Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ingvar Haraldsson skrifar 24. febrúar 2016 09:45 Fáfnir rekur eitt skip í dag, olíuþjónustuskipið Polarsyssel. Mynd/Havyard Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. Sjóðurinn Akur, sem er í rekstri Íslandssjóða, er stærsti hluthafi Fáfnis og íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í. Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis í desember, og danska félagið Optima A/S, boðuðu til fundarins. „Maður var pínulítið undrandi að frétta af því að þeir tilnefni einhvern annan í stjórn því það er beðið um þennan fund að beiðni Steingríms og Optima í Danmörku sem vilja koma inn sínum stjórnarmanni og þau eiga næstum 25 prósent í félaginu. Manni finnst furðulegt að aðrir hluthafar ætli að koma í veg fyrir það,“ segir Ketill.Ketill Sigurjónsson, frambjóðandi til stjórnar Fáfnis.Ekki þarf að kjósa nýja stjórn í heild sinni fyrr en á aðalfundi Fáfnis sem heimilt er að halda í síðasta lagi í lok ágúst á þessu ári. Því geta eigendur tæplega fjórðungs hlutafjár í Fáfni verið án fulltrúa í stjórn þangað til, hljóti Ketill ekki brautargengi á fundinum í dag.DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Fáfnis hygðist leggja fyrir fundinn heimild til að breyta samþykktum félagsins svo félagið geti lagt í tæplega 200 milljóna króna skuldabréfaútgáfu á 20 prósenta vöxtum. Ketill segir að ráðgert sé að kaupendur bréfanna geti breytt þeim í hlutafé, sem numið geti allt að 60 prósenta hlut í Fáfni. Til samanburðar nemur hlutaféð sem áður hefur verið í Fáfni tæpum þremur milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa núverandi hluthafar forkaupsrétt til þess að skrifa sig fyrir skuldabréfinu í hlutfall við eign sína í Fáfni. Þá segir Ketill einnig tillögu liggja fyrir fundinum um að færa skipið Fáfni Viking, sem enn er í smíðum, inn í sérstakt félag sem yrði dótturfélag Fáfnis, auk þess að leggja eigi fram tölvupósta sem Steingrímur sendi í starfi sínu. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. Sjóðurinn Akur, sem er í rekstri Íslandssjóða, er stærsti hluthafi Fáfnis og íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í. Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis í desember, og danska félagið Optima A/S, boðuðu til fundarins. „Maður var pínulítið undrandi að frétta af því að þeir tilnefni einhvern annan í stjórn því það er beðið um þennan fund að beiðni Steingríms og Optima í Danmörku sem vilja koma inn sínum stjórnarmanni og þau eiga næstum 25 prósent í félaginu. Manni finnst furðulegt að aðrir hluthafar ætli að koma í veg fyrir það,“ segir Ketill.Ketill Sigurjónsson, frambjóðandi til stjórnar Fáfnis.Ekki þarf að kjósa nýja stjórn í heild sinni fyrr en á aðalfundi Fáfnis sem heimilt er að halda í síðasta lagi í lok ágúst á þessu ári. Því geta eigendur tæplega fjórðungs hlutafjár í Fáfni verið án fulltrúa í stjórn þangað til, hljóti Ketill ekki brautargengi á fundinum í dag.DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Fáfnis hygðist leggja fyrir fundinn heimild til að breyta samþykktum félagsins svo félagið geti lagt í tæplega 200 milljóna króna skuldabréfaútgáfu á 20 prósenta vöxtum. Ketill segir að ráðgert sé að kaupendur bréfanna geti breytt þeim í hlutafé, sem numið geti allt að 60 prósenta hlut í Fáfni. Til samanburðar nemur hlutaféð sem áður hefur verið í Fáfni tæpum þremur milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa núverandi hluthafar forkaupsrétt til þess að skrifa sig fyrir skuldabréfinu í hlutfall við eign sína í Fáfni. Þá segir Ketill einnig tillögu liggja fyrir fundinum um að færa skipið Fáfni Viking, sem enn er í smíðum, inn í sérstakt félag sem yrði dótturfélag Fáfnis, auk þess að leggja eigi fram tölvupósta sem Steingrímur sendi í starfi sínu.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Sjá meira