Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hækkar töluvert milli ára Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 15:07 Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hækkaði um 15,1% Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hækkaði um 15,1 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Um er að ræða mestu árshækkun síðan á öðrum ársfjórðungi árið 2012 þegar hækkunin nam 15,4 prósentum. Um 86 prósent af gistinóttum ferðamanna á síðasta ári komu til vegna erlendra ferðamanna. Ef verðþróun hótela og gistiheimila er skoðuð í erlendri mynt sést að hækkunin á öðrum ársfjórðungi nam 26 prósentum miðað við sama tímabil í fyrra. Það er mesta árshækkun síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2011. Meiri hækkun á verði gistingar í erlendri mynt má rekja til styrkingu krónunnar á undanförnum misserum. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að meiri hækkanir það sem af er þessu ári miðað við fyrri ár megi eflaust rekja að mestu leyti til mikillar eftirspurnar á gistirými á sama tíma og innlendur launakostnaður hefur hækkað töluvert. Fjöldi erlendra ferðamanna hafa verið töluvert umfram framboð gistirýmis og herbergjanýting hefur stöðugt vaxið á síðustu árum. Aukning í komum umfram herbergjaframboð hefur leitt til þess að stöðugt fleiri ferðamenn bítast um hvert herbergi.Verð tvöfaldast á sex árumVerð á gistingu á öðrum fjórðungi er um 70 prósentum hærra en á sama fjórðungi 2010. Núverandi uppsveifla í ferðaþjónustu hófst árið 2011. Í erlendri mynt hefur verðið tvöfaldast á sama tímabili. Hækunnin hefur verið að meðaltali 12 prósent frá árinu 2010. Þessi verðhækkun virðist þó ekki hafa dregið úr komum ferðamanna á síðustu árum. Lengi var fjöldi ferðamanna á hvert herbergi í kringum 60 á nokkuð þröngu tímabili en það hlutfall fór yfir 100 á síðasta ári og hefur ekki mælst hærra. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hækkaði um 15,1 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Um er að ræða mestu árshækkun síðan á öðrum ársfjórðungi árið 2012 þegar hækkunin nam 15,4 prósentum. Um 86 prósent af gistinóttum ferðamanna á síðasta ári komu til vegna erlendra ferðamanna. Ef verðþróun hótela og gistiheimila er skoðuð í erlendri mynt sést að hækkunin á öðrum ársfjórðungi nam 26 prósentum miðað við sama tímabil í fyrra. Það er mesta árshækkun síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2011. Meiri hækkun á verði gistingar í erlendri mynt má rekja til styrkingu krónunnar á undanförnum misserum. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að meiri hækkanir það sem af er þessu ári miðað við fyrri ár megi eflaust rekja að mestu leyti til mikillar eftirspurnar á gistirými á sama tíma og innlendur launakostnaður hefur hækkað töluvert. Fjöldi erlendra ferðamanna hafa verið töluvert umfram framboð gistirýmis og herbergjanýting hefur stöðugt vaxið á síðustu árum. Aukning í komum umfram herbergjaframboð hefur leitt til þess að stöðugt fleiri ferðamenn bítast um hvert herbergi.Verð tvöfaldast á sex árumVerð á gistingu á öðrum fjórðungi er um 70 prósentum hærra en á sama fjórðungi 2010. Núverandi uppsveifla í ferðaþjónustu hófst árið 2011. Í erlendri mynt hefur verðið tvöfaldast á sama tímabili. Hækunnin hefur verið að meðaltali 12 prósent frá árinu 2010. Þessi verðhækkun virðist þó ekki hafa dregið úr komum ferðamanna á síðustu árum. Lengi var fjöldi ferðamanna á hvert herbergi í kringum 60 á nokkuð þröngu tímabili en það hlutfall fór yfir 100 á síðasta ári og hefur ekki mælst hærra.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira