hennar. Því má segja að núverandi hlutverk Alþýðuhúss Reykjavíkur sé að halda utan um eignir aðildaraðila Samfylkingarinnar. Samfylkingin er því að leigja skrifstofuhúsnæði af félagi sem heldur utan um eignir aðildaraðila Samfylkingarinnar. Félagi sem er að mestu í eigu skattaskjólsfélaganna Fjalars og Fjölnis. Þar sem hagsmunir aðildaraðila Samfylkingarinnar eru um leið hagsmunir Samfylkingarinnar, þá eru leiguviðskiptin eru ekki bara siðlaus. Þau geta varla verið spilltari. Í erlendum siðprúðum ríkjum væri stjórnmálaflokkur með álíka spillt viðskipti og eignarhald ekki lengi starfandi. Spurning hvort slíkur stjórnmálaflokkur verði ennþá starfandi 30. október 2016 á Íslandi. Svarið er örugglega háð hversu auðvelt er að hrópa spilling! En bara þegar það hentar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í umræðu um stjórnmálaflokka og einstaka stjórnmálamenn heyrist oft orðið spilling. Sérstaklega í umræðunni um að félag í eigu eiginkonu þáverandi forsætisráðherra fannst í skjölum um aflandsfélög í Panama. Að forsætisráðherrann hafi selt eiginkonu sinni 50% hlut í félaginu á einn Bandaríkjadal. Forsætisráðherra og frú sögðu að fjármunir félagsins væru gefnir upp til skatts og því hafi félagið greitt alla skatta og gjöld líkt og lög gera ráð fyrir. Deilt var um hvort gögnin sem hjónin lögðu fram væru gild. Wintris inc. var ekki eina félagið í eigu Íslendinga í Panamaskjölunum. Þegar fregnir fengust að áhrifamenn í Samfylkingunni væru að finna í skjölunum, sagði þáverandi gjaldkeri flokksins upp því starfi og vék úr stjórn Kjarnans. Erlendu félögin hans fundust hvorki í Panamaskjölunum né hjá ríkisskattstjóra. Félögin tengdust öðrum skattaskjólum. Gjaldkerinn sagði að fjármunir félaganna væru gefnir upp og að félögin hafi greitt alla skatta og gjöld líkt og lög gera ráð fyrir. Aftur á móti fá íslenskir skattgreiðendur ekki að njóta góðs af öllum þeim greiðslum, í sumum tilfellum renna skatttekjur af félögum til erlendra ríkja. Ástæðan fyrir þeim skattgreiðslum er vantrú gjaldkerans á íslensku krónunni. Í Panamaskjölunum eru upplýsingar um félög sem eiga yfir 80% í Alþýðuhúsi Reykjavíkur (vert er að benda á að sumar heimildir nefna um og yfir 90% eignarhlutdeild). Í bókinni Frjálsir menn þegar aldir renna: saga Sjómannafélagsins 1915-2012 (Hallur Hallgrímsson, 2015) er fjallað um Alþýðuhús Reykjavíkur og sölu félagsins á húseign við Hverfisgötu 8-10. Kaupverðið var 222 milljónir ísl.króna eða 478 milljónir ísl.króna að núvirði. Bókin rekur kaup Alþýðuhúss Reykjavíkur og Sigfúsarsjóðs á 391.9 m² skrifstofuhúsnæði á 2 hæð við Hallveigarstíg 1. Skrifstofuhúsnæði sem Samfylkingin leigir á markaðsverði. Stærstu hluthafar Alþýðuhúss Reykjavíkur eru félögin Fjölnir og Fjalar. Í bókinni stendur að „slóð Fjölnis og Fjalars er rakin til huldufélaga í útlöndum“ og félögin séu skráð í erlendum „tortólu[m.]“ Þessu harðneitar Óttar Yngvason, stjórnarmaður Alþýðuhúss Reykjavíkur, margsinnis við fjölmiðla og segir ástæðuna fyrir að félögin finnist ekki í fyrirtækjaskrá vera að um sjálfseignarfélög sé að ræða. Að slík félög séu ekki skráningarskyld og þurfi ekki kennitölu. Á vefsíðu ríkisskattstjóra má hins vegar finna orðrétt um slík félög að „[e]ftir að skipulagsskrá hefur fengið staðfestingu sýslumanns er sótt um kennitölu hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.“ Með öðrum orðum þá eru félög á borð við Fjalar og Fjölnir skráningarskyld og þurfa kennitölu. Óttar Yngvason fór víðsvitandi með rangt mál, sem er alvarlegt gagnvart hagsmunum okkar Íslendinga. Líkt og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, bendir á í ræðu sinni á Alþingi s.l. vor:Tilgangurinn [með skattaskjólsfélögum á borð við Fjalar og Fjölnir] er að leyna fjármunum og komast undan því að greiða skatta. Að komast hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, svo sem í vegi, sjúkrahús, menntakerfi og löggæslu. Leiguviðskipti Samfylkingarinnar við Alþýðuhús Reykjavíkur eru siðlaus. Framkvæmdastjóri flokksins og aðrir flokksmenn réttlættu leiguviðskiptin með því að leggja áherslu á að leiguverðið væri á marksverði. Að réttlæta siðlaus viðskipti með þessum hætti er siðlaust og til skammar. En flokkast þetta sem spilling? Spilling er m.a. skilgreind sem misbeiting á valdi eða stöðu. Að einstaklingar eða hópur/hópar nýti aðstöðu sína á óeðlilegan hátt til þess eins að hafa áhrif á stöðu mála sem tengjast þeirra eigin hagmunum eða öðrum tengdum þeim. Fjárhagslegir hagsmunir stærstu eigenda Alþýðuhúss Reykjavíkur af mánaðarlegum leigugreiðslum frá Samfylkingunni eru talsverðir. Alþýðuhús Reykjavíkur var stofnað árið 1916 til að halda utan um eignir Alþýðuflokksins, sem er ennþá starfræktur. Skráður talsmaður hans er Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands. ASÍ var stofnað árið 1916 og samhliða var Alþýðuflokkurinn stofnaður sem stjórnmálaarmur ASÍ. Alþýðuflokkurinn er einn af stofnendum Samfylkingarinnar og er ennþá aðildaraðil hennar. Því má segja að núverandi hlutverk Alþýðuhúss Reykjavíkur sé að halda utan um eignir aðildaraðila Samfylkingarinnar. Samfylkingin er því að leigja skrifstofuhúsnæði af félagi sem heldur utan um eignir aðildaraðila Samfylkingarinnar. Félagi sem er að mestu í eigu skattaskjólsfélaganna Fjalars og Fjölnis. Þar sem hagsmunir aðildaraðila Samfylkingarinnar eru um leið hagsmunir Samfylkingarinnar, þá eru leiguviðskiptin eru ekki bara siðlaus. Þau geta varla verið spilltari. Í erlendum siðprúðum ríkjum væri stjórnmálaflokkur með álíka spillt viðskipti og eignarhald ekki lengi starfandi. Spurning hvort slíkur stjórnmálaflokkur verði ennþá starfandi 30. október 2016 á Íslandi. Svarið er örugglega háð hversu auðvelt er að hrópa spilling! En bara þegar það hentar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar