Trúverðuleiki og sanngirni í sjávarútvegi Þórólfur Júlían Dagsson skrifar 12. október 2016 14:56 Ein fyrsta spurningin sem við fáum þegar við tölum um að leigja út veiðiheimildir, er hversu hátt það verð ætti að vera. Til að svara spurningunni er fróðlegt að bera saman kvótamarkaðsverð kvótahafa sem nú er starfræktur, við verðlagningu í gegnum veiðigjöld. Núverandi leiguverð á þorskkvóta er lægst 175 krónur á kílóið og hæst 230 krónur. 12% af úthlutuðu heildaraflamarki var leigt út á síðasta fiskveiði ári og skilaði 9 miljörðum króna til handhafa kvótans sem kjósa að leigja hann frá sér. Í núverandi kerfi borga útgerðarfélögin veiðigjald sem hefur breyst verulega frá ári til árs, allt frá því það var sett á. Það virðist handahófskennt hversu há þau eru ákvörðuð enda enginn rökstuðningur eða forsendur sem fylgja ákvörðun veiðigjalda. Fyrir fiskveiðiárið 2015-2016 hljóðar veiðigjaldið upp á 9,50 kr. á hvert þorskígildis kíló. Þegar þetta gjald var í kringum 23,20 kr á hvert þorskígildis kíló þá barmaði útgerðin sér svo yfir íþyngjandi álögum að í látunum hélt þjóðin að sjárútvegrinn væri að fara á hausinn út af veiðigjöldum.Samkeppni á markaði eða fákeppni í skjóli einokunar Útgerðin leigir sem sé frá sér aflaheimildir á tíu sinnum hærra verði en hún telur að hún sé sjálf aflögufær um að greiða. Eru þeir sem leigja kvótann í dag betur stæðar útgerðir en almennt gerist? Hver er skýringin á þessum tvöföldu skilaboðum? Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar rætt er um að veiðiheimildir fari á uppboð. Hræðslan við breytingar og að veiðigjaldið hækki óhóflega. Hræðslan við samkeppni á jafnréttisgrundvelli, við nýtt fólk með nýjar hugmyndir, hræðslan við frjálsan markað. Besti sjávarútvegur í heimi er hræddur. Þessar breytingar þýða jú að þeir sem hafa áður starfað hjá útgerðinni eigi möguleika á sjálfstæðum rekstri, sjómenn geti loksins fengið það frelsi að sækja sjóinn á sínum forsendum, að einokunin í sjávarútvegi renni sitt skeið á enda. En svarið við upphaflegu spurningunni er alveg klárt: Ef útgerðin hefur ráð á að leigja til sín kvóta á markaði í dag, þá hefur hún ráð á að leigja hann á markaði á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein fyrsta spurningin sem við fáum þegar við tölum um að leigja út veiðiheimildir, er hversu hátt það verð ætti að vera. Til að svara spurningunni er fróðlegt að bera saman kvótamarkaðsverð kvótahafa sem nú er starfræktur, við verðlagningu í gegnum veiðigjöld. Núverandi leiguverð á þorskkvóta er lægst 175 krónur á kílóið og hæst 230 krónur. 12% af úthlutuðu heildaraflamarki var leigt út á síðasta fiskveiði ári og skilaði 9 miljörðum króna til handhafa kvótans sem kjósa að leigja hann frá sér. Í núverandi kerfi borga útgerðarfélögin veiðigjald sem hefur breyst verulega frá ári til árs, allt frá því það var sett á. Það virðist handahófskennt hversu há þau eru ákvörðuð enda enginn rökstuðningur eða forsendur sem fylgja ákvörðun veiðigjalda. Fyrir fiskveiðiárið 2015-2016 hljóðar veiðigjaldið upp á 9,50 kr. á hvert þorskígildis kíló. Þegar þetta gjald var í kringum 23,20 kr á hvert þorskígildis kíló þá barmaði útgerðin sér svo yfir íþyngjandi álögum að í látunum hélt þjóðin að sjárútvegrinn væri að fara á hausinn út af veiðigjöldum.Samkeppni á markaði eða fákeppni í skjóli einokunar Útgerðin leigir sem sé frá sér aflaheimildir á tíu sinnum hærra verði en hún telur að hún sé sjálf aflögufær um að greiða. Eru þeir sem leigja kvótann í dag betur stæðar útgerðir en almennt gerist? Hver er skýringin á þessum tvöföldu skilaboðum? Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar rætt er um að veiðiheimildir fari á uppboð. Hræðslan við breytingar og að veiðigjaldið hækki óhóflega. Hræðslan við samkeppni á jafnréttisgrundvelli, við nýtt fólk með nýjar hugmyndir, hræðslan við frjálsan markað. Besti sjávarútvegur í heimi er hræddur. Þessar breytingar þýða jú að þeir sem hafa áður starfað hjá útgerðinni eigi möguleika á sjálfstæðum rekstri, sjómenn geti loksins fengið það frelsi að sækja sjóinn á sínum forsendum, að einokunin í sjávarútvegi renni sitt skeið á enda. En svarið við upphaflegu spurningunni er alveg klárt: Ef útgerðin hefur ráð á að leigja til sín kvóta á markaði í dag, þá hefur hún ráð á að leigja hann á markaði á morgun.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar