Í orði en ekki á borði? Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 12. október 2016 07:00 Málefni háskólastigsins hafa farið fram af sívaxandi þunga nú í aðdraganda kosninga undir yfirskriftinni „Háskólar í hættu“. Þar kemur m.a. fram að fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017 til 2021 gerir ráð fyrir útgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en háskólastigið situr þar eftir. Þetta gerist þrátt fyrir að búið sé að gera stjórnvöldum skýra grein fyrir því að háskólarnir séu verulega undirfjármagnaðir. Listaháskóli Íslands, sem er einn í forsvari fyrir víðfeðmt fræðasvið lista, stendur þar verst að vígi. Húsnæðismál Listaháskólans hafa frá stofnun hans verið í ólestri, sem eftir því sem árin líða verður sífellt erfiðara að búa við. Engin meginbygginga skólans er hönnuð fyrir skólastarf. Í tveimur byggingum af fjórum er aðgengi fatlaðra ekkert eða mjög takmarkað. Viðhald er flókið enda ávallt hugsað til bráðabirgða, húsbúnaður er áratuga gamall samtíningur, þrengslin eru gríðarleg, vinnustöðvar ófullnægjandi og hvergi eru fullbúnir fyrirlestrarsalir eða annað það sem háskólastarf krefst og telst sjálfsagt í nútímanum. Fyrir þetta slæma húsnæði og afleitan aðbúnað greiðir Listaháskólinn hærra hlutfall af gjöldum sínum en nokkur annar háskóli í landinu, eða yfir 20 prósent. Í samfélagi sem telur menninguna eina af sínum helstu auðlindum, í orði ef ekki á borði, er ekki lengur hægt að horfa fram hjá þessari staðreynd og þeirri vanvirðingu sem fræðasviði lista er sýnt með slíku aðstöðuleysi til tveggja áratuga.Njóti sannmælis og jafnræðis Það sama á við um aðstöðumun er lýtur að rannsóknarframlögum. Rannsóknir eru sá þáttur háskólastarfs sem styður kennslu, nýsköpun og nauðsynlegar framfarir í öllu háskólakerfinu. Hlutfall rannsókna af heildarframlagi háskóla á fjárlögum ársins 2016 var hæst 40,8%, en næstlægst 19,3%. Lægsta framlagið fékk Listaháskóli Íslands; 8,6%, eða rétt rúmlega þriðjung þess næst lægsta. Á meðan þetta viðhorf til fræðasviðs lista er við lýði er ekki einu sinni hægt að framkvæma grunnrannsóknir á hönnunar- og listarfleifð þjóðarinnar – hvað þá listrannsóknir á borð við þær sem t.d. önnur norræn ríki telja nauðsynlegar. Á Íslandi eru því ómetanleg menningarverðmæti á sviði lista einfaldlega að glatast og munu aldrei verða afturkræf komandi kynslóðum til handa, ef ekki er brugðist við strax. Þrátt fyrir ögranir og ófullnægjandi fjármögnun er Listaháskóli Íslands eftirsóttur samstarfsaðili innan lands sem utan. Akademískur styrkur og viðurkennd gæði starfseminnar munu þó aldrei nýtast sem skyldi því samfélagi sem Listaháskólinn þjónar á meðan fjármögnun og ytri aðbúnaður er svona lélegur. Það er löngu tímabært að Listaháskólinn njóti sannmælis og nemendur hans jafnræðis á við önnur fræðasvið í íslensku háskólaumhverfi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni háskólastigsins hafa farið fram af sívaxandi þunga nú í aðdraganda kosninga undir yfirskriftinni „Háskólar í hættu“. Þar kemur m.a. fram að fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017 til 2021 gerir ráð fyrir útgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en háskólastigið situr þar eftir. Þetta gerist þrátt fyrir að búið sé að gera stjórnvöldum skýra grein fyrir því að háskólarnir séu verulega undirfjármagnaðir. Listaháskóli Íslands, sem er einn í forsvari fyrir víðfeðmt fræðasvið lista, stendur þar verst að vígi. Húsnæðismál Listaháskólans hafa frá stofnun hans verið í ólestri, sem eftir því sem árin líða verður sífellt erfiðara að búa við. Engin meginbygginga skólans er hönnuð fyrir skólastarf. Í tveimur byggingum af fjórum er aðgengi fatlaðra ekkert eða mjög takmarkað. Viðhald er flókið enda ávallt hugsað til bráðabirgða, húsbúnaður er áratuga gamall samtíningur, þrengslin eru gríðarleg, vinnustöðvar ófullnægjandi og hvergi eru fullbúnir fyrirlestrarsalir eða annað það sem háskólastarf krefst og telst sjálfsagt í nútímanum. Fyrir þetta slæma húsnæði og afleitan aðbúnað greiðir Listaháskólinn hærra hlutfall af gjöldum sínum en nokkur annar háskóli í landinu, eða yfir 20 prósent. Í samfélagi sem telur menninguna eina af sínum helstu auðlindum, í orði ef ekki á borði, er ekki lengur hægt að horfa fram hjá þessari staðreynd og þeirri vanvirðingu sem fræðasviði lista er sýnt með slíku aðstöðuleysi til tveggja áratuga.Njóti sannmælis og jafnræðis Það sama á við um aðstöðumun er lýtur að rannsóknarframlögum. Rannsóknir eru sá þáttur háskólastarfs sem styður kennslu, nýsköpun og nauðsynlegar framfarir í öllu háskólakerfinu. Hlutfall rannsókna af heildarframlagi háskóla á fjárlögum ársins 2016 var hæst 40,8%, en næstlægst 19,3%. Lægsta framlagið fékk Listaháskóli Íslands; 8,6%, eða rétt rúmlega þriðjung þess næst lægsta. Á meðan þetta viðhorf til fræðasviðs lista er við lýði er ekki einu sinni hægt að framkvæma grunnrannsóknir á hönnunar- og listarfleifð þjóðarinnar – hvað þá listrannsóknir á borð við þær sem t.d. önnur norræn ríki telja nauðsynlegar. Á Íslandi eru því ómetanleg menningarverðmæti á sviði lista einfaldlega að glatast og munu aldrei verða afturkræf komandi kynslóðum til handa, ef ekki er brugðist við strax. Þrátt fyrir ögranir og ófullnægjandi fjármögnun er Listaháskóli Íslands eftirsóttur samstarfsaðili innan lands sem utan. Akademískur styrkur og viðurkennd gæði starfseminnar munu þó aldrei nýtast sem skyldi því samfélagi sem Listaháskólinn þjónar á meðan fjármögnun og ytri aðbúnaður er svona lélegur. Það er löngu tímabært að Listaháskólinn njóti sannmælis og nemendur hans jafnræðis á við önnur fræðasvið í íslensku háskólaumhverfi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun