Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 23-23 | Jafntefli í háspennuleik Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 1. desember 2016 22:00 FH-ingurinn Óðinn Þór Ríkharðsson í hraðaupphlaupi. vísir/eyþór FH og Afturelding skildu jöfn í stórleik kvöldsins í Olís-deild karla en leikurinn fór fram í Kaplakrika og fór 23-23. Úrslitin réðust rétt undir lok leiksins.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, byrjaði á því að verja sex bolta á fyrstu þremur mínútum leiksins og var eins og að FH-ingar gætu einfaldlega ekki komið handboltanum inn í markið. Afturelding nýtti sér reyndar ekki stöðuna nægilega vel og voru leikmenn liðsins í vandræðum með að skora sjálfir. Fá mörk voru því skoruð á upphafsmínútunum en það átti eftir að breytast fljótlega. Heimamenn komust hægt og rólega í takt við leikinn og voru komnir þremur mörkum yfir, 7-4, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. FH-ingar voru með yfirhöndina næstu mínútur en í stöðunni 9-6 fyrir heimamenn fóru Mosfellingar í gang. Þeir rauðu breyttu stöðinni í 10-9 sér í vil á mjög stuttum tíma og var Aftureldinga formlega mætt til leiks. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 12-12 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og breyttu stöðunni í 16-12. Þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum hafði Afturelding ekki enn náð að skora. Þegar leið á síðari hálfleikinn komust gestirnir inn í leikinn og þegar hann var hálfnaður var staðan 17-16 fyrir FH. Þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir komnir yfir 19-18. Leikurinn var mjög spennandi það sem eftir lifði og þegar 45 sekúndur voru eftir var staðan jöfn 22-22. Eftir æsispennandi lokasekúndur fór leikurinn að lokum jafntefli 23-23. Kristófer Fannar var frábær í marki Aftureldingar og varði hann tuttugu skot. Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk fyrir gestina og Jóhann Birgir Ingvarsson sex fyrir FH. Afturelding er því enn á toppi deildarinnar með 20 stig. FH-ingar eru með 16 stig.Kristófer í leik með Aftureldingu.vísir/stefánKristófer: Súrt að tapa þessu stigi „Eins og leikurinn spilaðist undir lokin þá hefðum við viljað fara með tvö stig heim,“ segir Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við sýnum samt karakter að vinna upp fjögurra marka mun sem þeir náðu í byrjun síðari hálfleiksins. Við vorum mjög lélegir í byrjun seinni hálfleiks en náðum sem betur fer að vinna það aftur upp.“ Kristófer segir að sóknarleikur liðsins hafi verið í molum í byrjun síðari hálfleiksins. „Við vorum kannski örlítið óheppnir og að skjóta í stangirnar og svona en við vorum bara ekki að skapa okkur færi eins og við gerum svo vel.“ Fyrri leikur þessara liða fór 28-27 í Mosfellsbænum og þá hafði Afturelding betur. „FH og bara með mjög gott lið og við líka. Þetta eru mjög jöfn lið, í raun bara eins og öll deildin, hún er alveg gríðarlega jöfn. Það geta allir unnið alla.“ Kristófer var sjálfur mjög góður í leiknum í kvöld og varði tuttugu bolta. „Ég er mjög ánægður með minn leik, en samt súrt að tapa þessu stigi.“Einar í leik með FH.Einar Rafn: Agaðir erum við drullu flottir „Við tókum bara sama kerfi og var búið að virka allan leikinn, ég fékk gott færi og það var ekki annað í stöðunni en að setja boltann í netið,“ segir Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, sem skoraði síðasta mark heimamanna og tryggði þeim eitt stig í leiknum en markið hans koma aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. „Um leið og við komumst fjórum mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiksins, þá fórum við að flýta okkur og hættum að vera agaðir í okkar leik. Byrjuðum að gera það sem við vorum búnir að vera forðast.“ Hann segir að það sé alltaf nauðsynlegt fyrir FH-liðið að vera agað í sóknarleiknum. „Við höfum verið að spila fantavörn upp á síðkastið og ef við höldum í agann sóknarlega þá erum við drullu flottir.“ Einar segir að deildin sé það jöfn að dagsformið skipti alltaf mestu máli. „Mér finnst samt að við hefðum átt að vinna þennan leik í kvöld, við vorum að spila nægilega vel.“ Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
FH og Afturelding skildu jöfn í stórleik kvöldsins í Olís-deild karla en leikurinn fór fram í Kaplakrika og fór 23-23. Úrslitin réðust rétt undir lok leiksins.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, byrjaði á því að verja sex bolta á fyrstu þremur mínútum leiksins og var eins og að FH-ingar gætu einfaldlega ekki komið handboltanum inn í markið. Afturelding nýtti sér reyndar ekki stöðuna nægilega vel og voru leikmenn liðsins í vandræðum með að skora sjálfir. Fá mörk voru því skoruð á upphafsmínútunum en það átti eftir að breytast fljótlega. Heimamenn komust hægt og rólega í takt við leikinn og voru komnir þremur mörkum yfir, 7-4, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. FH-ingar voru með yfirhöndina næstu mínútur en í stöðunni 9-6 fyrir heimamenn fóru Mosfellingar í gang. Þeir rauðu breyttu stöðinni í 10-9 sér í vil á mjög stuttum tíma og var Aftureldinga formlega mætt til leiks. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 12-12 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og breyttu stöðunni í 16-12. Þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum hafði Afturelding ekki enn náð að skora. Þegar leið á síðari hálfleikinn komust gestirnir inn í leikinn og þegar hann var hálfnaður var staðan 17-16 fyrir FH. Þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir komnir yfir 19-18. Leikurinn var mjög spennandi það sem eftir lifði og þegar 45 sekúndur voru eftir var staðan jöfn 22-22. Eftir æsispennandi lokasekúndur fór leikurinn að lokum jafntefli 23-23. Kristófer Fannar var frábær í marki Aftureldingar og varði hann tuttugu skot. Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk fyrir gestina og Jóhann Birgir Ingvarsson sex fyrir FH. Afturelding er því enn á toppi deildarinnar með 20 stig. FH-ingar eru með 16 stig.Kristófer í leik með Aftureldingu.vísir/stefánKristófer: Súrt að tapa þessu stigi „Eins og leikurinn spilaðist undir lokin þá hefðum við viljað fara með tvö stig heim,“ segir Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við sýnum samt karakter að vinna upp fjögurra marka mun sem þeir náðu í byrjun síðari hálfleiksins. Við vorum mjög lélegir í byrjun seinni hálfleiks en náðum sem betur fer að vinna það aftur upp.“ Kristófer segir að sóknarleikur liðsins hafi verið í molum í byrjun síðari hálfleiksins. „Við vorum kannski örlítið óheppnir og að skjóta í stangirnar og svona en við vorum bara ekki að skapa okkur færi eins og við gerum svo vel.“ Fyrri leikur þessara liða fór 28-27 í Mosfellsbænum og þá hafði Afturelding betur. „FH og bara með mjög gott lið og við líka. Þetta eru mjög jöfn lið, í raun bara eins og öll deildin, hún er alveg gríðarlega jöfn. Það geta allir unnið alla.“ Kristófer var sjálfur mjög góður í leiknum í kvöld og varði tuttugu bolta. „Ég er mjög ánægður með minn leik, en samt súrt að tapa þessu stigi.“Einar í leik með FH.Einar Rafn: Agaðir erum við drullu flottir „Við tókum bara sama kerfi og var búið að virka allan leikinn, ég fékk gott færi og það var ekki annað í stöðunni en að setja boltann í netið,“ segir Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, sem skoraði síðasta mark heimamanna og tryggði þeim eitt stig í leiknum en markið hans koma aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. „Um leið og við komumst fjórum mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiksins, þá fórum við að flýta okkur og hættum að vera agaðir í okkar leik. Byrjuðum að gera það sem við vorum búnir að vera forðast.“ Hann segir að það sé alltaf nauðsynlegt fyrir FH-liðið að vera agað í sóknarleiknum. „Við höfum verið að spila fantavörn upp á síðkastið og ef við höldum í agann sóknarlega þá erum við drullu flottir.“ Einar segir að deildin sé það jöfn að dagsformið skipti alltaf mestu máli. „Mér finnst samt að við hefðum átt að vinna þennan leik í kvöld, við vorum að spila nægilega vel.“
Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira