Heimilisofbeldi Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 07:00 Heimilisofbeldi hefur verið dulið vandamál í samfélaginu – leyndarmál sem þolendur eiga erfitt með að segja öðrum frá og hvað þá leita sér hjálpar. Eftir því sem umræðan hefur opnast síðustu ár hefur áherslan á heimilisofbeldi og afleiðingar þess verið mun meiri. Heimilisofbeldi getur tekið á sig margvíslegar myndir bæði andlegar og líkamlegar. Samkvæmt rannsóknum eru gerendur bæði konur, menn og börn. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin eru oftast þegar gerandi er karlmaður og þolendur eru konur og börn. Það hefur verið að koma í ljós meir og meir síðustu ár hve alvarlegt heimilisofbeldi er og að afleiðingar þess eru margþættar. Þolendur eru lengi að vinna úr þessari erfiðu reynslu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að börn sem verða vitni að heimilisofbeldi upplifa sálrænt áfall og getur haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra fram á fullorðinsár. Áfallið er hliðstætt hvort sem börn sjá foreldri verða fyrir ofbeldi eða verða sjálf fyrir ofbeldinu. Eins og áður sagði hefur hvílt leynd yfir þessum brotum og áður fyrr var litið á heimilisofbeldi sem afbrot sem tengist mjög einkalífi fólks, tengdust persónulegum málefnum sem ættu sér stað innan „friðhelgi einkalífsins“. Vegna þessa voru þessi mál í þá daga mjög erfið og vandasöm úrlausnar. Samfélagið og þar með lögreglan leit oft á þetta sem einkamál aðila og átti það einkum við þegar hvorki brotaþoli né gerandi vildu aðstoð lögreglu. Í dag á þetta sjónarmið ekki við - heimilisofbeldi er ekki einkamál lengur heldur varðar almannahagsmuni og okkur öllum ber skylda að berjast gegn því og aðstoða brotaþola svo og gerendur. Lögreglan á Suðurnesjum hóf þessa herferð gegn heimilisofbeldi á árinu 2013 í samvinnu við félagsmálayfirvöld. Í desember 2014 setti embætti Ríkislögreglustjóra nýjar verklagsreglur varðandi heimilisofbeldi sem tilkynnt væru lögreglu, þar var einkum litið til tilraunaverkefnis lögreglustjórans á Suðurnesjum „Að halda glugganum opnum“.Markvissara tekið á málum Í verklagsreglum Ríkislögreglustjóra og með samstarfi félagsmálayfirvalda á hverjum stað er lagt upp með það að taka þessi mál fastari tökum frá upphafi og hafa áhrif á framgang þeirra. Útkallið er gríðarlega mikilvægt því að þegar lögregla er kölluð til í heimilisofbeldismálum gefst þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif á framgang málsins. Við vitum að yfir þessum málum hvílir oft leynd og þegar dyrnar opnast kemur þetta tækifæri til að hafa áhrif. Lögreglan tekur markvissara á málum og rannsakar málið betur í upphafi. Í því felst að gera strax vettvangsrannsókn og taka upp framburði aðila og vitna, leggja áherslu á að þolandi og eftir atvikum gerandi sæti læknisrannsókn. Fulltrúi frá félagsmálayfirvöldum kemur á vettvang og veitir þolendum aðstoð hvort sem börn eru á heimilinu eða ekki. Ef ekki eru börn á heimilinu þarf samþykki aðila fyrir því að kalla til fulltrúa félagsmálayfirvalda. Starfsmaður félagsmálayfirvalda er mikilvægur á vettvangi þar sem hann verður einnig vitni að atburðum á vettvangi og stuðningur við þolendur í að leita sér læknishjálpar sem er mjög mikilvægt fyrir sönnun. Að auki getur hann líka aðstoðað gerendur og hvatt þá til að leita sér aðstoðar. Þá er kynnt fyrir þolendum og gerendum úrræði um nálgunarbann og brottvísun af heimili, sá stuðningur sem er í boði og að farið verði í eftirfylgni vegna atburðar um það bil viku síðar. Reynslan af þessu samstarfi hefur verið góð fyrir þolendur og mun markvissara hefur verið tekið á málunum. Skýr skilaboð gefin út í samfélagið um að heimilisofbeldi verði ekki liðið og saman erum við sterkari í að takast á við verkefnið þannig að það skili meiri árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi hefur verið dulið vandamál í samfélaginu – leyndarmál sem þolendur eiga erfitt með að segja öðrum frá og hvað þá leita sér hjálpar. Eftir því sem umræðan hefur opnast síðustu ár hefur áherslan á heimilisofbeldi og afleiðingar þess verið mun meiri. Heimilisofbeldi getur tekið á sig margvíslegar myndir bæði andlegar og líkamlegar. Samkvæmt rannsóknum eru gerendur bæði konur, menn og börn. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin eru oftast þegar gerandi er karlmaður og þolendur eru konur og börn. Það hefur verið að koma í ljós meir og meir síðustu ár hve alvarlegt heimilisofbeldi er og að afleiðingar þess eru margþættar. Þolendur eru lengi að vinna úr þessari erfiðu reynslu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að börn sem verða vitni að heimilisofbeldi upplifa sálrænt áfall og getur haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra fram á fullorðinsár. Áfallið er hliðstætt hvort sem börn sjá foreldri verða fyrir ofbeldi eða verða sjálf fyrir ofbeldinu. Eins og áður sagði hefur hvílt leynd yfir þessum brotum og áður fyrr var litið á heimilisofbeldi sem afbrot sem tengist mjög einkalífi fólks, tengdust persónulegum málefnum sem ættu sér stað innan „friðhelgi einkalífsins“. Vegna þessa voru þessi mál í þá daga mjög erfið og vandasöm úrlausnar. Samfélagið og þar með lögreglan leit oft á þetta sem einkamál aðila og átti það einkum við þegar hvorki brotaþoli né gerandi vildu aðstoð lögreglu. Í dag á þetta sjónarmið ekki við - heimilisofbeldi er ekki einkamál lengur heldur varðar almannahagsmuni og okkur öllum ber skylda að berjast gegn því og aðstoða brotaþola svo og gerendur. Lögreglan á Suðurnesjum hóf þessa herferð gegn heimilisofbeldi á árinu 2013 í samvinnu við félagsmálayfirvöld. Í desember 2014 setti embætti Ríkislögreglustjóra nýjar verklagsreglur varðandi heimilisofbeldi sem tilkynnt væru lögreglu, þar var einkum litið til tilraunaverkefnis lögreglustjórans á Suðurnesjum „Að halda glugganum opnum“.Markvissara tekið á málum Í verklagsreglum Ríkislögreglustjóra og með samstarfi félagsmálayfirvalda á hverjum stað er lagt upp með það að taka þessi mál fastari tökum frá upphafi og hafa áhrif á framgang þeirra. Útkallið er gríðarlega mikilvægt því að þegar lögregla er kölluð til í heimilisofbeldismálum gefst þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif á framgang málsins. Við vitum að yfir þessum málum hvílir oft leynd og þegar dyrnar opnast kemur þetta tækifæri til að hafa áhrif. Lögreglan tekur markvissara á málum og rannsakar málið betur í upphafi. Í því felst að gera strax vettvangsrannsókn og taka upp framburði aðila og vitna, leggja áherslu á að þolandi og eftir atvikum gerandi sæti læknisrannsókn. Fulltrúi frá félagsmálayfirvöldum kemur á vettvang og veitir þolendum aðstoð hvort sem börn eru á heimilinu eða ekki. Ef ekki eru börn á heimilinu þarf samþykki aðila fyrir því að kalla til fulltrúa félagsmálayfirvalda. Starfsmaður félagsmálayfirvalda er mikilvægur á vettvangi þar sem hann verður einnig vitni að atburðum á vettvangi og stuðningur við þolendur í að leita sér læknishjálpar sem er mjög mikilvægt fyrir sönnun. Að auki getur hann líka aðstoðað gerendur og hvatt þá til að leita sér aðstoðar. Þá er kynnt fyrir þolendum og gerendum úrræði um nálgunarbann og brottvísun af heimili, sá stuðningur sem er í boði og að farið verði í eftirfylgni vegna atburðar um það bil viku síðar. Reynslan af þessu samstarfi hefur verið góð fyrir þolendur og mun markvissara hefur verið tekið á málunum. Skýr skilaboð gefin út í samfélagið um að heimilisofbeldi verði ekki liðið og saman erum við sterkari í að takast á við verkefnið þannig að það skili meiri árangri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar