Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 23-23 | Jafntefli í háspennuleik Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 1. desember 2016 22:00 FH-ingurinn Óðinn Þór Ríkharðsson í hraðaupphlaupi. vísir/eyþór FH og Afturelding skildu jöfn í stórleik kvöldsins í Olís-deild karla en leikurinn fór fram í Kaplakrika og fór 23-23. Úrslitin réðust rétt undir lok leiksins.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, byrjaði á því að verja sex bolta á fyrstu þremur mínútum leiksins og var eins og að FH-ingar gætu einfaldlega ekki komið handboltanum inn í markið. Afturelding nýtti sér reyndar ekki stöðuna nægilega vel og voru leikmenn liðsins í vandræðum með að skora sjálfir. Fá mörk voru því skoruð á upphafsmínútunum en það átti eftir að breytast fljótlega. Heimamenn komust hægt og rólega í takt við leikinn og voru komnir þremur mörkum yfir, 7-4, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. FH-ingar voru með yfirhöndina næstu mínútur en í stöðunni 9-6 fyrir heimamenn fóru Mosfellingar í gang. Þeir rauðu breyttu stöðinni í 10-9 sér í vil á mjög stuttum tíma og var Aftureldinga formlega mætt til leiks. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 12-12 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og breyttu stöðunni í 16-12. Þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum hafði Afturelding ekki enn náð að skora. Þegar leið á síðari hálfleikinn komust gestirnir inn í leikinn og þegar hann var hálfnaður var staðan 17-16 fyrir FH. Þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir komnir yfir 19-18. Leikurinn var mjög spennandi það sem eftir lifði og þegar 45 sekúndur voru eftir var staðan jöfn 22-22. Eftir æsispennandi lokasekúndur fór leikurinn að lokum jafntefli 23-23. Kristófer Fannar var frábær í marki Aftureldingar og varði hann tuttugu skot. Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk fyrir gestina og Jóhann Birgir Ingvarsson sex fyrir FH. Afturelding er því enn á toppi deildarinnar með 20 stig. FH-ingar eru með 16 stig.Kristófer í leik með Aftureldingu.vísir/stefánKristófer: Súrt að tapa þessu stigi „Eins og leikurinn spilaðist undir lokin þá hefðum við viljað fara með tvö stig heim,“ segir Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við sýnum samt karakter að vinna upp fjögurra marka mun sem þeir náðu í byrjun síðari hálfleiksins. Við vorum mjög lélegir í byrjun seinni hálfleiks en náðum sem betur fer að vinna það aftur upp.“ Kristófer segir að sóknarleikur liðsins hafi verið í molum í byrjun síðari hálfleiksins. „Við vorum kannski örlítið óheppnir og að skjóta í stangirnar og svona en við vorum bara ekki að skapa okkur færi eins og við gerum svo vel.“ Fyrri leikur þessara liða fór 28-27 í Mosfellsbænum og þá hafði Afturelding betur. „FH og bara með mjög gott lið og við líka. Þetta eru mjög jöfn lið, í raun bara eins og öll deildin, hún er alveg gríðarlega jöfn. Það geta allir unnið alla.“ Kristófer var sjálfur mjög góður í leiknum í kvöld og varði tuttugu bolta. „Ég er mjög ánægður með minn leik, en samt súrt að tapa þessu stigi.“Einar í leik með FH.Einar Rafn: Agaðir erum við drullu flottir „Við tókum bara sama kerfi og var búið að virka allan leikinn, ég fékk gott færi og það var ekki annað í stöðunni en að setja boltann í netið,“ segir Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, sem skoraði síðasta mark heimamanna og tryggði þeim eitt stig í leiknum en markið hans koma aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. „Um leið og við komumst fjórum mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiksins, þá fórum við að flýta okkur og hættum að vera agaðir í okkar leik. Byrjuðum að gera það sem við vorum búnir að vera forðast.“ Hann segir að það sé alltaf nauðsynlegt fyrir FH-liðið að vera agað í sóknarleiknum. „Við höfum verið að spila fantavörn upp á síðkastið og ef við höldum í agann sóknarlega þá erum við drullu flottir.“ Einar segir að deildin sé það jöfn að dagsformið skipti alltaf mestu máli. „Mér finnst samt að við hefðum átt að vinna þennan leik í kvöld, við vorum að spila nægilega vel.“ Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
FH og Afturelding skildu jöfn í stórleik kvöldsins í Olís-deild karla en leikurinn fór fram í Kaplakrika og fór 23-23. Úrslitin réðust rétt undir lok leiksins.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, byrjaði á því að verja sex bolta á fyrstu þremur mínútum leiksins og var eins og að FH-ingar gætu einfaldlega ekki komið handboltanum inn í markið. Afturelding nýtti sér reyndar ekki stöðuna nægilega vel og voru leikmenn liðsins í vandræðum með að skora sjálfir. Fá mörk voru því skoruð á upphafsmínútunum en það átti eftir að breytast fljótlega. Heimamenn komust hægt og rólega í takt við leikinn og voru komnir þremur mörkum yfir, 7-4, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. FH-ingar voru með yfirhöndina næstu mínútur en í stöðunni 9-6 fyrir heimamenn fóru Mosfellingar í gang. Þeir rauðu breyttu stöðinni í 10-9 sér í vil á mjög stuttum tíma og var Aftureldinga formlega mætt til leiks. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 12-12 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og breyttu stöðunni í 16-12. Þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum hafði Afturelding ekki enn náð að skora. Þegar leið á síðari hálfleikinn komust gestirnir inn í leikinn og þegar hann var hálfnaður var staðan 17-16 fyrir FH. Þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir komnir yfir 19-18. Leikurinn var mjög spennandi það sem eftir lifði og þegar 45 sekúndur voru eftir var staðan jöfn 22-22. Eftir æsispennandi lokasekúndur fór leikurinn að lokum jafntefli 23-23. Kristófer Fannar var frábær í marki Aftureldingar og varði hann tuttugu skot. Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk fyrir gestina og Jóhann Birgir Ingvarsson sex fyrir FH. Afturelding er því enn á toppi deildarinnar með 20 stig. FH-ingar eru með 16 stig.Kristófer í leik með Aftureldingu.vísir/stefánKristófer: Súrt að tapa þessu stigi „Eins og leikurinn spilaðist undir lokin þá hefðum við viljað fara með tvö stig heim,“ segir Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við sýnum samt karakter að vinna upp fjögurra marka mun sem þeir náðu í byrjun síðari hálfleiksins. Við vorum mjög lélegir í byrjun seinni hálfleiks en náðum sem betur fer að vinna það aftur upp.“ Kristófer segir að sóknarleikur liðsins hafi verið í molum í byrjun síðari hálfleiksins. „Við vorum kannski örlítið óheppnir og að skjóta í stangirnar og svona en við vorum bara ekki að skapa okkur færi eins og við gerum svo vel.“ Fyrri leikur þessara liða fór 28-27 í Mosfellsbænum og þá hafði Afturelding betur. „FH og bara með mjög gott lið og við líka. Þetta eru mjög jöfn lið, í raun bara eins og öll deildin, hún er alveg gríðarlega jöfn. Það geta allir unnið alla.“ Kristófer var sjálfur mjög góður í leiknum í kvöld og varði tuttugu bolta. „Ég er mjög ánægður með minn leik, en samt súrt að tapa þessu stigi.“Einar í leik með FH.Einar Rafn: Agaðir erum við drullu flottir „Við tókum bara sama kerfi og var búið að virka allan leikinn, ég fékk gott færi og það var ekki annað í stöðunni en að setja boltann í netið,“ segir Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, sem skoraði síðasta mark heimamanna og tryggði þeim eitt stig í leiknum en markið hans koma aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. „Um leið og við komumst fjórum mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiksins, þá fórum við að flýta okkur og hættum að vera agaðir í okkar leik. Byrjuðum að gera það sem við vorum búnir að vera forðast.“ Hann segir að það sé alltaf nauðsynlegt fyrir FH-liðið að vera agað í sóknarleiknum. „Við höfum verið að spila fantavörn upp á síðkastið og ef við höldum í agann sóknarlega þá erum við drullu flottir.“ Einar segir að deildin sé það jöfn að dagsformið skipti alltaf mestu máli. „Mér finnst samt að við hefðum átt að vinna þennan leik í kvöld, við vorum að spila nægilega vel.“
Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni