Rafhlöðugalli í iPhone gert vart við sig á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Lítið upplag af iPhone 6S símum var selt með gölluðum rafhlöðum. Mynd/Apple Apple tilkynnti í lok nóvember að lítið upplag af iPhone 6S símunum hafi verið selt með gölluðum rafhlöðum. Um er að ræða ákveðin raðnúmer sem hægt er að fletta upp en símarnir geta slökkt óvænt á sér þrátt fyrir að hafa næga hleðslu. Galli í rafhlöðunum hefur gert vart við sig á Íslandi, sér í lagi þegar farið er með símana út í kulda. Erla Björk Sigurgeirsdóttir, þjónustustjóri Eplis, umboðsaðila Apple á Íslandi, segist ekki hafa tölu á því hve margir símar sem Epli seldi séu með gallaða rafhlöðu. „Við erum búin að fá fyrirspurnir en höfum ekki fengið nein tæki inn,“ segir Erla. Epli hefur tilkynnt að vegna heimsálags fái verslunin ekki rafhlöður á lager fyrr en um miðjan desember til þess að geta skipt út gölluðu rafhlöðunum. „Apple gefur út prógramm til að fólk geti skipt þessu út. Prógrammið byrjar um miðjan desember en við búumst við því jafnvel fyrr.“ Sigurður Helgason, eigandi iStore, segir að tilfelli hafi komið upp þar sem rafhlöður hafi slökkt svona á sér. „Við vitum ekki alveg hvort þetta eru þessar gölluðu rafhlöður, við erum ekki enn þá búin að fá leiðbeiningar um hvernig eigi að fletta upp raðnúmerunum sem þetta varðar. En viðskiptavinir okkar hafa fengið að skipta út símum vegna þess að batteríið hefur verið að slökkva á sér í tíma og ótíma, sérstaklega úti í kulda,“ segir Sigurður. Hann segir að oftast taki eina viku að afgreiða nýtt batterí. Það geti þó tekið hátt í tvær vikur en viðskiptavinir hafi fengið lánaða iPhone-síma á meðan. Vart hefur orðið við gallaðar rafhlöður hjá mismunandi söluaðilum hér á landi. Eigendur síma með gallaða rafhlöðu sem Fréttablaðið ræddi við sögðust ósáttir við hve langur tími hefði liðið frá uppgötvun vandamálsins og þangað til símarnir verða lagaðir. Þetta ætti sérstaklega við þar sem símarnir voru framleiddir í september og október á síðasta ári og vandamálið því verið viðvarandi í heilt ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00 Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Apple tilkynnti í lok nóvember að lítið upplag af iPhone 6S símunum hafi verið selt með gölluðum rafhlöðum. Um er að ræða ákveðin raðnúmer sem hægt er að fletta upp en símarnir geta slökkt óvænt á sér þrátt fyrir að hafa næga hleðslu. Galli í rafhlöðunum hefur gert vart við sig á Íslandi, sér í lagi þegar farið er með símana út í kulda. Erla Björk Sigurgeirsdóttir, þjónustustjóri Eplis, umboðsaðila Apple á Íslandi, segist ekki hafa tölu á því hve margir símar sem Epli seldi séu með gallaða rafhlöðu. „Við erum búin að fá fyrirspurnir en höfum ekki fengið nein tæki inn,“ segir Erla. Epli hefur tilkynnt að vegna heimsálags fái verslunin ekki rafhlöður á lager fyrr en um miðjan desember til þess að geta skipt út gölluðu rafhlöðunum. „Apple gefur út prógramm til að fólk geti skipt þessu út. Prógrammið byrjar um miðjan desember en við búumst við því jafnvel fyrr.“ Sigurður Helgason, eigandi iStore, segir að tilfelli hafi komið upp þar sem rafhlöður hafi slökkt svona á sér. „Við vitum ekki alveg hvort þetta eru þessar gölluðu rafhlöður, við erum ekki enn þá búin að fá leiðbeiningar um hvernig eigi að fletta upp raðnúmerunum sem þetta varðar. En viðskiptavinir okkar hafa fengið að skipta út símum vegna þess að batteríið hefur verið að slökkva á sér í tíma og ótíma, sérstaklega úti í kulda,“ segir Sigurður. Hann segir að oftast taki eina viku að afgreiða nýtt batterí. Það geti þó tekið hátt í tvær vikur en viðskiptavinir hafi fengið lánaða iPhone-síma á meðan. Vart hefur orðið við gallaðar rafhlöður hjá mismunandi söluaðilum hér á landi. Eigendur síma með gallaða rafhlöðu sem Fréttablaðið ræddi við sögðust ósáttir við hve langur tími hefði liðið frá uppgötvun vandamálsins og þangað til símarnir verða lagaðir. Þetta ætti sérstaklega við þar sem símarnir voru framleiddir í september og október á síðasta ári og vandamálið því verið viðvarandi í heilt ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00 Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Apple og Google ná ekki að græða á klúðri Samsung Apple og Google hafa ekki náð að nýta sér gallann á Samsung Galaxy Note 7 til að selja meira af sínum símum vegna framleiðsluskorts. 26. október 2016 14:00
Apple frestar útgáfu þráðlausu heyrnartólanna Fyrirtækið segir að heyrnartólin séu ekki tilbúin til sölu. 26. október 2016 22:44