Tímamótaálit Skipulagsstofnunar Jón Helgi Björnsson skrifar 13. október 2016 07:00 Nýverið gaf Skipulagsstofnun álit vegna aukinnar framleiðslu á eldislaxi í Patreksfirði og Dýrafirði. Þar áforma Arnarlax og og Arctic Sea Farm nú að auka framleiðslu laxeldisafurða um 14.700 tonn. Það er einkum tvennt í áliti Skipulagsstofnunar sem vekur athygli. Hið fyrsta er að stofnunin fjallar um þau tilvik þegar norski eldislaxinn hefur sloppið úr eldiskvíum hérlendis með svofelldum hætti: „Mikilvægt er að leyfisveitendur og eldisfyrirtæki tryggi að upplýst sé opinberlega hvert umfang slysasleppingar er í hverju tilfelli, því ekki verður við það unað að getgátur þurfi að vera um umfang, orsakir og áhrif sleppinga í villtri náttúru.“ Hér er stofnunin með sömu kröfu og Landssamband veiðifélaga hefur sett fram á síðustu dögum. Í þessari áminningu Skipulagsstofnunar felst í rauninni ávirðing á eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldinu. Frammistaða Matvælastofnunar að þessu leytinu er með þeim hætti að ætla má að stofnunin hafi ekki áttað sig á þeirri nöpru staðreynd að umfangsmikið þauleldi á frjóum norskum laxi mun valda óafturkræfum náttúruspjöllum. Hitt atriðið er umfjöllun Skipulagsstofnunar um eldisfisk í laxeldinu. Um þann þátt málsins segir í álitinu: „ Í umræðu í samfélaginu hefur undanfarið verið bent á þann kost að nýta geldfisk í sjókvíaeldi í því skyni að koma í veg fyrir erfðablöndun. Á vef Stofnfisks, sem framleiðir seiði til laxeldis í sjó, kemur fram að í Noregi hafa verið gefin út leyfi til laxeldis sem byggja á þessari tækni. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að leyfisveitendur og fiskeldisaðilar fylgist vel með þróun þessarar tækni og beinir því til þessara aðila að skoða þennan kost við leyfisveitingar til fiskeldis í sjó við strendur Íslands. Ef slíkt eldi er raunhæft mun það leysa þann þátt sem helst veldur áhyggjum varðandi umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum hér við land.“ Af framansögðu verður aðeins ráðið að Skipulagsstofnun er í áliti sínu að gera ríka kröfu um að Matvælastofnun skuli takmarka rekstrarleyfi til eldisins við notkun geldstofna ef þess er kostur. Reynsla Norðmanna hefur leitt í ljós að geldlax er vel nothæfur til sjókvíaeldis á svæðum þar sem hitastig sjávar er með svipuðum hætti og við strendur Íslands. Íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki hafa hins vegar ekki viljað nýta þessa tækni vegna ótta um að markaðurinn greiði ekki sama verð fyrir laxeldisafurðir af geldstofni og afurðir af frjóa norska eldislaxinum, sem þeir markaðssetja erlendis sem „vistvæna“ afurð. Þau rök eru léttvæg í samanburði við þá umhverfishagsmuni sem eru í húfi og spyrja má, hvernig getur lax sem ógnar villtum laxastofnum verið „vistvænn“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið gaf Skipulagsstofnun álit vegna aukinnar framleiðslu á eldislaxi í Patreksfirði og Dýrafirði. Þar áforma Arnarlax og og Arctic Sea Farm nú að auka framleiðslu laxeldisafurða um 14.700 tonn. Það er einkum tvennt í áliti Skipulagsstofnunar sem vekur athygli. Hið fyrsta er að stofnunin fjallar um þau tilvik þegar norski eldislaxinn hefur sloppið úr eldiskvíum hérlendis með svofelldum hætti: „Mikilvægt er að leyfisveitendur og eldisfyrirtæki tryggi að upplýst sé opinberlega hvert umfang slysasleppingar er í hverju tilfelli, því ekki verður við það unað að getgátur þurfi að vera um umfang, orsakir og áhrif sleppinga í villtri náttúru.“ Hér er stofnunin með sömu kröfu og Landssamband veiðifélaga hefur sett fram á síðustu dögum. Í þessari áminningu Skipulagsstofnunar felst í rauninni ávirðing á eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldinu. Frammistaða Matvælastofnunar að þessu leytinu er með þeim hætti að ætla má að stofnunin hafi ekki áttað sig á þeirri nöpru staðreynd að umfangsmikið þauleldi á frjóum norskum laxi mun valda óafturkræfum náttúruspjöllum. Hitt atriðið er umfjöllun Skipulagsstofnunar um eldisfisk í laxeldinu. Um þann þátt málsins segir í álitinu: „ Í umræðu í samfélaginu hefur undanfarið verið bent á þann kost að nýta geldfisk í sjókvíaeldi í því skyni að koma í veg fyrir erfðablöndun. Á vef Stofnfisks, sem framleiðir seiði til laxeldis í sjó, kemur fram að í Noregi hafa verið gefin út leyfi til laxeldis sem byggja á þessari tækni. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að leyfisveitendur og fiskeldisaðilar fylgist vel með þróun þessarar tækni og beinir því til þessara aðila að skoða þennan kost við leyfisveitingar til fiskeldis í sjó við strendur Íslands. Ef slíkt eldi er raunhæft mun það leysa þann þátt sem helst veldur áhyggjum varðandi umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum hér við land.“ Af framansögðu verður aðeins ráðið að Skipulagsstofnun er í áliti sínu að gera ríka kröfu um að Matvælastofnun skuli takmarka rekstrarleyfi til eldisins við notkun geldstofna ef þess er kostur. Reynsla Norðmanna hefur leitt í ljós að geldlax er vel nothæfur til sjókvíaeldis á svæðum þar sem hitastig sjávar er með svipuðum hætti og við strendur Íslands. Íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki hafa hins vegar ekki viljað nýta þessa tækni vegna ótta um að markaðurinn greiði ekki sama verð fyrir laxeldisafurðir af geldstofni og afurðir af frjóa norska eldislaxinum, sem þeir markaðssetja erlendis sem „vistvæna“ afurð. Þau rök eru léttvæg í samanburði við þá umhverfishagsmuni sem eru í húfi og spyrja má, hvernig getur lax sem ógnar villtum laxastofnum verið „vistvænn“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar