Einfalt reiknisdæmi Helga Birna Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Árangur í mannréttindabaráttu fólks með fötlun á Íslandi má rekja næstum hálfa öld aftur í tímann og grundvallast á þrem megin atriðum í þessari röð: Hugmyndafræði, stefnumörkun og aðgerðum. Hugmyndafræði sem tók að ryðja sér til rúms á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og bar í sér kröfu um afnám aðskilnaðar og einangrunar á altækum stofnunum og rétt fólks með fötlun til að búa, starfa og leika sér með öðrum Íslendingum í sameiginlegu umhverfi. Lög um aðstoð við þroskahefta frá 1979 voru leiðbeinandi varðandi stefnumörkun og aðgerðir sem lögin kváðu á um. Lög frá 1979 og önnur sem komu í kjölfarið ásamt breytingum hafa aðallega kveðið á um þjónustu hins opinbera sem miðar að þátttöku fatlaðs fólks í þjóðlífinu. Það virðist þó hingað til ekki hafa náð athygli stjórnmálamanna, hið augljósa, að daglegt líf fólks með fötlun kostar peninga eins og annarra þegna samfélagsins. Fólk með fötlun hér á landi hefur alla tíð verið fast í gildru fátæktar sem eykur áhrif fötlunar og dregur verulega úr möguleikum þess til samfélagsþátttöku. Óhætt er að fullyrða að ærlegar manneskjur telja fátækt vera böl óháð hvar hún knýr á og viðurkennt að fátt stuðlar frekar að einangrun og vanmætti.Velkjast í vafa um lágmarkslaun Árið 2016, á kosningahausti, velkjast stjórnmálamenn þó enn í vafa um hvort fatlað fólk þurfi lágmarkslaun til að framfleyta sér og sínum. Það er þó, ásamt öðrum, íslensku stjórnmálafólki að þakka að sá tími er liðinn er fólk með fötlun þótti ekki eiga sama erindi að kjörborðinu og aðrir kjósendur. Hvaða álit sem frambjóðendur í komandi kosningum hafa á manngildi allra þegna og jafnan rétt til mannsæmandi lífs ættu þeir að koma auga á þá hagnýtu staðreynd að atkvæði fólks með fötlun gætu gert gæfumuninn þegar atkvæðin verða talin upp úr kjörkössunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árangur í mannréttindabaráttu fólks með fötlun á Íslandi má rekja næstum hálfa öld aftur í tímann og grundvallast á þrem megin atriðum í þessari röð: Hugmyndafræði, stefnumörkun og aðgerðum. Hugmyndafræði sem tók að ryðja sér til rúms á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og bar í sér kröfu um afnám aðskilnaðar og einangrunar á altækum stofnunum og rétt fólks með fötlun til að búa, starfa og leika sér með öðrum Íslendingum í sameiginlegu umhverfi. Lög um aðstoð við þroskahefta frá 1979 voru leiðbeinandi varðandi stefnumörkun og aðgerðir sem lögin kváðu á um. Lög frá 1979 og önnur sem komu í kjölfarið ásamt breytingum hafa aðallega kveðið á um þjónustu hins opinbera sem miðar að þátttöku fatlaðs fólks í þjóðlífinu. Það virðist þó hingað til ekki hafa náð athygli stjórnmálamanna, hið augljósa, að daglegt líf fólks með fötlun kostar peninga eins og annarra þegna samfélagsins. Fólk með fötlun hér á landi hefur alla tíð verið fast í gildru fátæktar sem eykur áhrif fötlunar og dregur verulega úr möguleikum þess til samfélagsþátttöku. Óhætt er að fullyrða að ærlegar manneskjur telja fátækt vera böl óháð hvar hún knýr á og viðurkennt að fátt stuðlar frekar að einangrun og vanmætti.Velkjast í vafa um lágmarkslaun Árið 2016, á kosningahausti, velkjast stjórnmálamenn þó enn í vafa um hvort fatlað fólk þurfi lágmarkslaun til að framfleyta sér og sínum. Það er þó, ásamt öðrum, íslensku stjórnmálafólki að þakka að sá tími er liðinn er fólk með fötlun þótti ekki eiga sama erindi að kjörborðinu og aðrir kjósendur. Hvaða álit sem frambjóðendur í komandi kosningum hafa á manngildi allra þegna og jafnan rétt til mannsæmandi lífs ættu þeir að koma auga á þá hagnýtu staðreynd að atkvæði fólks með fötlun gætu gert gæfumuninn þegar atkvæðin verða talin upp úr kjörkössunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar