Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson vísir/vilhelm Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. Ólafur fór fram á að málið yrði tekið upp að nýju þar sem hann taldi að sönnunargögn í málinu hefðu verið ranglega metin. Að mati hans lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Þá taldi Ólafur jafnframt að í dóminum hafi setið dómarar sem voru vanhæfir vegna tengsla ættingja þeirra við slitastjórn Kaupþings. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í dag kemur fram að það séu honum og fjölskyldu hans „veruleg vonbrigði“ að endurupptökunefnd hafi hafnað beiðni hans. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að ekki sé ástæða til að véfengja hæfi dómara og að niðurstaðan byggi á réttu mati á gögnum málsins,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Þar kemur jafnframt fram að Ólafur telur rökstuðning endurupptökunefndar fyrir niðurstöðu sinni ófullnægjandi. „Nefndin gerir ekki fullnægjandi greinarmun á því um hvaða Ólaf viðskiptin snúast og við hvaða Ólaf sá sem talar kveðst hafa rætt. Slíkur vafi er uppi um hvort mat Hæstaréttar á efni símtalsins er rétt að nefndinni hefði borið að fallast á beiðni um endurupptöku til þess að úr því yrði skorið. Endurupptökunefnd hafnar hins vegar beiðni um endurupptöku þrátt fyrir að óumdeilt sé að mati Ólafs, að fullnægt sé því skilyrði laganna fyrir endurupptöku, að verulegar líkur séu á að umrædd sönnunargögn hafi verið rangt metin þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins.“ Yfirlýsingu Ólafs má nálgast í viðhenginu hér að neðan. Tengdar fréttir Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. Ólafur fór fram á að málið yrði tekið upp að nýju þar sem hann taldi að sönnunargögn í málinu hefðu verið ranglega metin. Að mati hans lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Þá taldi Ólafur jafnframt að í dóminum hafi setið dómarar sem voru vanhæfir vegna tengsla ættingja þeirra við slitastjórn Kaupþings. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í dag kemur fram að það séu honum og fjölskyldu hans „veruleg vonbrigði“ að endurupptökunefnd hafi hafnað beiðni hans. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að ekki sé ástæða til að véfengja hæfi dómara og að niðurstaðan byggi á réttu mati á gögnum málsins,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Þar kemur jafnframt fram að Ólafur telur rökstuðning endurupptökunefndar fyrir niðurstöðu sinni ófullnægjandi. „Nefndin gerir ekki fullnægjandi greinarmun á því um hvaða Ólaf viðskiptin snúast og við hvaða Ólaf sá sem talar kveðst hafa rætt. Slíkur vafi er uppi um hvort mat Hæstaréttar á efni símtalsins er rétt að nefndinni hefði borið að fallast á beiðni um endurupptöku til þess að úr því yrði skorið. Endurupptökunefnd hafnar hins vegar beiðni um endurupptöku þrátt fyrir að óumdeilt sé að mati Ólafs, að fullnægt sé því skilyrði laganna fyrir endurupptöku, að verulegar líkur séu á að umrædd sönnunargögn hafi verið rangt metin þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins.“ Yfirlýsingu Ólafs má nálgast í viðhenginu hér að neðan.
Tengdar fréttir Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00