Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill lék sinn fyrsta leik með Keflavík þegar liðið vann Snæfell, 131-112, í stórskemmtilegum leik í Domino's deild karla á fimmtudaginn.
Tindastóll lét Hill fara í síðustu viku en hann var ekki lengi að finna sér nýtt lið hér á landi því Keflvíkingar ákváðu að fá hann í staðinn fyrir Earl Brown sem lék fyrstu 15 leikina liðsins á tímabilinu.
Hill byrjar vel í búningi Keflavík en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar í sigrinum á Snæfelli.
Hill var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Kristinn Friðriksson sagðist þar hafa ákveðnar efasemdir um þessa ákvörðun Keflavíkur, þ.e. að skipta á Hill og Brown.
„Ég vildi ekkert sjá að Keflvíkingar færu að skipta út útlendingi á þessu augnabliki. Og ég er ekki að sjá að Hill sé þessi frábæri leikmaður sem hann sýndi í þessum leik,“ sagði Kristinn um Hill og tók þannig undir með Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, sem sagði að Hill myndi ekki eiga annan svona leik eins og gegn hans mönnum eftir leikinn í Keflavík.
Í viðtali eftir leikinn í Keflavík skaut Hill svo á sína gömlu vinnuveitendur á Króknum.
Viðtalið, sem og umræðuna um Hill og samanburð á honum og Brown, má sjá í innslaginu hér að ofan.
Körfuboltakvöld: Er Jerome Hill rétti maðurinn fyrir Keflavík? | Myndband
Tengdar fréttir

Tindastóll klárar tímabilið með tvo Kana
Bakvörðurinn Anthony Isaiah Gurley er kominn með leikheimild með Tindastóli.

Hill til skoðunar hjá Keflavík
Keflvíkingar að skoða þann möguleika að skipta um bandarískan leikmann hjá sér.

Körfuboltakvöld: Jerome Hill, þú ert rekinn! | Myndband
Jerome Hill er líklega á förum frá Sauðárkróki.

Jerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól
Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna í sínum fyrsta leik með Keflavík í kvöld en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum í 131-112 sigri á Snæfelli.

Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi
Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Jerome Hill hefði verið leystur undan samningi og að búið væri að semja við Myron Dempsey um að leika með liðinu á ný.