Um tannhirðu og hirðuleysi, flúor og flúorleysi og svo aloe vera Vilhelm Grétar Ólafsson skrifar 13. október 2016 09:00 Oft er tannlæknirinn spurður hvaða tannbursti sé bestur og hvaða tannkrem sé best að nota. Svarið við fyrri spurningunni er afar einfalt. Besti tannburstinn er sá sem er rétt notaður. Hrein tönn getur ekki skemmst, það er ósköp einföld staðreynd. Tannburstar þurfa hvorki að vera flóknir né flottir, þeir þurfa bara að fara nægilega vel í hendi til að hægt sé að beita þeim vel. Sveigður eða stór haus getur verið til bóta en er ekki nauðsyn. Mælt er með mýkri burstum frekar en hörðum því þeir valda síður skaða hjá þeim sem bursta óþarflega fast eða lengi. Betra er að nota bursta með rúnnuðum hárum en ekki klipptum, eins og eru oft á ódýrum eða einnota burstum. Muna þarf að skipta um bursta með hæfilegu millibili, ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Rétt notkun tannbursta, ein og sér nægir ekki til að tryggja hreinar tennur og vert er að benda á aðra einfalda staðreynd; á öllum tönnum eru fimm hliðar: fram- og afturhliðar, hlið sem snýr að tungu, hlið sem snýr að kinn og bitflötur. Tannburstinn hreinsar aðeins þrjár af þessum fimm hliðum (hlið sem snýr að tungu, hlið sem snýr að kinn og bitflöt) hinar tvær verða út undan nema hreinsað sé á milli tanna sérstaklega með tannþræði. Á öllum hliðum tanna myndast bakteríuskán en hún er undanfari tannskemmda og tannholdsbólgu. Mest myndast af þessari skán þar sem hún fær að vaxa í friði en það er helst uppi við tannhold og á milli tanna. Sé ekki hreinsað á milli tanna með tannþræði er ljóst að hætta á skemmdum milli tanna og tannholdsbólgu eykst til muna (1, 2). Tannstönglar koma ekki í stað tannþráðs þar sem þeir ná almennt ekki að hreinsa hliðar tanna vel. Sumum finnst það óþægilegt þegar þeir byrja að nota tannþráð. Þau óþægindi stafa vanalega af tannholdsbólgu sem þegar var til staðar og þau hverfa vanalega á nokkrum dögum ef tannþráður er notaður reglulega. Óþægindi og jafnvel blæðing úr tannholdi sem stundum kemur við hreinsun eru vanalega merki um að betur þurfi að hreinsa frekar en að verið sé að vinna skaða með hreinsunaraðgerðum. Tannþráðsnotkun og tannburstun er án óþæginda ef tannholdið er heilbrigt. Þá er það seinni spurningin. Rétt eins og með með tannburstana þá þarf tannkrem ekki að vera mjög flókin vara. Í raun er tannkrem í grunninn bara fínn slípimassi með flúori. Slípimassinn hjálpar til við hreinsunina með burstanum en getur valdið skaða sé hann of grófur. Sum tannkrem sem markaðssett eru sem lýsingartannkrem eru í raun bara með grófari slípimassa til að fjarlægja betur lit (sum eru kölluð „Smoker´s toothpaste“). Þessi tannkrem eru varasöm því slípimassinn getur rispað glerung og fyllingar og valdið sliti sem styttir líftíma fyllinga. Eins verða glerungur og fyllingar mattari við þetta og það bitnar á útliti. Flúor styrkir glerunginn, stuðlar að græðslu tannskemmda á byrjunarstigi og vinnur gegn tannskemmandi bakteríum (3). Flúormeðhöndlaður glerungur verst betur árásum tannskemmandi baktería sem og sýrueyðingu sem súrir vökvar valda. Þess vegna er mikilvægt að skola ekki tennurnar eftir tannburstun, betra er að leyfa flúornum að liggja lengur á tönnunum til að auka virkni hans. Áhrif flúortannkrems hafa verið mikið rannsökuð allar götur síðan það var kynnt til sögunnar um 1960. Í stuttu máli er það vel sannað að notkun flúortannkrems stuðlar að markvert lægri tannskemmdatíðni en notkun tannkrems sem ekki inniheldur flúor, bæði í börnum og fullorðnum (4-6). Vert er að taka fram að virkni flúors byggist á snertingu við glerung en ekki upptöku í gegnum meltingarkerfið. Líkt og með mörg önnur lyf og fæðubótarefni er notkun flúors æskileg í réttu magni en getur haft skaðleg áhrif í óhófi. Það að kyngja litlu magni flúors er meinlaust en sé þess neytt í of miklu magni getur það valdið truflunum í myndun og þroskun tanna (5). Börn upp að sex ára aldri ættu ekki að nota meira flúor á burstann en sem nemur stærð hrísgrjóns. Fyrir sex ára og eldri nægir það tannkremsmagn á burstann sem er á stærð við baun. Æskilegur styrkur flúors í tannkremi fyrir börn er um 1000 ppm en fyrir unglinga og fullorðna er æskilegt að styrkur sé um 1000-1500 ppm. Tannlæknar geta skrifað uppá enn sterkara flúortannkrem handa unglingum og fullorðnum með mikla tannskemmdaráhættu og hefur slíkt gefið góða raun (7). Til eru barnatannkrem með lægri styrk en 1000 ppm, en þau eru fyrst og fremst markaðssett fyrir lönd og svæði sem innihalda flúorríkt neysluvatn en það er ekki tilfellið hérlendis. Eins eru þessi tannkrem gjarnan bragðbætt til muna sem eykur áhættu á að börn vilji borða þau. Passa þarf að tannkrem séu ekki útrunnin. Í útrunnum tannkremum er hætta á að flúorinn hafi hvarfast við slípimassan sem gerir hann óvirkan. Ágætt húsráð til að sporna gegn þessu er að allir fjölskyldumeðlimir noti bara sama tannkremið, með góðri stýringu á magni sem hver og einn notar eftir aldri. Litlir fá lítið tannkrem og stórir fá meira. Þannig er minni hætta á að tannkremið renni út meðan á notkun stendur og áhrif ofskömmtunar eru hverfandi. Nýlega hafa verið kynnt á markaði tannkrem sem innihalda seyði úr aloe vera sem um langt skeið hefur verið notað í snyrtivörur og matvæli sökum græðandi og bólguminnkandi eiginleika. Notkun þess í tannkremum er hinsvegar fremur ný af nálinni og hefur lítið verið rannsökuð. Þær rannsóknir sem borið hafa aloe vera tannkrem saman við hefðbundin flúortannkrem hafa ekki sýnt fram á betri virkni aloe vera tannkrema að neinu leyti (8-10). Virkni aloe vera tannkrems gegn tannholdsbólgum hefur ekki verið verri en virkni flúortannkrems, en ekkert hefur verið rannsakað hvað varðar getu aloe vera tannkrema til að vinna gegn tannskemmdum. Hinsvegar hafa of fáar rannsóknir verið unnar á þessu efni og flestar þeirra sem birtar hafa verið hafa verið gagnrýndar fyrir hlutdrægni og skort á fagmennsku (11). Eins og sakir standa nú eru því engin haldbær rök fyrir því að mæla með notkun aloe vera tannkrema umfram venjulegt flúortannkrem þar sem notkun flúortannkrema byggir á sterkum vísindalegum grunni (3). Til eru tannkrem á markaði, aloe vera tannkrem þar á meðal, sem ekki innihalda flúor. Ekki er hægt að mæla með þeim tannkremum þar sem almenn notkun flúortannkrems þykir vera helsta ástæða fyrir lækkandi tannskemmdatíðni í vestrænum ríkjum (12). Flúor endurkalkar og styrkir tannvef sem byrjaður er að skemmast auk þess að vinna gegn tannskemmandi bakteríum. Flúor getur þannig snúið við byrjandi skemmdum (13-16). Að auki hefur flúor í ákveðnum myndum sýnt ágæta virkni gegn ofurviðkvæmni í tönnum (17). Aloe vera hefur ekki sannaða virkni gegn neinum fyrrgreindum vandamálum og getur þess vegna, eins og sakir standa, alls ekki talist staðgengill flúors í tannkremum. Vissulega er hægt að hreinsa tennur vel með flestum tannkremum sem í boði eru, en sé ekki flúor í þeim er farið á mis við bestu vörn gegn tannskemmdum sem þekkist.Heimildaskrá1. Axelsson P, Lindhe J. Effect of fluoride on gingivitis and dental caries in a preventive program based on plaque control. Community dentistry and oral epidemiology. 1975;3:156-60.2. Axelsson P, Lindhe J. Effect of controlled oral hygiene procedures on caries and periodontal disease in adults. Results after 6 years. Journal of clinical periodontology. 1981;8:239-48.3. Stookey G, DePaola P, Featherstone J, et al. A critical review of the relative anticaries efficacy of sodium fluoride and sodium monofluorophosphate dentifrices. Caries research. 1993;27:337-60.4. Twetman S, Axelsson S, Dahlgren H, et al. Caries‐preventive effect of fluoride toothpaste: a systematic review. Acta odontologica Scandinavica. 2003;61:347-55.5. Wright JT, Hanson N, Ristic H, et al. Fluoride toothpaste efficacy and safety in children younger than 6 years: a systematic review. J Am Dent Assoc. 2014;145:182-9.6. Ammari A, Bloch-Zupan A, Ashley P. Systematic review of studies comparing the anti-caries efficacy of children’s toothpaste containing 600 ppm of fluoride or less with high fluoride toothpastes of 1,000 ppm or above. Caries research. 2003;37:85-92.7. Pretty IA. High Fluoride Concentration Toothpastes for Children and Adolescents. Caries research. 2016;50 Suppl 1:9-14.8. Namiranian H, Serino G. The effect of a toothpaste containing aloe vera on established gingivitis. Swedish dental journal. 2012;36:179-85.9. Pradeep AR, Agarwal E, Naik SB. Clinical and microbiologic effects of commercially available dentifrice containing aloe vera: a randomized controlled clinical trial. Journal of periodontology. 2012;83:797-804.10. de Oliveira SM, Torres TC, Pereira SL, et al. Effect of a dentifrice containing Aloe vera on plaque and gingivitis control. A double-blind clinical study in humans. J Appl Oral Sci. 2008;16:293-6.11. Dhingra K. Aloe vera herbal dentifrices for plaque and gingivitis control: a systematic review. Oral diseases. 2014;20:254-67.12. Petersson GH, Bratthall D. The caries decline: a review of reviews. European journal of oral sciences. 1996;104:436-43.13. Øgaard B. Effects of fluoride on caries development and progression in vivo. J Dent Res. 1990;69:813-9.14. Rølla G, Saxegaard E. Critical evaluation of the composition and use of topical fluorides, with emphasis on the role of calcium fluoride in caries inhibition. J Dent Res. 1990;69:780-5.15. Fejerskov O, Thylstrup A, Larsen MJ. Rational use of fluorides in caries prevention: a concept based on possible cariostatic mechanisms. Acta odontologica Scandinavica. 1981;39:241-9.16. Autio-Gold JT, Courts F. Assessing the effect of fluoride varnish on early enamel carious lesions in the primary dentition. The Journal of the American Dental Association. 2001;132:1247-53.17. Walters PA. Dentinal hypersensitivity: a review. The journal of contemporary dental practice. 2005;6:107-17. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Oft er tannlæknirinn spurður hvaða tannbursti sé bestur og hvaða tannkrem sé best að nota. Svarið við fyrri spurningunni er afar einfalt. Besti tannburstinn er sá sem er rétt notaður. Hrein tönn getur ekki skemmst, það er ósköp einföld staðreynd. Tannburstar þurfa hvorki að vera flóknir né flottir, þeir þurfa bara að fara nægilega vel í hendi til að hægt sé að beita þeim vel. Sveigður eða stór haus getur verið til bóta en er ekki nauðsyn. Mælt er með mýkri burstum frekar en hörðum því þeir valda síður skaða hjá þeim sem bursta óþarflega fast eða lengi. Betra er að nota bursta með rúnnuðum hárum en ekki klipptum, eins og eru oft á ódýrum eða einnota burstum. Muna þarf að skipta um bursta með hæfilegu millibili, ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Rétt notkun tannbursta, ein og sér nægir ekki til að tryggja hreinar tennur og vert er að benda á aðra einfalda staðreynd; á öllum tönnum eru fimm hliðar: fram- og afturhliðar, hlið sem snýr að tungu, hlið sem snýr að kinn og bitflötur. Tannburstinn hreinsar aðeins þrjár af þessum fimm hliðum (hlið sem snýr að tungu, hlið sem snýr að kinn og bitflöt) hinar tvær verða út undan nema hreinsað sé á milli tanna sérstaklega með tannþræði. Á öllum hliðum tanna myndast bakteríuskán en hún er undanfari tannskemmda og tannholdsbólgu. Mest myndast af þessari skán þar sem hún fær að vaxa í friði en það er helst uppi við tannhold og á milli tanna. Sé ekki hreinsað á milli tanna með tannþræði er ljóst að hætta á skemmdum milli tanna og tannholdsbólgu eykst til muna (1, 2). Tannstönglar koma ekki í stað tannþráðs þar sem þeir ná almennt ekki að hreinsa hliðar tanna vel. Sumum finnst það óþægilegt þegar þeir byrja að nota tannþráð. Þau óþægindi stafa vanalega af tannholdsbólgu sem þegar var til staðar og þau hverfa vanalega á nokkrum dögum ef tannþráður er notaður reglulega. Óþægindi og jafnvel blæðing úr tannholdi sem stundum kemur við hreinsun eru vanalega merki um að betur þurfi að hreinsa frekar en að verið sé að vinna skaða með hreinsunaraðgerðum. Tannþráðsnotkun og tannburstun er án óþæginda ef tannholdið er heilbrigt. Þá er það seinni spurningin. Rétt eins og með með tannburstana þá þarf tannkrem ekki að vera mjög flókin vara. Í raun er tannkrem í grunninn bara fínn slípimassi með flúori. Slípimassinn hjálpar til við hreinsunina með burstanum en getur valdið skaða sé hann of grófur. Sum tannkrem sem markaðssett eru sem lýsingartannkrem eru í raun bara með grófari slípimassa til að fjarlægja betur lit (sum eru kölluð „Smoker´s toothpaste“). Þessi tannkrem eru varasöm því slípimassinn getur rispað glerung og fyllingar og valdið sliti sem styttir líftíma fyllinga. Eins verða glerungur og fyllingar mattari við þetta og það bitnar á útliti. Flúor styrkir glerunginn, stuðlar að græðslu tannskemmda á byrjunarstigi og vinnur gegn tannskemmandi bakteríum (3). Flúormeðhöndlaður glerungur verst betur árásum tannskemmandi baktería sem og sýrueyðingu sem súrir vökvar valda. Þess vegna er mikilvægt að skola ekki tennurnar eftir tannburstun, betra er að leyfa flúornum að liggja lengur á tönnunum til að auka virkni hans. Áhrif flúortannkrems hafa verið mikið rannsökuð allar götur síðan það var kynnt til sögunnar um 1960. Í stuttu máli er það vel sannað að notkun flúortannkrems stuðlar að markvert lægri tannskemmdatíðni en notkun tannkrems sem ekki inniheldur flúor, bæði í börnum og fullorðnum (4-6). Vert er að taka fram að virkni flúors byggist á snertingu við glerung en ekki upptöku í gegnum meltingarkerfið. Líkt og með mörg önnur lyf og fæðubótarefni er notkun flúors æskileg í réttu magni en getur haft skaðleg áhrif í óhófi. Það að kyngja litlu magni flúors er meinlaust en sé þess neytt í of miklu magni getur það valdið truflunum í myndun og þroskun tanna (5). Börn upp að sex ára aldri ættu ekki að nota meira flúor á burstann en sem nemur stærð hrísgrjóns. Fyrir sex ára og eldri nægir það tannkremsmagn á burstann sem er á stærð við baun. Æskilegur styrkur flúors í tannkremi fyrir börn er um 1000 ppm en fyrir unglinga og fullorðna er æskilegt að styrkur sé um 1000-1500 ppm. Tannlæknar geta skrifað uppá enn sterkara flúortannkrem handa unglingum og fullorðnum með mikla tannskemmdaráhættu og hefur slíkt gefið góða raun (7). Til eru barnatannkrem með lægri styrk en 1000 ppm, en þau eru fyrst og fremst markaðssett fyrir lönd og svæði sem innihalda flúorríkt neysluvatn en það er ekki tilfellið hérlendis. Eins eru þessi tannkrem gjarnan bragðbætt til muna sem eykur áhættu á að börn vilji borða þau. Passa þarf að tannkrem séu ekki útrunnin. Í útrunnum tannkremum er hætta á að flúorinn hafi hvarfast við slípimassan sem gerir hann óvirkan. Ágætt húsráð til að sporna gegn þessu er að allir fjölskyldumeðlimir noti bara sama tannkremið, með góðri stýringu á magni sem hver og einn notar eftir aldri. Litlir fá lítið tannkrem og stórir fá meira. Þannig er minni hætta á að tannkremið renni út meðan á notkun stendur og áhrif ofskömmtunar eru hverfandi. Nýlega hafa verið kynnt á markaði tannkrem sem innihalda seyði úr aloe vera sem um langt skeið hefur verið notað í snyrtivörur og matvæli sökum græðandi og bólguminnkandi eiginleika. Notkun þess í tannkremum er hinsvegar fremur ný af nálinni og hefur lítið verið rannsökuð. Þær rannsóknir sem borið hafa aloe vera tannkrem saman við hefðbundin flúortannkrem hafa ekki sýnt fram á betri virkni aloe vera tannkrema að neinu leyti (8-10). Virkni aloe vera tannkrems gegn tannholdsbólgum hefur ekki verið verri en virkni flúortannkrems, en ekkert hefur verið rannsakað hvað varðar getu aloe vera tannkrema til að vinna gegn tannskemmdum. Hinsvegar hafa of fáar rannsóknir verið unnar á þessu efni og flestar þeirra sem birtar hafa verið hafa verið gagnrýndar fyrir hlutdrægni og skort á fagmennsku (11). Eins og sakir standa nú eru því engin haldbær rök fyrir því að mæla með notkun aloe vera tannkrema umfram venjulegt flúortannkrem þar sem notkun flúortannkrema byggir á sterkum vísindalegum grunni (3). Til eru tannkrem á markaði, aloe vera tannkrem þar á meðal, sem ekki innihalda flúor. Ekki er hægt að mæla með þeim tannkremum þar sem almenn notkun flúortannkrems þykir vera helsta ástæða fyrir lækkandi tannskemmdatíðni í vestrænum ríkjum (12). Flúor endurkalkar og styrkir tannvef sem byrjaður er að skemmast auk þess að vinna gegn tannskemmandi bakteríum. Flúor getur þannig snúið við byrjandi skemmdum (13-16). Að auki hefur flúor í ákveðnum myndum sýnt ágæta virkni gegn ofurviðkvæmni í tönnum (17). Aloe vera hefur ekki sannaða virkni gegn neinum fyrrgreindum vandamálum og getur þess vegna, eins og sakir standa, alls ekki talist staðgengill flúors í tannkremum. Vissulega er hægt að hreinsa tennur vel með flestum tannkremum sem í boði eru, en sé ekki flúor í þeim er farið á mis við bestu vörn gegn tannskemmdum sem þekkist.Heimildaskrá1. Axelsson P, Lindhe J. Effect of fluoride on gingivitis and dental caries in a preventive program based on plaque control. Community dentistry and oral epidemiology. 1975;3:156-60.2. Axelsson P, Lindhe J. Effect of controlled oral hygiene procedures on caries and periodontal disease in adults. Results after 6 years. Journal of clinical periodontology. 1981;8:239-48.3. Stookey G, DePaola P, Featherstone J, et al. A critical review of the relative anticaries efficacy of sodium fluoride and sodium monofluorophosphate dentifrices. Caries research. 1993;27:337-60.4. Twetman S, Axelsson S, Dahlgren H, et al. Caries‐preventive effect of fluoride toothpaste: a systematic review. Acta odontologica Scandinavica. 2003;61:347-55.5. Wright JT, Hanson N, Ristic H, et al. Fluoride toothpaste efficacy and safety in children younger than 6 years: a systematic review. J Am Dent Assoc. 2014;145:182-9.6. Ammari A, Bloch-Zupan A, Ashley P. Systematic review of studies comparing the anti-caries efficacy of children’s toothpaste containing 600 ppm of fluoride or less with high fluoride toothpastes of 1,000 ppm or above. Caries research. 2003;37:85-92.7. Pretty IA. High Fluoride Concentration Toothpastes for Children and Adolescents. Caries research. 2016;50 Suppl 1:9-14.8. Namiranian H, Serino G. The effect of a toothpaste containing aloe vera on established gingivitis. Swedish dental journal. 2012;36:179-85.9. Pradeep AR, Agarwal E, Naik SB. Clinical and microbiologic effects of commercially available dentifrice containing aloe vera: a randomized controlled clinical trial. Journal of periodontology. 2012;83:797-804.10. de Oliveira SM, Torres TC, Pereira SL, et al. Effect of a dentifrice containing Aloe vera on plaque and gingivitis control. A double-blind clinical study in humans. J Appl Oral Sci. 2008;16:293-6.11. Dhingra K. Aloe vera herbal dentifrices for plaque and gingivitis control: a systematic review. Oral diseases. 2014;20:254-67.12. Petersson GH, Bratthall D. The caries decline: a review of reviews. European journal of oral sciences. 1996;104:436-43.13. Øgaard B. Effects of fluoride on caries development and progression in vivo. J Dent Res. 1990;69:813-9.14. Rølla G, Saxegaard E. Critical evaluation of the composition and use of topical fluorides, with emphasis on the role of calcium fluoride in caries inhibition. J Dent Res. 1990;69:780-5.15. Fejerskov O, Thylstrup A, Larsen MJ. Rational use of fluorides in caries prevention: a concept based on possible cariostatic mechanisms. Acta odontologica Scandinavica. 1981;39:241-9.16. Autio-Gold JT, Courts F. Assessing the effect of fluoride varnish on early enamel carious lesions in the primary dentition. The Journal of the American Dental Association. 2001;132:1247-53.17. Walters PA. Dentinal hypersensitivity: a review. The journal of contemporary dental practice. 2005;6:107-17.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun